Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Það er ótrúlegt að menn ætli að reyna að nota þegar umsamin atriði til að láta nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins líta betur út að sögn formanns Eflingar, sem segir samninginn alls ekki niðurstöðu sem Efling geti sætt sig við. Efling muni beita þeim vopnum sem félagið býr yfir til að knýja fram góða samninga fyrir sitt fólk. Við fjöllum um málið og ræðum við forseta ASÍ í beinni útsendingu.

Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem barnaverndarnefndir sendu á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili.

Á þriðja þúsund manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista þar sem markmiðið er að Bjarga siglingamiðstöðinni Siglunesi í Nauthólsvík, en til stendur að leggja hana niður vegna niðurskurðar hjá Reykjavíkurborg. Starfsmaður Sigluness segir siglingasamfélagið slegið yfir ákvörðuninni.

Þá fjöllum við um stöðuna í Íran, kíkjum á jólastemninguna í miðbæ Reykjavíkur og forvitnumst um appelsínugula fána sem sjá má víða um land.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×