Messi skoraði í naumum argentínskum sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2022 20:50 Lionel Messi kom Argentínu á bragðið gegn Ástralíu. getty/Francois Nel Lionel Messi lék sinn þúsundasta leik á ferlinum og skoraði þegar Argentína sigraði Ástralíu, 2-1, í sextán liða úrslitum á HM í Katar í kvöld. Argentínumenn mæta Hollendingum í átta liða úrslitum á föstudaginn. Það eina markverða sem gerðist í fyrri hálfleik var þegar Messi kom Argentínu yfir á 35. mínútu með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Þetta var hans níunda mark á HM og það fyrsta í útsláttarkeppni. Á 57. mínútu jók Julián Álvarez muninn í 2-0 þegar hann stal boltanum af Mathew Ryan, markverði Ástralíu, og skoraði í tómt markið. Ástralir gáfust ekki upp og á 77. mínútu minnkuðu þeir muninn. Craig Goodwin átti þá skot sem fór af Enzo Fernández og framhjá Emiliano Martínez í marki Argentínumanna. Þremur mínútum síðar átti Aziz Behich frábæran sprett og komst í dauðafæri en Lisandro Martínez bjargaði á síðustu stundu. Messi lagði upp þrjú dauðafæri fyrir Lautaro Martínez skömmu fyrir leikslok en Inter-maðurinn nýtti þau ekki. Sem betur fer fyrir Martínez kom það ekki að sök því Ástralíu tókst ekki að jafna. Hinn átján ára Garang Kuol komst næst því þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en Martínez varði frá honum. Lokatölur 2-1, Argentínu í vil og Messi á því enn möguleika á að vinna HM í fyrsta sinn á ferlinum. HM 2022 í Katar
Lionel Messi lék sinn þúsundasta leik á ferlinum og skoraði þegar Argentína sigraði Ástralíu, 2-1, í sextán liða úrslitum á HM í Katar í kvöld. Argentínumenn mæta Hollendingum í átta liða úrslitum á föstudaginn. Það eina markverða sem gerðist í fyrri hálfleik var þegar Messi kom Argentínu yfir á 35. mínútu með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Þetta var hans níunda mark á HM og það fyrsta í útsláttarkeppni. Á 57. mínútu jók Julián Álvarez muninn í 2-0 þegar hann stal boltanum af Mathew Ryan, markverði Ástralíu, og skoraði í tómt markið. Ástralir gáfust ekki upp og á 77. mínútu minnkuðu þeir muninn. Craig Goodwin átti þá skot sem fór af Enzo Fernández og framhjá Emiliano Martínez í marki Argentínumanna. Þremur mínútum síðar átti Aziz Behich frábæran sprett og komst í dauðafæri en Lisandro Martínez bjargaði á síðustu stundu. Messi lagði upp þrjú dauðafæri fyrir Lautaro Martínez skömmu fyrir leikslok en Inter-maðurinn nýtti þau ekki. Sem betur fer fyrir Martínez kom það ekki að sök því Ástralíu tókst ekki að jafna. Hinn átján ára Garang Kuol komst næst því þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en Martínez varði frá honum. Lokatölur 2-1, Argentínu í vil og Messi á því enn möguleika á að vinna HM í fyrsta sinn á ferlinum.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti