Um þrjátíu heilbrigðisstarfsmenn kallaðir á vakt vegna slyssins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2022 10:43 Þeir slösuðu voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Um þrjátíu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða voru kallaðir til vegna slyssins sem varð á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. Töluverð hálka var á veginum í gær og þrjú flutt með flugi til Reykjavíkur. Yfirlögregluþjónn segir þau alvarlega slösuð. „Neyðarlínunni barst tilkynning um að harður árekstur hafi orðið á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Viðbragðsaðilar fara strax á staðinn og hópslysaáætlun virkjuð,“ sagði Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn. Tveir bílar sem komu úr sitt hvorri áttinni rákust á en í þeim voru samtals fimm manns, allir heimamenn. „Þetta er allt fólk sem býr hér á svæðinu. Flestir þeirra eru alvarlega slasaðir. Viðbragðsaðilar bjarga þeim úr bílunum og komu þeim fyrst á Sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem fyrsta aðhlynning fór fram.“ Kallað var eftir tveimur sjúkraflugvélum frá Akureyri sem fluttu þrjá þeirra til Reykjavíkur til frekari meðferðar. Tveir urðu eftir á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Hlynur segist ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins. „En þessi þrjú sem voru flutt suður í gærkvöldi voru alvarlega slösuð, hin minna.“ Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar VestfjarðaAðsend Allir heilbrigðisstarfsmenn kallaðir á vakt Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að allir heilbrigðisstarfsmenn hafi verið kallaðir á vakt vegna slyssins. „Við kölluðum út alla lækna, hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga, lífeindafræðinga og aðra til að koma í hús og taka á móti þeim þegar sjúkrabílarnir komu. Þetta voru örugglega þrjátíu manns. Þetta gekk vel því við höfðum tekið æfingar fyrr í haust,“ segir Gylfi. Hann segist ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins. Þá veitir Landspítalinn ekki upplýsingar um líðan. Oft sér maður þyrlu í svona aðgerðum en í gær voru notaðar flugvélar, hvers vegna? „Flugvél er aðal sjúkraflutningaleiðin í lofti. Þyrla er ekki kölluð út nema aðstæður séu þannig að flugvélar geti ekki komið eða þær ekki nægilega margar.“ Hálka á vegum Snjólaust er á Vestfjörðum en hálka varð seinnipartinn í gær. „Seinnipartinn í gær varð hálka og varð fram á kvöld og er enn í dag. Það gæti hafa átt þátt í þessu en þetta er til rannsóknar og ótímabært að gefa út ástæður slyssins,“ segir Hlynur Í hópslysaáætlun felst að viðbragðsaðilar eru kallaðir til. „Meira og minna frá Þingeyri og til Súðavíkur, Bolungavík. Sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn, slökkviliðsmenn, heilbrigðisstarfsmenn og fólk frá Rauða krossinum.“ Rýnifundur verður haldinn með viðbragðsaðilum klukkan þrjú í dag. „Ég vil færa öllum viðbragðsaðilum þakkir fyrir viðbragðið. Ómetanlegt að eiga svona hóp sem bregst snöggt við og vinnur af miklum metnaði.“ Ísafjarðarbær Almannavarnir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
„Neyðarlínunni barst tilkynning um að harður árekstur hafi orðið á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Viðbragðsaðilar fara strax á staðinn og hópslysaáætlun virkjuð,“ sagði Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn. Tveir bílar sem komu úr sitt hvorri áttinni rákust á en í þeim voru samtals fimm manns, allir heimamenn. „Þetta er allt fólk sem býr hér á svæðinu. Flestir þeirra eru alvarlega slasaðir. Viðbragðsaðilar bjarga þeim úr bílunum og komu þeim fyrst á Sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem fyrsta aðhlynning fór fram.“ Kallað var eftir tveimur sjúkraflugvélum frá Akureyri sem fluttu þrjá þeirra til Reykjavíkur til frekari meðferðar. Tveir urðu eftir á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Hlynur segist ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins. „En þessi þrjú sem voru flutt suður í gærkvöldi voru alvarlega slösuð, hin minna.“ Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar VestfjarðaAðsend Allir heilbrigðisstarfsmenn kallaðir á vakt Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að allir heilbrigðisstarfsmenn hafi verið kallaðir á vakt vegna slyssins. „Við kölluðum út alla lækna, hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga, lífeindafræðinga og aðra til að koma í hús og taka á móti þeim þegar sjúkrabílarnir komu. Þetta voru örugglega þrjátíu manns. Þetta gekk vel því við höfðum tekið æfingar fyrr í haust,“ segir Gylfi. Hann segist ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins. Þá veitir Landspítalinn ekki upplýsingar um líðan. Oft sér maður þyrlu í svona aðgerðum en í gær voru notaðar flugvélar, hvers vegna? „Flugvél er aðal sjúkraflutningaleiðin í lofti. Þyrla er ekki kölluð út nema aðstæður séu þannig að flugvélar geti ekki komið eða þær ekki nægilega margar.“ Hálka á vegum Snjólaust er á Vestfjörðum en hálka varð seinnipartinn í gær. „Seinnipartinn í gær varð hálka og varð fram á kvöld og er enn í dag. Það gæti hafa átt þátt í þessu en þetta er til rannsóknar og ótímabært að gefa út ástæður slyssins,“ segir Hlynur Í hópslysaáætlun felst að viðbragðsaðilar eru kallaðir til. „Meira og minna frá Þingeyri og til Súðavíkur, Bolungavík. Sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn, slökkviliðsmenn, heilbrigðisstarfsmenn og fólk frá Rauða krossinum.“ Rýnifundur verður haldinn með viðbragðsaðilum klukkan þrjú í dag. „Ég vil færa öllum viðbragðsaðilum þakkir fyrir viðbragðið. Ómetanlegt að eiga svona hóp sem bregst snöggt við og vinnur af miklum metnaði.“
Ísafjarðarbær Almannavarnir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira