Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.

Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun. Við fjöllum nánar um málið og ræðum við formann BHM í beinni útsendingu.

Borgarfulltrúar funda fram á kvöld um fjárhagsáætlun Reykjavíkur og hallarekstur borgarinnar. Við heyrum í oddvita Sjálfstæðisflokksins í beinni. Og meira af fjármálum þar sem Samfylkingin kynnti í dag ýmsar aðgerðir sem þau nefna kjarabætur fyrir heimilin í landinu og vilja að ráðist verði í. Flokkurinn, sem hefur ekki mælst með meira fylgi í áratug, leggur til að fjármálastofnanir, stórútgerðir og efnafólk greiði samtals um sautján milljörðum meira til samfélagsins en nú er.

Betur fór en á horfist í gær þegar ungir drengir lentu í vandræðum á Elliðavatni. Við heyrum í slökkviliði og skólastjóra sem vara börn við að ganga út á ísilögð vötn. Þá verðum við í beinni frá glæpasagnakvöldi þar sem helstu krimmahöfundar landsins ræða jólabækurnar og kíkjum á nýja fiðraða heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Sóltúni.

Þeta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hlusta má á kvöldfréttirnar í beinni í spilaranum hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×