Lóu krossbrá þegar hún sá Gunnar Helgason á Kjarvalsstöðum Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2022 13:16 Lóu brá í brún við athöfnina í gær, þegar tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna opinberaðar en hún sá mann sem hún hélt að væri Gunnar Helgason. Og efasemdir gerðu vart við sig... vísir Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru kynntar á Kjarvalsstöðum með pompi og pragt í gær. Á þessum tíma árs ríkir mikil spenna meðal rithöfunda sem mega alls ekki við miklu óvæntu. Þessu fékk Lóa Hjálmtýsdóttir, sem er meðal hinna tilnefndu, að kynnast við athöfnina í gær. Tilnefningum er haldið leyndum allt þar til þær eru kynntar en þó þannig að þeir sem hljóta tilnefningu vita að þeir eru meðal hinna útvöldu. Svo þeir mæti nú örugglega en aðrir höfundar láta helst ekki sjá sig. Hvað er Gunnar Helga að gera hérna? Þegar svo rithöfundar, útgefendur og aðrir sem komu að athöfninni mættu til leiks var augum gjóað óspart í allar áttir til að sjá hverjir aðrir væru meðal tilnefndra. Svo var með Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur sem var tilnefnd í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina sína Héragerði. Hún tók hópinn út og taldi til fjóra barnabókahöfunda aðra en sig sjálfa en fimm alls hljóta tilnefningu í hverjum flokki um sig. Allt eins það átti að vera eða þar til hún rak augu í Gunnar Helgason og henni krossbrá. Gunnar er einn skeleggasti talsmaður barnabókahöfunda sem um getur. Efasemdirnar gerðu þegar vart við sig. Skyndilega var Lóa búin að telja sig upp í sex barnabókahöfunda. Gunnar gat aðeins verið þarna af einni ástæðu og Lóa óttaðist að hún væri bara alls ekki meðal hinna útvöldu. Lóa gerir sig reiðubúna til að flýja af vettvangi Lóa lýsir þeirri angist sem sig greip á Facebook-síðu sinni: „Takk fyrir mig. Kær kveðja, konan sem mætti á Kjarvalsstaði í gær, hélt að tvíburabróðir Gunnars Helgasonar væri Gunnar sjálfur, sem gerði það að verkjum að hún taldi vitlaust tilnefnda barnabókahöfunda og greip því kápuna sína í skyndi til að vera tilbúin að flýja þegar upp kæmist um miskilninginn: að henni hefði óvart verið boðið á athöfnina og væri alls ekki tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.“ Þarna var sem sagt útgefandinn hjá Drápu, Ásmundur Helgason, tvíburabróðir Gunnars, mættur til að fagna sínum manni, glæpasagnahöfundinum Skúla Sigurðssyni sem hlaut tilefningu til Blóðdropans við þetta sama tækifæri. Íslensku bókmenntaverðlaunin Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þessu fékk Lóa Hjálmtýsdóttir, sem er meðal hinna tilnefndu, að kynnast við athöfnina í gær. Tilnefningum er haldið leyndum allt þar til þær eru kynntar en þó þannig að þeir sem hljóta tilnefningu vita að þeir eru meðal hinna útvöldu. Svo þeir mæti nú örugglega en aðrir höfundar láta helst ekki sjá sig. Hvað er Gunnar Helga að gera hérna? Þegar svo rithöfundar, útgefendur og aðrir sem komu að athöfninni mættu til leiks var augum gjóað óspart í allar áttir til að sjá hverjir aðrir væru meðal tilnefndra. Svo var með Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur sem var tilnefnd í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina sína Héragerði. Hún tók hópinn út og taldi til fjóra barnabókahöfunda aðra en sig sjálfa en fimm alls hljóta tilnefningu í hverjum flokki um sig. Allt eins það átti að vera eða þar til hún rak augu í Gunnar Helgason og henni krossbrá. Gunnar er einn skeleggasti talsmaður barnabókahöfunda sem um getur. Efasemdirnar gerðu þegar vart við sig. Skyndilega var Lóa búin að telja sig upp í sex barnabókahöfunda. Gunnar gat aðeins verið þarna af einni ástæðu og Lóa óttaðist að hún væri bara alls ekki meðal hinna útvöldu. Lóa gerir sig reiðubúna til að flýja af vettvangi Lóa lýsir þeirri angist sem sig greip á Facebook-síðu sinni: „Takk fyrir mig. Kær kveðja, konan sem mætti á Kjarvalsstaði í gær, hélt að tvíburabróðir Gunnars Helgasonar væri Gunnar sjálfur, sem gerði það að verkjum að hún taldi vitlaust tilnefnda barnabókahöfunda og greip því kápuna sína í skyndi til að vera tilbúin að flýja þegar upp kæmist um miskilninginn: að henni hefði óvart verið boðið á athöfnina og væri alls ekki tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.“ Þarna var sem sagt útgefandinn hjá Drápu, Ásmundur Helgason, tvíburabróðir Gunnars, mættur til að fagna sínum manni, glæpasagnahöfundinum Skúla Sigurðssyni sem hlaut tilefningu til Blóðdropans við þetta sama tækifæri.
Íslensku bókmenntaverðlaunin Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira