„Morgunljóst í mínum huga að það er ekki hægt að ætlast til þess að launafólk axli eitt ábyrgð í íslensku samfélagi“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. desember 2022 17:43 Vilhjálmur Birgisson segist mjög stoltur af þeim kjarasamningi sem var undirritaður í dag. Vísir/ Steingrímur Dúi Vilhjálmur Birgisson segir samningaviðræðurnar hafa verið langar og strangar en hann sé afar stoltur af þeirri niðurstöðu sem komin er í málið. Hann segir samninginn miða að því að hjálpa þeim sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Í ræðu sinni í Karphúsinu, sagði Vilhjálmur, rétt eftir að samningar voru undirritaður að þetta hafi verið þungt og erfitt erli sem tekið hafi á en þau innan Starfsgreinasambandins hafi tekið samningaviðræðurnar mjög alvarlega. "Og ástæðan er einföld; hún lítur að því að okkar félagsmenn þurfa bráðnauðsynlega að fá sínar launahækkanir hratt og vel til að mæta þeim kostnaðarhækkunum sem á þeim hafa dunið. Við öxluðum þessa ábyrgð." Vilhjálmur segir að á sínum tuttugu ára ferli sem forystumaður í stéttarfélagi hafi oft mikið gengið á. Hann segist stoltur af því að þetta sé í fyrsta sinn sem tekst að láta kjarasamning taka við af eldri kjarasamning. Í því séu fólgin umtalsverð verðmæti fyrir þeirra félagsmenn. „Ég vill líka biðla til atvinnurekanda að fara með okkur í þá vegferð sem framundan er, vinna bug á verðbólgunni, lækka kostnað launafólks. Við getum ekki gert þetta ein, þetta er samstillt átak til að auka ráðstafanatekjur okkar félagsmanna. Það verða allir að axla ábyrgð í því," sagði Vilhjálmur í ræðunni. Launafólk geti ekki borið ábyrgðina eitt Hann segist ekki hægt að axlast til þess að launafólk beri þessa ábyrgð eitt. „Því ítreka ég beiðni mína til ykkar sem stjórnið fyrirtækjum, að þið sýnið ábyrgð í verki, haldið aftur af verðlaghækkunum svo það verði meira eftir en minna fyrir okkar fólk. Við höfuð axlað okkar ábyrgð og ég er gríðarlega stoltur af þeim samningi sem við skrifðum undir hér. Þetta er samningur sem miðar að því að hjálpa þeim sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Fólkið á taxtalaununum, þetta er fólkið sem ekki getur beðið. Við höfum axlað þessa ábyrgð og munum kynna hana rækilega fyrir okkar félagsmönum. Ég er ekki í neinum vafa um að við séum að gera góðan samning. Þetta er skammtímasamningur, því verður sest aftur inn í þetta hús eftir örfáa mánuði, og ástæðan fyrir því að við gerum þetta er að við trúum á verkefnið. Og við trúum því að okkar félagsmenn fái launahækkanir fljótt og vel," sagði Vilhjálmur. Það var léttari yfir fólki eftir undirritun kjarasamnings fyrr í dag.Vísir/ Steingrímur Dúi Hækkunin nemur allt að 52 þúsund krónum Vilhjálmur hélt því næst rakleiðis í viðtal til Elísabetar Ingu. Þar sagði hann kjarasamninginn skila launafólki hækkun á kauptöxtum að allt að því sem nemur 52 þúsund krónum. „Við erum að lagfæra hér launatöfluna, við erum að hækka kauptaxtann um 35 þúsund krónur, og erum að færa svokallaðan hagvaxtarauka sem átti að koma til framkvæmda 1.maí til 1.nóvember sem skilar fólki 78 þúsund króna ávinningi, við erum að hækka hér bónus í fiskvinnslu, sem mun geta skilað fiskvinnslu frá sex-upp í 20-30 þúsund króna umframlaunahækkun, þannig að hér er um virkilega góðan kjarasamning fyrir lágtekjufólk að ræða. Við verðum að muna það að þetta er fólk sem hefur þurft að taka á sig miklar kostnaðarhækkanir að undanförnu og við tókum þetta verkefni mjög alvarlega, að ganga frá samningi hratt og vel með það að markmiði að koma þessum fjármunum út og það helst fyrir jól." Hvenær mun þitt fólk finna fyrir þessum launahækkunum? Ef að kjarasamningurinn verður samþykktur þá erum við að reyna að fá atvinnurekendur til að greiða afturvirkt frá 1.nóvember helst út fyrir jól. En í síðasta lagi myndi það koma í næstu launaútkeyrslu sem yrði þá á milli jóla og nýárs. Ef þú talar alveg á mannamáli og sleppir öllum talnavísum, hvernig mun þitt fólk raunverulega finna fyrir þessum kjarasamningum? Þetta er 52 þúsund króna hækkun á taxtanum, eða allt að því, meðaltalshækkun er 43 þúsund krónur. Vissulega hefur fólk þurft að þola miklar hækkanir, en ég vil taka það skýrt fram að þetta er bara rétt rúmlega eins ár samningur, þannig að við verðum komin aftur í þetta hús innan örfára mánaða. Okkar fólk getur ekki beðið. Ekki í einn mánuð, tvo, þrjá eða fjóra mánuði. Það var þannig okkar skylda að ganga frá kjarasamningum hratt og vel, þannig að fólk gæti brugðist við þessum miklu hækkunum. Það er morgunljóst í mínum huga að það er ekki hægt að ætlast til þess að launafólk axli eitt ábyrgð í íslensku samfélagi. Þar verða fyrirtækin að koma með okkur í þá vegferð, og ég held að ég hafi alveg sent skýr skilaboð á forsvarsmenn fyrirtækja að þeir verða að halda aftur af verðlagshækkunum til að þetta gangi upp." Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Í ræðu sinni í Karphúsinu, sagði Vilhjálmur, rétt eftir að samningar voru undirritaður að þetta hafi verið þungt og erfitt erli sem tekið hafi á en þau innan Starfsgreinasambandins hafi tekið samningaviðræðurnar mjög alvarlega. "Og ástæðan er einföld; hún lítur að því að okkar félagsmenn þurfa bráðnauðsynlega að fá sínar launahækkanir hratt og vel til að mæta þeim kostnaðarhækkunum sem á þeim hafa dunið. Við öxluðum þessa ábyrgð." Vilhjálmur segir að á sínum tuttugu ára ferli sem forystumaður í stéttarfélagi hafi oft mikið gengið á. Hann segist stoltur af því að þetta sé í fyrsta sinn sem tekst að láta kjarasamning taka við af eldri kjarasamning. Í því séu fólgin umtalsverð verðmæti fyrir þeirra félagsmenn. „Ég vill líka biðla til atvinnurekanda að fara með okkur í þá vegferð sem framundan er, vinna bug á verðbólgunni, lækka kostnað launafólks. Við getum ekki gert þetta ein, þetta er samstillt átak til að auka ráðstafanatekjur okkar félagsmanna. Það verða allir að axla ábyrgð í því," sagði Vilhjálmur í ræðunni. Launafólk geti ekki borið ábyrgðina eitt Hann segist ekki hægt að axlast til þess að launafólk beri þessa ábyrgð eitt. „Því ítreka ég beiðni mína til ykkar sem stjórnið fyrirtækjum, að þið sýnið ábyrgð í verki, haldið aftur af verðlaghækkunum svo það verði meira eftir en minna fyrir okkar fólk. Við höfuð axlað okkar ábyrgð og ég er gríðarlega stoltur af þeim samningi sem við skrifðum undir hér. Þetta er samningur sem miðar að því að hjálpa þeim sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Fólkið á taxtalaununum, þetta er fólkið sem ekki getur beðið. Við höfum axlað þessa ábyrgð og munum kynna hana rækilega fyrir okkar félagsmönum. Ég er ekki í neinum vafa um að við séum að gera góðan samning. Þetta er skammtímasamningur, því verður sest aftur inn í þetta hús eftir örfáa mánuði, og ástæðan fyrir því að við gerum þetta er að við trúum á verkefnið. Og við trúum því að okkar félagsmenn fái launahækkanir fljótt og vel," sagði Vilhjálmur. Það var léttari yfir fólki eftir undirritun kjarasamnings fyrr í dag.Vísir/ Steingrímur Dúi Hækkunin nemur allt að 52 þúsund krónum Vilhjálmur hélt því næst rakleiðis í viðtal til Elísabetar Ingu. Þar sagði hann kjarasamninginn skila launafólki hækkun á kauptöxtum að allt að því sem nemur 52 þúsund krónum. „Við erum að lagfæra hér launatöfluna, við erum að hækka kauptaxtann um 35 þúsund krónur, og erum að færa svokallaðan hagvaxtarauka sem átti að koma til framkvæmda 1.maí til 1.nóvember sem skilar fólki 78 þúsund króna ávinningi, við erum að hækka hér bónus í fiskvinnslu, sem mun geta skilað fiskvinnslu frá sex-upp í 20-30 þúsund króna umframlaunahækkun, þannig að hér er um virkilega góðan kjarasamning fyrir lágtekjufólk að ræða. Við verðum að muna það að þetta er fólk sem hefur þurft að taka á sig miklar kostnaðarhækkanir að undanförnu og við tókum þetta verkefni mjög alvarlega, að ganga frá samningi hratt og vel með það að markmiði að koma þessum fjármunum út og það helst fyrir jól." Hvenær mun þitt fólk finna fyrir þessum launahækkunum? Ef að kjarasamningurinn verður samþykktur þá erum við að reyna að fá atvinnurekendur til að greiða afturvirkt frá 1.nóvember helst út fyrir jól. En í síðasta lagi myndi það koma í næstu launaútkeyrslu sem yrði þá á milli jóla og nýárs. Ef þú talar alveg á mannamáli og sleppir öllum talnavísum, hvernig mun þitt fólk raunverulega finna fyrir þessum kjarasamningum? Þetta er 52 þúsund króna hækkun á taxtanum, eða allt að því, meðaltalshækkun er 43 þúsund krónur. Vissulega hefur fólk þurft að þola miklar hækkanir, en ég vil taka það skýrt fram að þetta er bara rétt rúmlega eins ár samningur, þannig að við verðum komin aftur í þetta hús innan örfára mánaða. Okkar fólk getur ekki beðið. Ekki í einn mánuð, tvo, þrjá eða fjóra mánuði. Það var þannig okkar skylda að ganga frá kjarasamningum hratt og vel, þannig að fólk gæti brugðist við þessum miklu hækkunum. Það er morgunljóst í mínum huga að það er ekki hægt að ætlast til þess að launafólk axli eitt ábyrgð í íslensku samfélagi. Þar verða fyrirtækin að koma með okkur í þá vegferð, og ég held að ég hafi alveg sent skýr skilaboð á forsvarsmenn fyrirtækja að þeir verða að halda aftur af verðlagshækkunum til að þetta gangi upp."
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira