Eldgosið ógnar sögulegri loftslagsmæliröð Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2022 13:41 Maður fylgist með hrauni renna frá Mauna Loa-eldfjallinu á Stóru eyju Havaí. AP/Gregory Bull Athuganastöð sem mælir styrk koltvísýrings á Mauna Loa á Havaí hefur verið stopp frá því að eldgos hófst í fjallinu fyrir rúmri viku. Mæliröðin þar er sú elsta samfellda um vaxandi styrk gróðurhúsalofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar. Rennandi hraun frá þessu stærsta eldfjalli jarðar olli rafmagnleysi í athuganastöðinni á Mauna Loa fyrir rúmri viku. Hún hefur gert nær samfelldar mælingar á styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í meira en sextíu ár. New York Times segir að mælingarnar á Mauna Loa hafi örsjaldan stöðvast á þessum sex áratugum. Þær lögðust af í þrjá mánuði vegna niðurskurðar hjá bandarísku alríkisstjórninni árið 1964 og í rúman mánuð síðast þegar gaus í fjallinu og rafmagni sló út árið 1984. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) er nú sögð íhuga að fljúga varaaflstöð með þyrlu til athuganastöðvarinnar á Mauna Loa. Mælingum á koltvísýringsgildum í lofthjúpnum er þó ekki sérstök hætta búin þó að stöðina á eldfjallinu sé tímabundið úr leik. Sambærilegar mælingar eru gerðar á hundruðum annarra staða á jörðinni. This week, a volcanic eruption at Mauna Loa created a rare interruption in the data that produces this record, the Keeling Curve, considered by many scientists to be the most important evidence that the climate is changing because of human activity.More @https://t.co/6kiSGkAwx4 pic.twitter.com/LZds4ZGEc5— Elena L. Shao (@elenalingshao) December 2, 2022 Sýndi hvernig koltvísýringur safnaðist upp í lofthjúpnum Mælistöðina á Mauna Loa er líklega sú þekktasta í heimi. Charles David Keeling, bandarískur jarðefnafræðingur, hóf athuganirnar árið 1958 en þær sýndu svart á hvítu að styrkur koltvísýrings væri jafnt og þétt að aukast í lofthjúpnum. Grafið sem sýnir þá þróun er nefnt Keeling-ferillinn í höfuðið á honum. Fyrir mælingar Keelings töldu margir vísindamenn að höf og skógar jarðar drykkju í sig það umframmagn koltvísýrings sem menn losuðu með bruna á jarðefnaeldsneyti. Keeling-ferillinn afsannaði þá kenningu afdráttarlaust. Þegar Keeling hóf mælingar sínar á Mauna Loa var styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum um 313 hlutar af milljón (ppm). Rúmum sextíu árum síðar mælist styrkurinn um 421 ppm, aukning um rúmlega þriðjung. Styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti fjórar milljónir ára. Miðað við núverandi losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum stefnir í að meðalhiti jarðar muni hækka um 2,1 til 2,9 gráður á þessari öld borið saman við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Hlýnun hefur í för með sér hættu á ýmis konar loftslagshamförum, þar á meðal ákafari þurrkum og hitabylgjum, öflugri flóðum og auknum veðuröfgum. Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Margir spenntir en aðrir varkárir eftir að Mauna Loa vaknaði Mikið sjónarspil blasir við á Hawaii þar sem hraun streymir úr stærsta virka eldfjalli heims. Gos hófst í Mauna Loa eldfjallinu aðfaranótt mánudags í fyrsta sinn í fjörutíu ár og Íslendingar kannast eflaust vel við appelsínugula bjarmann og bjarta hraunsprunguna í líkingu við það sem þar má nú sjá. 30. nóvember 2022 11:00 Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04 Mesti styrkur koltvísýrings í meira en fjórar milljónir ára Meðalstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar í maí var helmingi hærri en áður en menn byrjuðu að losa gróðurhúsalofttegundir í stórum stíl. Hann hefur ekki verið meiri í meira en fjórar milljónir ára, löngu fyrir tilvist mannkynsins. 8. júní 2021 13:12 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Rennandi hraun frá þessu stærsta eldfjalli jarðar olli rafmagnleysi í athuganastöðinni á Mauna Loa fyrir rúmri viku. Hún hefur gert nær samfelldar mælingar á styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í meira en sextíu ár. New York Times segir að mælingarnar á Mauna Loa hafi örsjaldan stöðvast á þessum sex áratugum. Þær lögðust af í þrjá mánuði vegna niðurskurðar hjá bandarísku alríkisstjórninni árið 1964 og í rúman mánuð síðast þegar gaus í fjallinu og rafmagni sló út árið 1984. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) er nú sögð íhuga að fljúga varaaflstöð með þyrlu til athuganastöðvarinnar á Mauna Loa. Mælingum á koltvísýringsgildum í lofthjúpnum er þó ekki sérstök hætta búin þó að stöðina á eldfjallinu sé tímabundið úr leik. Sambærilegar mælingar eru gerðar á hundruðum annarra staða á jörðinni. This week, a volcanic eruption at Mauna Loa created a rare interruption in the data that produces this record, the Keeling Curve, considered by many scientists to be the most important evidence that the climate is changing because of human activity.More @https://t.co/6kiSGkAwx4 pic.twitter.com/LZds4ZGEc5— Elena L. Shao (@elenalingshao) December 2, 2022 Sýndi hvernig koltvísýringur safnaðist upp í lofthjúpnum Mælistöðina á Mauna Loa er líklega sú þekktasta í heimi. Charles David Keeling, bandarískur jarðefnafræðingur, hóf athuganirnar árið 1958 en þær sýndu svart á hvítu að styrkur koltvísýrings væri jafnt og þétt að aukast í lofthjúpnum. Grafið sem sýnir þá þróun er nefnt Keeling-ferillinn í höfuðið á honum. Fyrir mælingar Keelings töldu margir vísindamenn að höf og skógar jarðar drykkju í sig það umframmagn koltvísýrings sem menn losuðu með bruna á jarðefnaeldsneyti. Keeling-ferillinn afsannaði þá kenningu afdráttarlaust. Þegar Keeling hóf mælingar sínar á Mauna Loa var styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum um 313 hlutar af milljón (ppm). Rúmum sextíu árum síðar mælist styrkurinn um 421 ppm, aukning um rúmlega þriðjung. Styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti fjórar milljónir ára. Miðað við núverandi losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum stefnir í að meðalhiti jarðar muni hækka um 2,1 til 2,9 gráður á þessari öld borið saman við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Hlýnun hefur í för með sér hættu á ýmis konar loftslagshamförum, þar á meðal ákafari þurrkum og hitabylgjum, öflugri flóðum og auknum veðuröfgum.
Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Margir spenntir en aðrir varkárir eftir að Mauna Loa vaknaði Mikið sjónarspil blasir við á Hawaii þar sem hraun streymir úr stærsta virka eldfjalli heims. Gos hófst í Mauna Loa eldfjallinu aðfaranótt mánudags í fyrsta sinn í fjörutíu ár og Íslendingar kannast eflaust vel við appelsínugula bjarmann og bjarta hraunsprunguna í líkingu við það sem þar má nú sjá. 30. nóvember 2022 11:00 Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04 Mesti styrkur koltvísýrings í meira en fjórar milljónir ára Meðalstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar í maí var helmingi hærri en áður en menn byrjuðu að losa gróðurhúsalofttegundir í stórum stíl. Hann hefur ekki verið meiri í meira en fjórar milljónir ára, löngu fyrir tilvist mannkynsins. 8. júní 2021 13:12 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Margir spenntir en aðrir varkárir eftir að Mauna Loa vaknaði Mikið sjónarspil blasir við á Hawaii þar sem hraun streymir úr stærsta virka eldfjalli heims. Gos hófst í Mauna Loa eldfjallinu aðfaranótt mánudags í fyrsta sinn í fjörutíu ár og Íslendingar kannast eflaust vel við appelsínugula bjarmann og bjarta hraunsprunguna í líkingu við það sem þar má nú sjá. 30. nóvember 2022 11:00
Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04
Mesti styrkur koltvísýrings í meira en fjórar milljónir ára Meðalstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar í maí var helmingi hærri en áður en menn byrjuðu að losa gróðurhúsalofttegundir í stórum stíl. Hann hefur ekki verið meiri í meira en fjórar milljónir ára, löngu fyrir tilvist mannkynsins. 8. júní 2021 13:12