Líkamsstaða skipti sköpum í tugmilljóna bótamáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2022 15:09 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Tryggingafélagið Sjóvá-Almennar og ótilgreindur ökumaður bíls sem rann á annan bíl þurfa að greiða ökumanni þess bíls rúmar 23 milljónir í bætur. Héraðsdómur segir að líkamsstaða ökumannsins þegar bíllinn skall á bíl hans hafi skipt sköpum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm í máli ökumannsins gegn tryggingafélaginu og ökumanni hins bílsins þann 8. nóvember síðastliðinn. Gleymdist að setja bílinn í gír Málið snerist um umferðarslys sem varð í janúar 2017. Þá hafði ökumaður bíls lagt bílnum í bílastæði, nánar tiltekið fyrir aftan bíl ökumannsins sem höfðaði málið. Eftir að bílnum var lagt hlustaði ökumaðurinn á útvarpið í bílnum. Þegar ökumaðurinn ætlaði hins vegar að stíga úr bílnum rann hann af stað, þar sem bíllinn hafði ekki verið settur í gír. Lenti bíllinn á hinum bílnum, þar sem ökumaðurinn sem höfðaði málið sat. Var að teygja sig í innkaupapoka Var ökumaður þess bíls búinn að losa bílbeltið auk þess sem hún var að teygja sig í innkaupapoka sem voru á gólfi við farþegasæti bílsins. Tryggingafélagið Sjóvá.Vísir/Hanna Umræddur ökumaður hafði lent í öðru bílslysi árið 2015 sem hafði áhrif á heilsu hennar. Var hún meðal annars í meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna þess slys er hún lenti í umræddu slysi sem dómsmálið snerist um. Tekist á um orsakatengsl Tekist var á um fyrir dómi hvort að slysið 2017 hafi valdið varanlegu líkamstjóni, það er hvort að orsakatengsl væri á milli slyssins og þeirra einkenna sem hún fyndi fyrir. Ökumaðurinn taldi svo vera en tryggingafélagið taldi að um smávægilegt slys hafi verið að ræða. Þá hafi einkenni sem viðkomandi glímdi við eftir slysið hafi verið til staðar vegna slyssins 2015. Í niðurstöðu héraðsdóms virðist líkamstaða ökumannsins þegar bíllinn rann á bíl ökumannsins hafa skipt sköpum, en ökumaðurinn var sem fyrr segir að beygja sig eftir innkaupapoka þegar slysið varð. Horft til líkamsstöðunnar Þannig segir í dómi héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmanni, að vegna fyrri meiðsla ökumannsins hafi viðkomandi verið viðkvæmari en ella. Því hafi þurfti minna að koma til svo að einkenni hans versnuðu, þar með talið þannig að varanleg áhrif á heilsu yrðu meiri. Slysið varð í janúar 2017.Vísir/Vilhelm Þá taldi dómurinn einnig að rökstuðningur dómkvaddra matsmanna hafi verið í betri samræmi við sjúkrasögu ökumannsins og þau gögn sem lágu fyrir í málinu, en þau rök sem haldið var fram í yfirmati sem aflað var fyrir tryggingafélagið og ökumann hins félagsins. Var örorka ökumannsins metin fimmtán prósent. Ökumaðurinn hafði lengst af unnið á Landspítalanum sem hjúkrunarfræðingur. Krafðist hann þess að fá greiddar 23 milljónir króna í orörkubætur og 2,3 milljóna vegna sjúkrakostnaðar. Tryggingafélagið og ökumaður hins bílsins voru dæmd til að greiða 23 milljónir auk þess sem að tryggingafélagið þarf að greiða 2,3 milljónir vegna sjúkrakostnaðar. Tryggingar Dómsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm í máli ökumannsins gegn tryggingafélaginu og ökumanni hins bílsins þann 8. nóvember síðastliðinn. Gleymdist að setja bílinn í gír Málið snerist um umferðarslys sem varð í janúar 2017. Þá hafði ökumaður bíls lagt bílnum í bílastæði, nánar tiltekið fyrir aftan bíl ökumannsins sem höfðaði málið. Eftir að bílnum var lagt hlustaði ökumaðurinn á útvarpið í bílnum. Þegar ökumaðurinn ætlaði hins vegar að stíga úr bílnum rann hann af stað, þar sem bíllinn hafði ekki verið settur í gír. Lenti bíllinn á hinum bílnum, þar sem ökumaðurinn sem höfðaði málið sat. Var að teygja sig í innkaupapoka Var ökumaður þess bíls búinn að losa bílbeltið auk þess sem hún var að teygja sig í innkaupapoka sem voru á gólfi við farþegasæti bílsins. Tryggingafélagið Sjóvá.Vísir/Hanna Umræddur ökumaður hafði lent í öðru bílslysi árið 2015 sem hafði áhrif á heilsu hennar. Var hún meðal annars í meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna þess slys er hún lenti í umræddu slysi sem dómsmálið snerist um. Tekist á um orsakatengsl Tekist var á um fyrir dómi hvort að slysið 2017 hafi valdið varanlegu líkamstjóni, það er hvort að orsakatengsl væri á milli slyssins og þeirra einkenna sem hún fyndi fyrir. Ökumaðurinn taldi svo vera en tryggingafélagið taldi að um smávægilegt slys hafi verið að ræða. Þá hafi einkenni sem viðkomandi glímdi við eftir slysið hafi verið til staðar vegna slyssins 2015. Í niðurstöðu héraðsdóms virðist líkamstaða ökumannsins þegar bíllinn rann á bíl ökumannsins hafa skipt sköpum, en ökumaðurinn var sem fyrr segir að beygja sig eftir innkaupapoka þegar slysið varð. Horft til líkamsstöðunnar Þannig segir í dómi héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmanni, að vegna fyrri meiðsla ökumannsins hafi viðkomandi verið viðkvæmari en ella. Því hafi þurfti minna að koma til svo að einkenni hans versnuðu, þar með talið þannig að varanleg áhrif á heilsu yrðu meiri. Slysið varð í janúar 2017.Vísir/Vilhelm Þá taldi dómurinn einnig að rökstuðningur dómkvaddra matsmanna hafi verið í betri samræmi við sjúkrasögu ökumannsins og þau gögn sem lágu fyrir í málinu, en þau rök sem haldið var fram í yfirmati sem aflað var fyrir tryggingafélagið og ökumann hins félagsins. Var örorka ökumannsins metin fimmtán prósent. Ökumaðurinn hafði lengst af unnið á Landspítalanum sem hjúkrunarfræðingur. Krafðist hann þess að fá greiddar 23 milljónir króna í orörkubætur og 2,3 milljóna vegna sjúkrakostnaðar. Tryggingafélagið og ökumaður hins bílsins voru dæmd til að greiða 23 milljónir auk þess sem að tryggingafélagið þarf að greiða 2,3 milljónir vegna sjúkrakostnaðar.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira