Líðan skjólstæðinganna batnað með sanngirni á þriðju vaktinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2022 12:24 Hulda Tölgyes sálfræðingur þekkir áskoranir þriðju vaktarinnar vel en skjólstæðingar hennar hafa margir leitað til hennar vegna álagsins sem henni fylgir. Hún segir að það segi okkur heilmikið að um leið og meiri sanngirni sé á þriðju vaktinni bætist líðanin. Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur hefur einnig mikla innsýn inn í málefnið en hann heldur úti hlaðvarpinu Karlmennskan. Vísir/Dúi Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um hina svokölluðu þriðju vakt eftir að skoðanagrein á Vísi fór á mikið flug. Fréttastofa fór á stúfana og spurði hver það væri á heimilinu sem helst stæði þriðju vaktina. Pistillinn, sem er eftir hjónin Huldu Tölgyes og Þorstein V. Einarsson nefnist „huggulegt um jólin“ og fjallar um byrðar þriðju vaktarinnar svokölluðu. Inntak greinarinnar er að sérstaklega þurfi að vera vakandi fyrir sanngjarnri verkskiptingu á þriðju vaktinni í aðdraganda jóla þar sem álagið eykst gífurlega. Hulda og Þorsteinn benda á í grein sinni að skipulag, utanumhald og yfirsýn sé margfalt meira á herðum kvenna, bæði almennt en sérstaklega í parasamböndum. En hverjar eru vaktirnar þrjár? Sú fyrsta er launað starf en í annarri vaktinni felst framkvæmd heimilisverkanna eins og að fara út með ruslið, skutla krökkunum á æfingar og að kaupa í matinn. Í þriðju vaktinni felst síðan hið hugræna álag eins og skipulag, utanumhald, yfirsýn og allt sem muna þarf að framkvæma til að hlutir almennt gangi upp. Margir kvenkyns skjólstæðingar Huldu kvarta undan álagi vegna þriðju vaktarinnar en Hulda starfar sem sálfræðingur. „Ég heyri mjög mikið af þessu að þær eru margar streittar og þreyttar og undir rosalega miklu álagi og oft er um kvíðaröskun eða þunglyndi að ræða en oft sé ég það að þegar við minnkum streituvaldana þá lagast í rauninni heilsan og líðanin og það segir okkur alveg helling“ Hugur Þorsteins opnaðist gagnvart þriðju vaktinni þegar hann var í fæðingarorlofi með eldri dóttur þeirra hjóna. Hann er í dag kynjafræðingur og heldur úti hlaðvarpinu Karlmennskan og hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hann viðurkennir að hafa ekki alltaf verið jafn upplýstur um byrðar þriðju vaktarinnar og hann er í dag. Álag þriðju vaktarinnar hafi látið á sér kræla í orlofinu en þá hafi hann hugsað með sér: „Ef ég ætla að halda lífi í sjálfum mér og dóttur okkar og halda geðheilsunni á sama tíma þá er ég ekki að fara að sinna heimilinu og vera með allt á tæru, ég er bara að fara að sinna barninu okkar. Þarna fattaði ég eitthvað og þá urðu hlustunarskilyrðin til staðar hjá mér, sem er náttúrulega fáránlega ósanngjarnt að þurfa næstum því að upplifa þetta sjálfur til þess að geta hlustað.“ Þorsteinn bendir á að hann hafi einfaldlega ekki haft forsendurnar til að skilja þriðju vaktina á sínum tíma og hafi þurft að ráðast í mikla tilfinningavinnu til að skilja hvers vegna hann hans fyrstu viðbrögð hafi verið að fara í vörn þegar konan hans nálgaðist hann í von um sanngjarnari verkskiptingu á þriðju vaktinni. „Samtal, vinátta og jafnrétti.“ Einn af viðmælendum fréttastofu segir að sanngirni, vinátta og jafnrétti sé lykillinn að sanngjarnari verkskiptingu á þriðju vaktinni.Vísir/Dúi En veit fólk almennt hvað þriðja vaktin er? Og hver stendur hana oftast? Fréttastofan fór á stúfana og tók gesti Kringlunnar tali. Flestir sem fréttastofa ræddi við sögðu að eiginkonan stæði helst þriðju vaktina en einn viðmælandi fréttastofu, Ásthildur Snorradóttir, sagði að hún og eiginmaður hennar væru bæði jafn virk á þriðju vaktinni. Innt eftir því hver lykillinn væri að jafnri skiptingu sagði Ásthildur: „Samtal, vinátta og jafnrétti.“ Jafnréttismál Fjölskyldumál Ástin og lífið Tengdar fréttir Ekki vænlegt að segja konum að „slaka bara á“ Hulda Tölgyes, sálfræðingur segir að hin svonefnda þriðja vakt sé streituvaldandi og að of mikil streita til lengri tíma sé afar skaðleg heilsunni. Þyngstu byrðar þriðju vaktarinnar séu vanalega í aðdraganda jóla. Pistill sem Hulda og Þorsteinn V. Einarsson, eiginmaður hennar, skrifuðu hefur vakið gífurlega athygli og er mest lesinn á Vísi þriðja daginn í röð. 2. desember 2022 13:54 Huggulegt um jólin? Hver stendur þriðju vaktina í aðdraganda jólanna? Á bakvið hverja huggulega jólahátíð er kona* sem hefur séð til þess að öll fái réttu pakkana, krakkarnir séu í betri fötunum, matarborðið sé hátíðlegt, kertin endurnýjuð og að allir litlu hlutirnir séu til staðar sem gera jólin að einhverju öðru en hversdagslegu matarboði, án þess að nokkur hafi endilega haft orð á því. 30. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Pistillinn, sem er eftir hjónin Huldu Tölgyes og Þorstein V. Einarsson nefnist „huggulegt um jólin“ og fjallar um byrðar þriðju vaktarinnar svokölluðu. Inntak greinarinnar er að sérstaklega þurfi að vera vakandi fyrir sanngjarnri verkskiptingu á þriðju vaktinni í aðdraganda jóla þar sem álagið eykst gífurlega. Hulda og Þorsteinn benda á í grein sinni að skipulag, utanumhald og yfirsýn sé margfalt meira á herðum kvenna, bæði almennt en sérstaklega í parasamböndum. En hverjar eru vaktirnar þrjár? Sú fyrsta er launað starf en í annarri vaktinni felst framkvæmd heimilisverkanna eins og að fara út með ruslið, skutla krökkunum á æfingar og að kaupa í matinn. Í þriðju vaktinni felst síðan hið hugræna álag eins og skipulag, utanumhald, yfirsýn og allt sem muna þarf að framkvæma til að hlutir almennt gangi upp. Margir kvenkyns skjólstæðingar Huldu kvarta undan álagi vegna þriðju vaktarinnar en Hulda starfar sem sálfræðingur. „Ég heyri mjög mikið af þessu að þær eru margar streittar og þreyttar og undir rosalega miklu álagi og oft er um kvíðaröskun eða þunglyndi að ræða en oft sé ég það að þegar við minnkum streituvaldana þá lagast í rauninni heilsan og líðanin og það segir okkur alveg helling“ Hugur Þorsteins opnaðist gagnvart þriðju vaktinni þegar hann var í fæðingarorlofi með eldri dóttur þeirra hjóna. Hann er í dag kynjafræðingur og heldur úti hlaðvarpinu Karlmennskan og hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hann viðurkennir að hafa ekki alltaf verið jafn upplýstur um byrðar þriðju vaktarinnar og hann er í dag. Álag þriðju vaktarinnar hafi látið á sér kræla í orlofinu en þá hafi hann hugsað með sér: „Ef ég ætla að halda lífi í sjálfum mér og dóttur okkar og halda geðheilsunni á sama tíma þá er ég ekki að fara að sinna heimilinu og vera með allt á tæru, ég er bara að fara að sinna barninu okkar. Þarna fattaði ég eitthvað og þá urðu hlustunarskilyrðin til staðar hjá mér, sem er náttúrulega fáránlega ósanngjarnt að þurfa næstum því að upplifa þetta sjálfur til þess að geta hlustað.“ Þorsteinn bendir á að hann hafi einfaldlega ekki haft forsendurnar til að skilja þriðju vaktina á sínum tíma og hafi þurft að ráðast í mikla tilfinningavinnu til að skilja hvers vegna hann hans fyrstu viðbrögð hafi verið að fara í vörn þegar konan hans nálgaðist hann í von um sanngjarnari verkskiptingu á þriðju vaktinni. „Samtal, vinátta og jafnrétti.“ Einn af viðmælendum fréttastofu segir að sanngirni, vinátta og jafnrétti sé lykillinn að sanngjarnari verkskiptingu á þriðju vaktinni.Vísir/Dúi En veit fólk almennt hvað þriðja vaktin er? Og hver stendur hana oftast? Fréttastofan fór á stúfana og tók gesti Kringlunnar tali. Flestir sem fréttastofa ræddi við sögðu að eiginkonan stæði helst þriðju vaktina en einn viðmælandi fréttastofu, Ásthildur Snorradóttir, sagði að hún og eiginmaður hennar væru bæði jafn virk á þriðju vaktinni. Innt eftir því hver lykillinn væri að jafnri skiptingu sagði Ásthildur: „Samtal, vinátta og jafnrétti.“
Jafnréttismál Fjölskyldumál Ástin og lífið Tengdar fréttir Ekki vænlegt að segja konum að „slaka bara á“ Hulda Tölgyes, sálfræðingur segir að hin svonefnda þriðja vakt sé streituvaldandi og að of mikil streita til lengri tíma sé afar skaðleg heilsunni. Þyngstu byrðar þriðju vaktarinnar séu vanalega í aðdraganda jóla. Pistill sem Hulda og Þorsteinn V. Einarsson, eiginmaður hennar, skrifuðu hefur vakið gífurlega athygli og er mest lesinn á Vísi þriðja daginn í röð. 2. desember 2022 13:54 Huggulegt um jólin? Hver stendur þriðju vaktina í aðdraganda jólanna? Á bakvið hverja huggulega jólahátíð er kona* sem hefur séð til þess að öll fái réttu pakkana, krakkarnir séu í betri fötunum, matarborðið sé hátíðlegt, kertin endurnýjuð og að allir litlu hlutirnir séu til staðar sem gera jólin að einhverju öðru en hversdagslegu matarboði, án þess að nokkur hafi endilega haft orð á því. 30. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ekki vænlegt að segja konum að „slaka bara á“ Hulda Tölgyes, sálfræðingur segir að hin svonefnda þriðja vakt sé streituvaldandi og að of mikil streita til lengri tíma sé afar skaðleg heilsunni. Þyngstu byrðar þriðju vaktarinnar séu vanalega í aðdraganda jóla. Pistill sem Hulda og Þorsteinn V. Einarsson, eiginmaður hennar, skrifuðu hefur vakið gífurlega athygli og er mest lesinn á Vísi þriðja daginn í röð. 2. desember 2022 13:54
Huggulegt um jólin? Hver stendur þriðju vaktina í aðdraganda jólanna? Á bakvið hverja huggulega jólahátíð er kona* sem hefur séð til þess að öll fái réttu pakkana, krakkarnir séu í betri fötunum, matarborðið sé hátíðlegt, kertin endurnýjuð og að allir litlu hlutirnir séu til staðar sem gera jólin að einhverju öðru en hversdagslegu matarboði, án þess að nokkur hafi endilega haft orð á því. 30. nóvember 2022 12:31