Ræddu bleika fílinn í herberginu: Er SB skrípaþáttur eða skemmtiþáttur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2022 10:32 Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, og strákarnir í Seinni bylgjunni Stefán Árni Pálsson, Arnar Daði Arnarsson og Logi Geirsson. Samsett/S2 Sport Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV í Olís deild karla í handbolta, vill ekki gefa Vísi eða Stöð 2 Sport viðtöl eftir leiki Eyjamanna og segir ástæðuna vera að Seinni bylgjan sé skrípaþáttur. Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu þetta mál í gær. „Við þurfum að fara í bleika fílinn í herberginu strákar,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Arnar Daði Arnarsson rétti þá upp hönd en hann hefur gagnrýnt Erling fyrir þessa ákvörðun hans að skrópa í viðtöl. Hann er þó ekki bleiki fílinn í herberginu. „Það er viðtalið sem við báðum um. Við báðum um viðtal við Erling Richardsson eftir leikinn og við höfum verið að óska eftir því að fá viðtal við hann. Hann hafnaði því. Hann var ekki sáttur við eitthvað en við vitum ekki hvað hann er ósáttur við í umfjöllun okkar um hans störf eða spilamennsku Eyjamanna,“ sagði Stefán Árni og beindi spurningunni til Loga Geirssonar. Klippa: Seinni bylgjan: Gagnrýni þjálfara ÍBV á Seinni bylgjuna „Hvað finnst þér um að þjálfarar neiti að mæta í viðtöl,“ spurði Stefán Árni Það elska allir Eyjamenn inn við beinið „Ég vil að allir fái að heyra skoðanir þjálfara. Þetta er maðurinn sem ber ábyrgð á liðinu og ég vil heyra hans skoðun og hvernig hann setti leikinn upp. Ég skil hann svo sem alveg. Honum finnst kannski vera mikið um blammeringar og við höfum gerst sekir um það að vera með alls konar leikþætti og tala um Eyjamenn svona og hins segin,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Það er bara hluti af leiknum. Það eru allir að tala um Eyjamenn og það elska allir Eyjamenn inn við beinið. Með að mæta ekki í viðtal er eitthvað sem hann lagar alveg og ég er ekki mikið að erfa það við hann. Ekki eins og Arnar Daði því Arnar Daði er ekki að jafna sig á þessu,“ sagði Logi. „Arnar, mín nálgun á það að þjálfarar mæti ekki í viðtal. Ég horfi á þetta þannig að hann er að tala við sitt fólk þegar hann mætir í viðtöl. Hann er að tala við stuðningsmenn ÍBV og ef það eru einhverjar spurningar sem stuðningsmenn ÍBV eru að velta fyrir sér þá væri gaman fyrir hann að mæta í viðtal og útskýra sitt mál,“ sagði Stefán Árni. Hvað er hann ósáttur með? „Ég myndi halda það,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar en Logi skaut þá inn í. „Líka að fá hvað hann er ósáttur með, það væri mjög gaman,“ sagði Logi. „Ég skil þetta ekki. Ég veit alveg að Erlingur Richardsson hefur verið að senda Kidda Guðmunds, Grím Hergeirs og Magga Stefáns í viðtöl síðustu ár og tímabil. Ég skil það mæta vel. Hann er beðinn um það sérstaklega af fréttamanni stöðvarinnar að koma í viðtal,“ sagði Arnar Daði. „Við erum að reyna að fjalla fagmannlega um liðið og við viljum fá svör,“ sagði Arnar Daði og fór yfir nokkur atriði sem hann vildi fá svör við. Liðið hans tapaði með tíu mörkum „Liðið tapar með tíu mörkum á móti einu kaldasta liði deildarinnar, Haukum. Vilja Eyjamenn ekki heyra í þjálfara liðsins? Mér er alveg sama hvort hann mæti í öll viðtöl eða ekki. Þegar við sem erum að reyna að fjalla um deildina, viljum fá einhver ákveðin svör, þá hljótum við að geta ætlast til þess. Menn hljóta að geta svarað fyrir gengi liðsins, gengi leikmanna, einhverjar sögusagnir. Þá er bara sagan búin,“ sagði Arnar Daði. „Ég hef svolítið gaman af þessu líka,“ skaut Logi inn í. „Hann er ekki eini þjálfarinn sem hefur ekki mætt í viðtal. Hann má heldur ekki vera eini þjálfarinn sem er ekki gagnrýndur fyrir að mæta ekki í viðtöl,“ sagði Arnar. Logi hefur engar áhyggjur af þessu „Hann er alveg að fara að koma í viðtöl. Ég hef engar áhyggjur af þessu,“ sagði Logi. „Við viljum alltaf fá Erling Richardsson í viðtal. Hann er frábær þjálfari og búin að vinna merkileg afrek á sínum ferli, búinn að vera í atvinnumennsku og allt. Við viljum hundrað prósent alltaf fá Erling Richardsson í viðtal. Við erum ekki að fara að vera í einhverju skítkasti hérna í þessum þætti. Gleymdu hugmyndinni,“ sagði Stefán Árni. „En er þetta skrípaþáttur,“ spurði þá Arnar Daði. „Nei þetta er ekki skrípaþáttur en þetta er skemmtiþáttur og mín skoðun á þessu er að ef að við værum bara með þátt fyrir handboltaþjálfara þá væri hann ekkert sérstaklega skemmtilegur,“ sagði Stefán Árni. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir ofan. Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
„Við þurfum að fara í bleika fílinn í herberginu strákar,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Arnar Daði Arnarsson rétti þá upp hönd en hann hefur gagnrýnt Erling fyrir þessa ákvörðun hans að skrópa í viðtöl. Hann er þó ekki bleiki fílinn í herberginu. „Það er viðtalið sem við báðum um. Við báðum um viðtal við Erling Richardsson eftir leikinn og við höfum verið að óska eftir því að fá viðtal við hann. Hann hafnaði því. Hann var ekki sáttur við eitthvað en við vitum ekki hvað hann er ósáttur við í umfjöllun okkar um hans störf eða spilamennsku Eyjamanna,“ sagði Stefán Árni og beindi spurningunni til Loga Geirssonar. Klippa: Seinni bylgjan: Gagnrýni þjálfara ÍBV á Seinni bylgjuna „Hvað finnst þér um að þjálfarar neiti að mæta í viðtöl,“ spurði Stefán Árni Það elska allir Eyjamenn inn við beinið „Ég vil að allir fái að heyra skoðanir þjálfara. Þetta er maðurinn sem ber ábyrgð á liðinu og ég vil heyra hans skoðun og hvernig hann setti leikinn upp. Ég skil hann svo sem alveg. Honum finnst kannski vera mikið um blammeringar og við höfum gerst sekir um það að vera með alls konar leikþætti og tala um Eyjamenn svona og hins segin,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Það er bara hluti af leiknum. Það eru allir að tala um Eyjamenn og það elska allir Eyjamenn inn við beinið. Með að mæta ekki í viðtal er eitthvað sem hann lagar alveg og ég er ekki mikið að erfa það við hann. Ekki eins og Arnar Daði því Arnar Daði er ekki að jafna sig á þessu,“ sagði Logi. „Arnar, mín nálgun á það að þjálfarar mæti ekki í viðtal. Ég horfi á þetta þannig að hann er að tala við sitt fólk þegar hann mætir í viðtöl. Hann er að tala við stuðningsmenn ÍBV og ef það eru einhverjar spurningar sem stuðningsmenn ÍBV eru að velta fyrir sér þá væri gaman fyrir hann að mæta í viðtal og útskýra sitt mál,“ sagði Stefán Árni. Hvað er hann ósáttur með? „Ég myndi halda það,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar en Logi skaut þá inn í. „Líka að fá hvað hann er ósáttur með, það væri mjög gaman,“ sagði Logi. „Ég skil þetta ekki. Ég veit alveg að Erlingur Richardsson hefur verið að senda Kidda Guðmunds, Grím Hergeirs og Magga Stefáns í viðtöl síðustu ár og tímabil. Ég skil það mæta vel. Hann er beðinn um það sérstaklega af fréttamanni stöðvarinnar að koma í viðtal,“ sagði Arnar Daði. „Við erum að reyna að fjalla fagmannlega um liðið og við viljum fá svör,“ sagði Arnar Daði og fór yfir nokkur atriði sem hann vildi fá svör við. Liðið hans tapaði með tíu mörkum „Liðið tapar með tíu mörkum á móti einu kaldasta liði deildarinnar, Haukum. Vilja Eyjamenn ekki heyra í þjálfara liðsins? Mér er alveg sama hvort hann mæti í öll viðtöl eða ekki. Þegar við sem erum að reyna að fjalla um deildina, viljum fá einhver ákveðin svör, þá hljótum við að geta ætlast til þess. Menn hljóta að geta svarað fyrir gengi liðsins, gengi leikmanna, einhverjar sögusagnir. Þá er bara sagan búin,“ sagði Arnar Daði. „Ég hef svolítið gaman af þessu líka,“ skaut Logi inn í. „Hann er ekki eini þjálfarinn sem hefur ekki mætt í viðtal. Hann má heldur ekki vera eini þjálfarinn sem er ekki gagnrýndur fyrir að mæta ekki í viðtöl,“ sagði Arnar. Logi hefur engar áhyggjur af þessu „Hann er alveg að fara að koma í viðtöl. Ég hef engar áhyggjur af þessu,“ sagði Logi. „Við viljum alltaf fá Erling Richardsson í viðtal. Hann er frábær þjálfari og búin að vinna merkileg afrek á sínum ferli, búinn að vera í atvinnumennsku og allt. Við viljum hundrað prósent alltaf fá Erling Richardsson í viðtal. Við erum ekki að fara að vera í einhverju skítkasti hérna í þessum þætti. Gleymdu hugmyndinni,“ sagði Stefán Árni. „En er þetta skrípaþáttur,“ spurði þá Arnar Daði. „Nei þetta er ekki skrípaþáttur en þetta er skemmtiþáttur og mín skoðun á þessu er að ef að við værum bara með þátt fyrir handboltaþjálfara þá væri hann ekkert sérstaklega skemmtilegur,“ sagði Stefán Árni. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir ofan.
Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira