Líkamsstaða skipti sköpum í tugmilljóna bótamáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2022 15:09 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Tryggingafélagið Sjóvá-Almennar og ótilgreindur ökumaður bíls sem rann á annan bíl þurfa að greiða ökumanni þess bíls rúmar 23 milljónir í bætur. Héraðsdómur segir að líkamsstaða ökumannsins þegar bíllinn skall á bíl hans hafi skipt sköpum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm í máli ökumannsins gegn tryggingafélaginu og ökumanni hins bílsins þann 8. nóvember síðastliðinn. Gleymdist að setja bílinn í gír Málið snerist um umferðarslys sem varð í janúar 2017. Þá hafði ökumaður bíls lagt bílnum í bílastæði, nánar tiltekið fyrir aftan bíl ökumannsins sem höfðaði málið. Eftir að bílnum var lagt hlustaði ökumaðurinn á útvarpið í bílnum. Þegar ökumaðurinn ætlaði hins vegar að stíga úr bílnum rann hann af stað, þar sem bíllinn hafði ekki verið settur í gír. Lenti bíllinn á hinum bílnum, þar sem ökumaðurinn sem höfðaði málið sat. Var að teygja sig í innkaupapoka Var ökumaður þess bíls búinn að losa bílbeltið auk þess sem hún var að teygja sig í innkaupapoka sem voru á gólfi við farþegasæti bílsins. Tryggingafélagið Sjóvá.Vísir/Hanna Umræddur ökumaður hafði lent í öðru bílslysi árið 2015 sem hafði áhrif á heilsu hennar. Var hún meðal annars í meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna þess slys er hún lenti í umræddu slysi sem dómsmálið snerist um. Tekist á um orsakatengsl Tekist var á um fyrir dómi hvort að slysið 2017 hafi valdið varanlegu líkamstjóni, það er hvort að orsakatengsl væri á milli slyssins og þeirra einkenna sem hún fyndi fyrir. Ökumaðurinn taldi svo vera en tryggingafélagið taldi að um smávægilegt slys hafi verið að ræða. Þá hafi einkenni sem viðkomandi glímdi við eftir slysið hafi verið til staðar vegna slyssins 2015. Í niðurstöðu héraðsdóms virðist líkamstaða ökumannsins þegar bíllinn rann á bíl ökumannsins hafa skipt sköpum, en ökumaðurinn var sem fyrr segir að beygja sig eftir innkaupapoka þegar slysið varð. Horft til líkamsstöðunnar Þannig segir í dómi héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmanni, að vegna fyrri meiðsla ökumannsins hafi viðkomandi verið viðkvæmari en ella. Því hafi þurfti minna að koma til svo að einkenni hans versnuðu, þar með talið þannig að varanleg áhrif á heilsu yrðu meiri. Slysið varð í janúar 2017.Vísir/Vilhelm Þá taldi dómurinn einnig að rökstuðningur dómkvaddra matsmanna hafi verið í betri samræmi við sjúkrasögu ökumannsins og þau gögn sem lágu fyrir í málinu, en þau rök sem haldið var fram í yfirmati sem aflað var fyrir tryggingafélagið og ökumann hins félagsins. Var örorka ökumannsins metin fimmtán prósent. Ökumaðurinn hafði lengst af unnið á Landspítalanum sem hjúkrunarfræðingur. Krafðist hann þess að fá greiddar 23 milljónir króna í orörkubætur og 2,3 milljóna vegna sjúkrakostnaðar. Tryggingafélagið og ökumaður hins bílsins voru dæmd til að greiða 23 milljónir auk þess sem að tryggingafélagið þarf að greiða 2,3 milljónir vegna sjúkrakostnaðar. Tryggingar Dómsmál Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm í máli ökumannsins gegn tryggingafélaginu og ökumanni hins bílsins þann 8. nóvember síðastliðinn. Gleymdist að setja bílinn í gír Málið snerist um umferðarslys sem varð í janúar 2017. Þá hafði ökumaður bíls lagt bílnum í bílastæði, nánar tiltekið fyrir aftan bíl ökumannsins sem höfðaði málið. Eftir að bílnum var lagt hlustaði ökumaðurinn á útvarpið í bílnum. Þegar ökumaðurinn ætlaði hins vegar að stíga úr bílnum rann hann af stað, þar sem bíllinn hafði ekki verið settur í gír. Lenti bíllinn á hinum bílnum, þar sem ökumaðurinn sem höfðaði málið sat. Var að teygja sig í innkaupapoka Var ökumaður þess bíls búinn að losa bílbeltið auk þess sem hún var að teygja sig í innkaupapoka sem voru á gólfi við farþegasæti bílsins. Tryggingafélagið Sjóvá.Vísir/Hanna Umræddur ökumaður hafði lent í öðru bílslysi árið 2015 sem hafði áhrif á heilsu hennar. Var hún meðal annars í meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna þess slys er hún lenti í umræddu slysi sem dómsmálið snerist um. Tekist á um orsakatengsl Tekist var á um fyrir dómi hvort að slysið 2017 hafi valdið varanlegu líkamstjóni, það er hvort að orsakatengsl væri á milli slyssins og þeirra einkenna sem hún fyndi fyrir. Ökumaðurinn taldi svo vera en tryggingafélagið taldi að um smávægilegt slys hafi verið að ræða. Þá hafi einkenni sem viðkomandi glímdi við eftir slysið hafi verið til staðar vegna slyssins 2015. Í niðurstöðu héraðsdóms virðist líkamstaða ökumannsins þegar bíllinn rann á bíl ökumannsins hafa skipt sköpum, en ökumaðurinn var sem fyrr segir að beygja sig eftir innkaupapoka þegar slysið varð. Horft til líkamsstöðunnar Þannig segir í dómi héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmanni, að vegna fyrri meiðsla ökumannsins hafi viðkomandi verið viðkvæmari en ella. Því hafi þurfti minna að koma til svo að einkenni hans versnuðu, þar með talið þannig að varanleg áhrif á heilsu yrðu meiri. Slysið varð í janúar 2017.Vísir/Vilhelm Þá taldi dómurinn einnig að rökstuðningur dómkvaddra matsmanna hafi verið í betri samræmi við sjúkrasögu ökumannsins og þau gögn sem lágu fyrir í málinu, en þau rök sem haldið var fram í yfirmati sem aflað var fyrir tryggingafélagið og ökumann hins félagsins. Var örorka ökumannsins metin fimmtán prósent. Ökumaðurinn hafði lengst af unnið á Landspítalanum sem hjúkrunarfræðingur. Krafðist hann þess að fá greiddar 23 milljónir króna í orörkubætur og 2,3 milljóna vegna sjúkrakostnaðar. Tryggingafélagið og ökumaður hins bílsins voru dæmd til að greiða 23 milljónir auk þess sem að tryggingafélagið þarf að greiða 2,3 milljónir vegna sjúkrakostnaðar.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Sjá meira