„Morgunljóst í mínum huga að það er ekki hægt að ætlast til þess að launafólk axli eitt ábyrgð í íslensku samfélagi“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. desember 2022 17:43 Vilhjálmur Birgisson segist mjög stoltur af þeim kjarasamningi sem var undirritaður í dag. Vísir/ Steingrímur Dúi Vilhjálmur Birgisson segir samningaviðræðurnar hafa verið langar og strangar en hann sé afar stoltur af þeirri niðurstöðu sem komin er í málið. Hann segir samninginn miða að því að hjálpa þeim sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Í ræðu sinni í Karphúsinu, sagði Vilhjálmur, rétt eftir að samningar voru undirritaður að þetta hafi verið þungt og erfitt erli sem tekið hafi á en þau innan Starfsgreinasambandins hafi tekið samningaviðræðurnar mjög alvarlega. "Og ástæðan er einföld; hún lítur að því að okkar félagsmenn þurfa bráðnauðsynlega að fá sínar launahækkanir hratt og vel til að mæta þeim kostnaðarhækkunum sem á þeim hafa dunið. Við öxluðum þessa ábyrgð." Vilhjálmur segir að á sínum tuttugu ára ferli sem forystumaður í stéttarfélagi hafi oft mikið gengið á. Hann segist stoltur af því að þetta sé í fyrsta sinn sem tekst að láta kjarasamning taka við af eldri kjarasamning. Í því séu fólgin umtalsverð verðmæti fyrir þeirra félagsmenn. „Ég vill líka biðla til atvinnurekanda að fara með okkur í þá vegferð sem framundan er, vinna bug á verðbólgunni, lækka kostnað launafólks. Við getum ekki gert þetta ein, þetta er samstillt átak til að auka ráðstafanatekjur okkar félagsmanna. Það verða allir að axla ábyrgð í því," sagði Vilhjálmur í ræðunni. Launafólk geti ekki borið ábyrgðina eitt Hann segist ekki hægt að axlast til þess að launafólk beri þessa ábyrgð eitt. „Því ítreka ég beiðni mína til ykkar sem stjórnið fyrirtækjum, að þið sýnið ábyrgð í verki, haldið aftur af verðlaghækkunum svo það verði meira eftir en minna fyrir okkar fólk. Við höfuð axlað okkar ábyrgð og ég er gríðarlega stoltur af þeim samningi sem við skrifðum undir hér. Þetta er samningur sem miðar að því að hjálpa þeim sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Fólkið á taxtalaununum, þetta er fólkið sem ekki getur beðið. Við höfum axlað þessa ábyrgð og munum kynna hana rækilega fyrir okkar félagsmönum. Ég er ekki í neinum vafa um að við séum að gera góðan samning. Þetta er skammtímasamningur, því verður sest aftur inn í þetta hús eftir örfáa mánuði, og ástæðan fyrir því að við gerum þetta er að við trúum á verkefnið. Og við trúum því að okkar félagsmenn fái launahækkanir fljótt og vel," sagði Vilhjálmur. Það var léttari yfir fólki eftir undirritun kjarasamnings fyrr í dag.Vísir/ Steingrímur Dúi Hækkunin nemur allt að 52 þúsund krónum Vilhjálmur hélt því næst rakleiðis í viðtal til Elísabetar Ingu. Þar sagði hann kjarasamninginn skila launafólki hækkun á kauptöxtum að allt að því sem nemur 52 þúsund krónum. „Við erum að lagfæra hér launatöfluna, við erum að hækka kauptaxtann um 35 þúsund krónur, og erum að færa svokallaðan hagvaxtarauka sem átti að koma til framkvæmda 1.maí til 1.nóvember sem skilar fólki 78 þúsund króna ávinningi, við erum að hækka hér bónus í fiskvinnslu, sem mun geta skilað fiskvinnslu frá sex-upp í 20-30 þúsund króna umframlaunahækkun, þannig að hér er um virkilega góðan kjarasamning fyrir lágtekjufólk að ræða. Við verðum að muna það að þetta er fólk sem hefur þurft að taka á sig miklar kostnaðarhækkanir að undanförnu og við tókum þetta verkefni mjög alvarlega, að ganga frá samningi hratt og vel með það að markmiði að koma þessum fjármunum út og það helst fyrir jól." Hvenær mun þitt fólk finna fyrir þessum launahækkunum? Ef að kjarasamningurinn verður samþykktur þá erum við að reyna að fá atvinnurekendur til að greiða afturvirkt frá 1.nóvember helst út fyrir jól. En í síðasta lagi myndi það koma í næstu launaútkeyrslu sem yrði þá á milli jóla og nýárs. Ef þú talar alveg á mannamáli og sleppir öllum talnavísum, hvernig mun þitt fólk raunverulega finna fyrir þessum kjarasamningum? Þetta er 52 þúsund króna hækkun á taxtanum, eða allt að því, meðaltalshækkun er 43 þúsund krónur. Vissulega hefur fólk þurft að þola miklar hækkanir, en ég vil taka það skýrt fram að þetta er bara rétt rúmlega eins ár samningur, þannig að við verðum komin aftur í þetta hús innan örfára mánaða. Okkar fólk getur ekki beðið. Ekki í einn mánuð, tvo, þrjá eða fjóra mánuði. Það var þannig okkar skylda að ganga frá kjarasamningum hratt og vel, þannig að fólk gæti brugðist við þessum miklu hækkunum. Það er morgunljóst í mínum huga að það er ekki hægt að ætlast til þess að launafólk axli eitt ábyrgð í íslensku samfélagi. Þar verða fyrirtækin að koma með okkur í þá vegferð, og ég held að ég hafi alveg sent skýr skilaboð á forsvarsmenn fyrirtækja að þeir verða að halda aftur af verðlagshækkunum til að þetta gangi upp." Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Í ræðu sinni í Karphúsinu, sagði Vilhjálmur, rétt eftir að samningar voru undirritaður að þetta hafi verið þungt og erfitt erli sem tekið hafi á en þau innan Starfsgreinasambandins hafi tekið samningaviðræðurnar mjög alvarlega. "Og ástæðan er einföld; hún lítur að því að okkar félagsmenn þurfa bráðnauðsynlega að fá sínar launahækkanir hratt og vel til að mæta þeim kostnaðarhækkunum sem á þeim hafa dunið. Við öxluðum þessa ábyrgð." Vilhjálmur segir að á sínum tuttugu ára ferli sem forystumaður í stéttarfélagi hafi oft mikið gengið á. Hann segist stoltur af því að þetta sé í fyrsta sinn sem tekst að láta kjarasamning taka við af eldri kjarasamning. Í því séu fólgin umtalsverð verðmæti fyrir þeirra félagsmenn. „Ég vill líka biðla til atvinnurekanda að fara með okkur í þá vegferð sem framundan er, vinna bug á verðbólgunni, lækka kostnað launafólks. Við getum ekki gert þetta ein, þetta er samstillt átak til að auka ráðstafanatekjur okkar félagsmanna. Það verða allir að axla ábyrgð í því," sagði Vilhjálmur í ræðunni. Launafólk geti ekki borið ábyrgðina eitt Hann segist ekki hægt að axlast til þess að launafólk beri þessa ábyrgð eitt. „Því ítreka ég beiðni mína til ykkar sem stjórnið fyrirtækjum, að þið sýnið ábyrgð í verki, haldið aftur af verðlaghækkunum svo það verði meira eftir en minna fyrir okkar fólk. Við höfuð axlað okkar ábyrgð og ég er gríðarlega stoltur af þeim samningi sem við skrifðum undir hér. Þetta er samningur sem miðar að því að hjálpa þeim sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Fólkið á taxtalaununum, þetta er fólkið sem ekki getur beðið. Við höfum axlað þessa ábyrgð og munum kynna hana rækilega fyrir okkar félagsmönum. Ég er ekki í neinum vafa um að við séum að gera góðan samning. Þetta er skammtímasamningur, því verður sest aftur inn í þetta hús eftir örfáa mánuði, og ástæðan fyrir því að við gerum þetta er að við trúum á verkefnið. Og við trúum því að okkar félagsmenn fái launahækkanir fljótt og vel," sagði Vilhjálmur. Það var léttari yfir fólki eftir undirritun kjarasamnings fyrr í dag.Vísir/ Steingrímur Dúi Hækkunin nemur allt að 52 þúsund krónum Vilhjálmur hélt því næst rakleiðis í viðtal til Elísabetar Ingu. Þar sagði hann kjarasamninginn skila launafólki hækkun á kauptöxtum að allt að því sem nemur 52 þúsund krónum. „Við erum að lagfæra hér launatöfluna, við erum að hækka kauptaxtann um 35 þúsund krónur, og erum að færa svokallaðan hagvaxtarauka sem átti að koma til framkvæmda 1.maí til 1.nóvember sem skilar fólki 78 þúsund króna ávinningi, við erum að hækka hér bónus í fiskvinnslu, sem mun geta skilað fiskvinnslu frá sex-upp í 20-30 þúsund króna umframlaunahækkun, þannig að hér er um virkilega góðan kjarasamning fyrir lágtekjufólk að ræða. Við verðum að muna það að þetta er fólk sem hefur þurft að taka á sig miklar kostnaðarhækkanir að undanförnu og við tókum þetta verkefni mjög alvarlega, að ganga frá samningi hratt og vel með það að markmiði að koma þessum fjármunum út og það helst fyrir jól." Hvenær mun þitt fólk finna fyrir þessum launahækkunum? Ef að kjarasamningurinn verður samþykktur þá erum við að reyna að fá atvinnurekendur til að greiða afturvirkt frá 1.nóvember helst út fyrir jól. En í síðasta lagi myndi það koma í næstu launaútkeyrslu sem yrði þá á milli jóla og nýárs. Ef þú talar alveg á mannamáli og sleppir öllum talnavísum, hvernig mun þitt fólk raunverulega finna fyrir þessum kjarasamningum? Þetta er 52 þúsund króna hækkun á taxtanum, eða allt að því, meðaltalshækkun er 43 þúsund krónur. Vissulega hefur fólk þurft að þola miklar hækkanir, en ég vil taka það skýrt fram að þetta er bara rétt rúmlega eins ár samningur, þannig að við verðum komin aftur í þetta hús innan örfára mánaða. Okkar fólk getur ekki beðið. Ekki í einn mánuð, tvo, þrjá eða fjóra mánuði. Það var þannig okkar skylda að ganga frá kjarasamningum hratt og vel, þannig að fólk gæti brugðist við þessum miklu hækkunum. Það er morgunljóst í mínum huga að það er ekki hægt að ætlast til þess að launafólk axli eitt ábyrgð í íslensku samfélagi. Þar verða fyrirtækin að koma með okkur í þá vegferð, og ég held að ég hafi alveg sent skýr skilaboð á forsvarsmenn fyrirtækja að þeir verða að halda aftur af verðlagshækkunum til að þetta gangi upp."
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira