Einn eftir í gæsluvarðhaldi vegna árásinnar á Bankastræti Club Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. desember 2022 11:14 Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsókn málsins miða þokkalega. Öllum nema einum hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi vegna hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club en þrjátíu eru með stöðu sakbornings í tengslum við málið. Rannsókn lögreglu miðar nú að því að komast að tilefni árásarinnar. Rannsókn lögreglu á árásinni á Bankastræti Club þann 18. nóvember síðastliðinn miðar þokkalega að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. „Við erum bara að reyna að vinna að því að átta okkur á hvert tilefni árásarinnar var, annað er komið nokkuð í land,“ segir Margeir í samtali við fréttastofu en verið er að skoða og fara yfir gögn málsins, sem að sögn Margeirs getur tekið ansi góðan tíma. Fimm voru í gæsluvarðhaldi vegna rannsókn málsins í upphafi síðustu viku en fjórir þeirra hafa losnað úr varðhaldi síðan og er aðeins einn eftir. Sá er í varðhaldi til 22. desember. Lögregla lagði hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni í síðasta mánuði og voru á tímabili á annan tug í gæsluvarðhaldi. Þá var tilkynnt um hótanir og skemmdarverk skömmu eftir árásina en Margeir segir ekki hafa borið á slíkum hótunum nýlega. „Við teljum okkur hafa komið í veg fyrir þetta og náð að stoppa þetta,“ segir Margeir. Uppfært 13:35: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að sá yngsti sem hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald hafi verið sautján ára gamall og þar vísað til tilkynningar frá lögreglu þann 23. nóvember en samkvæmt nýjustu upplýsingum frá lögreglu er það rangt. Umræddur aðili hafi verið handtekinn en honum sleppt eftir skýrslutöku og ekki farið fram á gæsluvarðhald. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. 28. nóvember 2022 20:09 Gæsluvarðhald fjögurra framlengt og einum sleppt Gæsluvarðhald yfir fjórum, sem taldir eru tengjast árásinni á Bankastræti club fyrir tíu dögum, var framlengt í dag. Einum var sleppt úr haldi og nú sitja alls fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina. 28. nóvember 2022 18:27 Vikið úr starfi fyrir að dreifa myndskeiðum frá Bankastræti Club Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiði af hnífstunguárásinni á Bankastræti Club fyrr í mánuðinum. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. 28. nóvember 2022 15:55 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Rannsókn lögreglu á árásinni á Bankastræti Club þann 18. nóvember síðastliðinn miðar þokkalega að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. „Við erum bara að reyna að vinna að því að átta okkur á hvert tilefni árásarinnar var, annað er komið nokkuð í land,“ segir Margeir í samtali við fréttastofu en verið er að skoða og fara yfir gögn málsins, sem að sögn Margeirs getur tekið ansi góðan tíma. Fimm voru í gæsluvarðhaldi vegna rannsókn málsins í upphafi síðustu viku en fjórir þeirra hafa losnað úr varðhaldi síðan og er aðeins einn eftir. Sá er í varðhaldi til 22. desember. Lögregla lagði hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni í síðasta mánuði og voru á tímabili á annan tug í gæsluvarðhaldi. Þá var tilkynnt um hótanir og skemmdarverk skömmu eftir árásina en Margeir segir ekki hafa borið á slíkum hótunum nýlega. „Við teljum okkur hafa komið í veg fyrir þetta og náð að stoppa þetta,“ segir Margeir. Uppfært 13:35: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að sá yngsti sem hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald hafi verið sautján ára gamall og þar vísað til tilkynningar frá lögreglu þann 23. nóvember en samkvæmt nýjustu upplýsingum frá lögreglu er það rangt. Umræddur aðili hafi verið handtekinn en honum sleppt eftir skýrslutöku og ekki farið fram á gæsluvarðhald.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. 28. nóvember 2022 20:09 Gæsluvarðhald fjögurra framlengt og einum sleppt Gæsluvarðhald yfir fjórum, sem taldir eru tengjast árásinni á Bankastræti club fyrir tíu dögum, var framlengt í dag. Einum var sleppt úr haldi og nú sitja alls fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina. 28. nóvember 2022 18:27 Vikið úr starfi fyrir að dreifa myndskeiðum frá Bankastræti Club Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiði af hnífstunguárásinni á Bankastræti Club fyrr í mánuðinum. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. 28. nóvember 2022 15:55 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. 28. nóvember 2022 20:09
Gæsluvarðhald fjögurra framlengt og einum sleppt Gæsluvarðhald yfir fjórum, sem taldir eru tengjast árásinni á Bankastræti club fyrir tíu dögum, var framlengt í dag. Einum var sleppt úr haldi og nú sitja alls fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina. 28. nóvember 2022 18:27
Vikið úr starfi fyrir að dreifa myndskeiðum frá Bankastræti Club Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiði af hnífstunguárásinni á Bankastræti Club fyrr í mánuðinum. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. 28. nóvember 2022 15:55