Ástralir féllu úr leik á heimsmeistaramótinu í gær þegar þeir töpuðu 2-1 fyrir Ástralíu í 16-liða úrslitum. Lionel Messi og Julian Alvarez komu Argentínu í 2-1 áður en Áströlum tókst að minnka muninn og þeir fengu síðan tvö góð færi til að jafna metin undir lokin en tókst ekki.
Þegar leikmenn voru komnir til búningsherbergja eftir leik var samt engin kergja í herbúðum Ástrala gagnvart Lionel Messi þrátt fyrir að hann hafi gert þeim lífið leitt í leiknum. Leikmenn Ástralíu voru ólmir að fá mynd af sér með Argentínumanninum knáa og biðu í röðum eftir að fá að standa við hlið hans með símann fyrir framan sig.
Stuðningsmenn Ástrala hafa fylgst spenntir með liði sínu í Katar og verið ánægður með frammistöðu þeirra. Það er þó spurning hvort einhverjir þeirra verði ósáttir við þetta útspil leikmannanna og miðað við ummæli fólks á samfélagsmiðlum eru ýmsir sem finnst lítið til þessa uppátækis koma.