Lóu krossbrá þegar hún sá Gunnar Helgason á Kjarvalsstöðum Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2022 13:16 Lóu brá í brún við athöfnina í gær, þegar tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna opinberaðar en hún sá mann sem hún hélt að væri Gunnar Helgason. Og efasemdir gerðu vart við sig... vísir Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru kynntar á Kjarvalsstöðum með pompi og pragt í gær. Á þessum tíma árs ríkir mikil spenna meðal rithöfunda sem mega alls ekki við miklu óvæntu. Þessu fékk Lóa Hjálmtýsdóttir, sem er meðal hinna tilnefndu, að kynnast við athöfnina í gær. Tilnefningum er haldið leyndum allt þar til þær eru kynntar en þó þannig að þeir sem hljóta tilnefningu vita að þeir eru meðal hinna útvöldu. Svo þeir mæti nú örugglega en aðrir höfundar láta helst ekki sjá sig. Hvað er Gunnar Helga að gera hérna? Þegar svo rithöfundar, útgefendur og aðrir sem komu að athöfninni mættu til leiks var augum gjóað óspart í allar áttir til að sjá hverjir aðrir væru meðal tilnefndra. Svo var með Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur sem var tilnefnd í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina sína Héragerði. Hún tók hópinn út og taldi til fjóra barnabókahöfunda aðra en sig sjálfa en fimm alls hljóta tilnefningu í hverjum flokki um sig. Allt eins það átti að vera eða þar til hún rak augu í Gunnar Helgason og henni krossbrá. Gunnar er einn skeleggasti talsmaður barnabókahöfunda sem um getur. Efasemdirnar gerðu þegar vart við sig. Skyndilega var Lóa búin að telja sig upp í sex barnabókahöfunda. Gunnar gat aðeins verið þarna af einni ástæðu og Lóa óttaðist að hún væri bara alls ekki meðal hinna útvöldu. Lóa gerir sig reiðubúna til að flýja af vettvangi Lóa lýsir þeirri angist sem sig greip á Facebook-síðu sinni: „Takk fyrir mig. Kær kveðja, konan sem mætti á Kjarvalsstaði í gær, hélt að tvíburabróðir Gunnars Helgasonar væri Gunnar sjálfur, sem gerði það að verkjum að hún taldi vitlaust tilnefnda barnabókahöfunda og greip því kápuna sína í skyndi til að vera tilbúin að flýja þegar upp kæmist um miskilninginn: að henni hefði óvart verið boðið á athöfnina og væri alls ekki tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.“ Þarna var sem sagt útgefandinn hjá Drápu, Ásmundur Helgason, tvíburabróðir Gunnars, mættur til að fagna sínum manni, glæpasagnahöfundinum Skúla Sigurðssyni sem hlaut tilefningu til Blóðdropans við þetta sama tækifæri. Íslensku bókmenntaverðlaunin Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þessu fékk Lóa Hjálmtýsdóttir, sem er meðal hinna tilnefndu, að kynnast við athöfnina í gær. Tilnefningum er haldið leyndum allt þar til þær eru kynntar en þó þannig að þeir sem hljóta tilnefningu vita að þeir eru meðal hinna útvöldu. Svo þeir mæti nú örugglega en aðrir höfundar láta helst ekki sjá sig. Hvað er Gunnar Helga að gera hérna? Þegar svo rithöfundar, útgefendur og aðrir sem komu að athöfninni mættu til leiks var augum gjóað óspart í allar áttir til að sjá hverjir aðrir væru meðal tilnefndra. Svo var með Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur sem var tilnefnd í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina sína Héragerði. Hún tók hópinn út og taldi til fjóra barnabókahöfunda aðra en sig sjálfa en fimm alls hljóta tilnefningu í hverjum flokki um sig. Allt eins það átti að vera eða þar til hún rak augu í Gunnar Helgason og henni krossbrá. Gunnar er einn skeleggasti talsmaður barnabókahöfunda sem um getur. Efasemdirnar gerðu þegar vart við sig. Skyndilega var Lóa búin að telja sig upp í sex barnabókahöfunda. Gunnar gat aðeins verið þarna af einni ástæðu og Lóa óttaðist að hún væri bara alls ekki meðal hinna útvöldu. Lóa gerir sig reiðubúna til að flýja af vettvangi Lóa lýsir þeirri angist sem sig greip á Facebook-síðu sinni: „Takk fyrir mig. Kær kveðja, konan sem mætti á Kjarvalsstaði í gær, hélt að tvíburabróðir Gunnars Helgasonar væri Gunnar sjálfur, sem gerði það að verkjum að hún taldi vitlaust tilnefnda barnabókahöfunda og greip því kápuna sína í skyndi til að vera tilbúin að flýja þegar upp kæmist um miskilninginn: að henni hefði óvart verið boðið á athöfnina og væri alls ekki tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.“ Þarna var sem sagt útgefandinn hjá Drápu, Ásmundur Helgason, tvíburabróðir Gunnars, mættur til að fagna sínum manni, glæpasagnahöfundinum Skúla Sigurðssyni sem hlaut tilefningu til Blóðdropans við þetta sama tækifæri.
Íslensku bókmenntaverðlaunin Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira