Eignarhlutar ríkisins í fjármálafyrirtækjunum metnir á 354 milljarða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2022 08:05 Ráðherra staðfestir að ekki verður ráðist í frekari sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fyrr en eftir umræður á Alþingi. Vísir/Arnar Samanlagt virði eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka, Landsbankanum og Sparisjóði Austurlands nam 354 milljörðum króna miðað við sex mánaða uppgjör bankanna og hlutdeild ríkisins í eigin fé. Þá stóð eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka í 42,5 prósentum. Þetta kemur fram í svörum fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um frekari sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka. Þorbjörg spurði meðal annars um samanlagt virði allra eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sem Bankasýsla ríkisins hefði umsjón með. „Samkvæmt ríkisreikningi 2021 var samanlagt virði eignarhlutanna þriggja í Íslandsbanka, Landsbankanum og Sparisjóði Austurlands út frá eigin fé (hlutdeildarvirði) um 415 milljarðar kr. í lok 2021, en þá átti ríkið 65% hlut í Íslandsbanka. Við sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars sl. lækkaði hlutdeild ríkisins í eigin fé bankans í sama mæli og þar með einnig samanlagt virði ríkisins í fjármálafyrirtækjum sem Bankasýsla ríkisins hefur umsjón með,“ segir í svarinu. Þorbjörg spurði einnig um „hið nýja fyrirkomulag við frekari sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka sem ríkisstjórnin boðaði 19. apríl sl.“ og fékk þau svör að á þingmálaskrá væri gert ráð fyrir frumvarpi til laga um meðferð eingarhluta ríkisins í fyrirtækjum á haustþingi. „Í því frumvarpi, eða sérstöku frumvarpi sem lagt verður fram samhliða, verða settar fram tillögur um sölumeðferð eignarhluta í fjármálafyrirtækjum. Ráðuneytið taldi rétt að bíða með að fullvinna tillögur um breytt fyrirkomulag þar til úttekt Ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022 hefði verið gefin út og rædd á Alþingi. Horft verður til niðurstaðna skýrslunnar og ábendinga sem í henni koma fram við þá vinnu,“ segir í svari ráðherra. Þá er ítrekað að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka í bili en þegar ný löggjöf liggi fyrir muni ákvörðun um mögulega sölu verða tekin fyrir á Alþingi. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Efnahagsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um frekari sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka. Þorbjörg spurði meðal annars um samanlagt virði allra eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sem Bankasýsla ríkisins hefði umsjón með. „Samkvæmt ríkisreikningi 2021 var samanlagt virði eignarhlutanna þriggja í Íslandsbanka, Landsbankanum og Sparisjóði Austurlands út frá eigin fé (hlutdeildarvirði) um 415 milljarðar kr. í lok 2021, en þá átti ríkið 65% hlut í Íslandsbanka. Við sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars sl. lækkaði hlutdeild ríkisins í eigin fé bankans í sama mæli og þar með einnig samanlagt virði ríkisins í fjármálafyrirtækjum sem Bankasýsla ríkisins hefur umsjón með,“ segir í svarinu. Þorbjörg spurði einnig um „hið nýja fyrirkomulag við frekari sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka sem ríkisstjórnin boðaði 19. apríl sl.“ og fékk þau svör að á þingmálaskrá væri gert ráð fyrir frumvarpi til laga um meðferð eingarhluta ríkisins í fyrirtækjum á haustþingi. „Í því frumvarpi, eða sérstöku frumvarpi sem lagt verður fram samhliða, verða settar fram tillögur um sölumeðferð eignarhluta í fjármálafyrirtækjum. Ráðuneytið taldi rétt að bíða með að fullvinna tillögur um breytt fyrirkomulag þar til úttekt Ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022 hefði verið gefin út og rædd á Alþingi. Horft verður til niðurstaðna skýrslunnar og ábendinga sem í henni koma fram við þá vinnu,“ segir í svari ráðherra. Þá er ítrekað að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka í bili en þegar ný löggjöf liggi fyrir muni ákvörðun um mögulega sölu verða tekin fyrir á Alþingi.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Efnahagsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira