Líkamsstaða skipti sköpum í tugmilljóna bótamáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2022 15:09 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Tryggingafélagið Sjóvá-Almennar og ótilgreindur ökumaður bíls sem rann á annan bíl þurfa að greiða ökumanni þess bíls rúmar 23 milljónir í bætur. Héraðsdómur segir að líkamsstaða ökumannsins þegar bíllinn skall á bíl hans hafi skipt sköpum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm í máli ökumannsins gegn tryggingafélaginu og ökumanni hins bílsins þann 8. nóvember síðastliðinn. Gleymdist að setja bílinn í gír Málið snerist um umferðarslys sem varð í janúar 2017. Þá hafði ökumaður bíls lagt bílnum í bílastæði, nánar tiltekið fyrir aftan bíl ökumannsins sem höfðaði málið. Eftir að bílnum var lagt hlustaði ökumaðurinn á útvarpið í bílnum. Þegar ökumaðurinn ætlaði hins vegar að stíga úr bílnum rann hann af stað, þar sem bíllinn hafði ekki verið settur í gír. Lenti bíllinn á hinum bílnum, þar sem ökumaðurinn sem höfðaði málið sat. Var að teygja sig í innkaupapoka Var ökumaður þess bíls búinn að losa bílbeltið auk þess sem hún var að teygja sig í innkaupapoka sem voru á gólfi við farþegasæti bílsins. Tryggingafélagið Sjóvá.Vísir/Hanna Umræddur ökumaður hafði lent í öðru bílslysi árið 2015 sem hafði áhrif á heilsu hennar. Var hún meðal annars í meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna þess slys er hún lenti í umræddu slysi sem dómsmálið snerist um. Tekist á um orsakatengsl Tekist var á um fyrir dómi hvort að slysið 2017 hafi valdið varanlegu líkamstjóni, það er hvort að orsakatengsl væri á milli slyssins og þeirra einkenna sem hún fyndi fyrir. Ökumaðurinn taldi svo vera en tryggingafélagið taldi að um smávægilegt slys hafi verið að ræða. Þá hafi einkenni sem viðkomandi glímdi við eftir slysið hafi verið til staðar vegna slyssins 2015. Í niðurstöðu héraðsdóms virðist líkamstaða ökumannsins þegar bíllinn rann á bíl ökumannsins hafa skipt sköpum, en ökumaðurinn var sem fyrr segir að beygja sig eftir innkaupapoka þegar slysið varð. Horft til líkamsstöðunnar Þannig segir í dómi héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmanni, að vegna fyrri meiðsla ökumannsins hafi viðkomandi verið viðkvæmari en ella. Því hafi þurfti minna að koma til svo að einkenni hans versnuðu, þar með talið þannig að varanleg áhrif á heilsu yrðu meiri. Slysið varð í janúar 2017.Vísir/Vilhelm Þá taldi dómurinn einnig að rökstuðningur dómkvaddra matsmanna hafi verið í betri samræmi við sjúkrasögu ökumannsins og þau gögn sem lágu fyrir í málinu, en þau rök sem haldið var fram í yfirmati sem aflað var fyrir tryggingafélagið og ökumann hins félagsins. Var örorka ökumannsins metin fimmtán prósent. Ökumaðurinn hafði lengst af unnið á Landspítalanum sem hjúkrunarfræðingur. Krafðist hann þess að fá greiddar 23 milljónir króna í orörkubætur og 2,3 milljóna vegna sjúkrakostnaðar. Tryggingafélagið og ökumaður hins bílsins voru dæmd til að greiða 23 milljónir auk þess sem að tryggingafélagið þarf að greiða 2,3 milljónir vegna sjúkrakostnaðar. Tryggingar Dómsmál Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm í máli ökumannsins gegn tryggingafélaginu og ökumanni hins bílsins þann 8. nóvember síðastliðinn. Gleymdist að setja bílinn í gír Málið snerist um umferðarslys sem varð í janúar 2017. Þá hafði ökumaður bíls lagt bílnum í bílastæði, nánar tiltekið fyrir aftan bíl ökumannsins sem höfðaði málið. Eftir að bílnum var lagt hlustaði ökumaðurinn á útvarpið í bílnum. Þegar ökumaðurinn ætlaði hins vegar að stíga úr bílnum rann hann af stað, þar sem bíllinn hafði ekki verið settur í gír. Lenti bíllinn á hinum bílnum, þar sem ökumaðurinn sem höfðaði málið sat. Var að teygja sig í innkaupapoka Var ökumaður þess bíls búinn að losa bílbeltið auk þess sem hún var að teygja sig í innkaupapoka sem voru á gólfi við farþegasæti bílsins. Tryggingafélagið Sjóvá.Vísir/Hanna Umræddur ökumaður hafði lent í öðru bílslysi árið 2015 sem hafði áhrif á heilsu hennar. Var hún meðal annars í meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna þess slys er hún lenti í umræddu slysi sem dómsmálið snerist um. Tekist á um orsakatengsl Tekist var á um fyrir dómi hvort að slysið 2017 hafi valdið varanlegu líkamstjóni, það er hvort að orsakatengsl væri á milli slyssins og þeirra einkenna sem hún fyndi fyrir. Ökumaðurinn taldi svo vera en tryggingafélagið taldi að um smávægilegt slys hafi verið að ræða. Þá hafi einkenni sem viðkomandi glímdi við eftir slysið hafi verið til staðar vegna slyssins 2015. Í niðurstöðu héraðsdóms virðist líkamstaða ökumannsins þegar bíllinn rann á bíl ökumannsins hafa skipt sköpum, en ökumaðurinn var sem fyrr segir að beygja sig eftir innkaupapoka þegar slysið varð. Horft til líkamsstöðunnar Þannig segir í dómi héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmanni, að vegna fyrri meiðsla ökumannsins hafi viðkomandi verið viðkvæmari en ella. Því hafi þurfti minna að koma til svo að einkenni hans versnuðu, þar með talið þannig að varanleg áhrif á heilsu yrðu meiri. Slysið varð í janúar 2017.Vísir/Vilhelm Þá taldi dómurinn einnig að rökstuðningur dómkvaddra matsmanna hafi verið í betri samræmi við sjúkrasögu ökumannsins og þau gögn sem lágu fyrir í málinu, en þau rök sem haldið var fram í yfirmati sem aflað var fyrir tryggingafélagið og ökumann hins félagsins. Var örorka ökumannsins metin fimmtán prósent. Ökumaðurinn hafði lengst af unnið á Landspítalanum sem hjúkrunarfræðingur. Krafðist hann þess að fá greiddar 23 milljónir króna í orörkubætur og 2,3 milljóna vegna sjúkrakostnaðar. Tryggingafélagið og ökumaður hins bílsins voru dæmd til að greiða 23 milljónir auk þess sem að tryggingafélagið þarf að greiða 2,3 milljónir vegna sjúkrakostnaðar.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira