Vaxandi verðmæti grænnar auðlindar Valur Ægisson og Halldór Kári Sigurðarson skrifa 7. desember 2022 10:00 Sala á upprunaábyrgðum endurnýjanlegu raforkunnar okkar skilar Landsvirkjun tveimur milljörðum króna á árinu sem er að líða, tvöfalt hærri upphæð en á síðasta ári. Kerfi upprunaábyrgða er loks farið að virka eins og til var ætlast, tryggja þeim sem vinna endurnýjanlega orku hærra verð en ella og styðja þannig við orkuskipti hér og á meginlandi Evrópu. Verð upprunaábyrgða hefur hækkað mikið. Haldist það í þeim hæðum gæti árlegt verðmæti ábyrgða sem Landsvirkjun selur numið um 15 milljörðum kr. Verðmætið fyrir öll orkufyrirtæki landsins gæti orðið um 20 milljarðar kr. á ári. Þar sem Ísland á aðild að EES-samningum er skylt að gefa raforkusölum hér á landi kost á að fá útgefnar upprunaábyrgðir og taka þátt í viðskiptum með þær, samkvæmt því evrópska kerfi sem komið var á fyrir 14 árum og 28 lönd eiga nú aðild að. Upprunaábyrgð er staðfesting á því að raforka hafi verið framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Upprunaábyrgðir eru sjálfstæð söluvara, óháð afhendingu á raforkunni sjálfri. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar geta með kaupum á upprunaábyrgðum vottað raforkukaup sín og stutt endurnýjanlega orkuframleiðslu. Orkan er jafn hrein Kaupendur ábyrgðanna af Landsvirkjun eru að mestu almennir notendur á Íslandi og í Evrópu sem vilja styðja við uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta. Þær raddir heyrast stundum, að með sölu á upprunaábyrgðum til erlendra aðila sé verið að stofna orðspori okkar í hættu, því orkan okkar sé þá ekki lengur skráð 100% endurnýjanleg. Þetta er fjarri lagi. Orkan okkar er jafn hrein sem fyrr. Kerfi upprunaábyrgða er fyrst og fremst bókhaldskerfi. Þeir notendur sem eiga ekki kost á að nota endurnýjanlega orkugjafa greiða sérstaklega til þeirra sem vinna slíka orku. Landsvirkjun – ásamt öðrum orkufyrirtækjum sem vinna endurnýjanlega orku – er því sérstaklega umbunað umfram aðra. Þessi fyrirtæki fá hærra verð en aðrir fyrir orkuna. Hærra verð þýðir hreinan viðbótarhagnað. Á undanförnum árum hefur Landsvirkjun greitt sífellt hærri arð til eiganda síns, íslensku þjóðarinnar. Þjóðin hefur sett sér markmið um orkuskipti, til að berjast gegn loftslagsvánni. Auknar tekjur Landsvirkjunar greiða fyrir frekari uppbyggingu orkuvinnslu. Það blasir við að milljarðar króna í auknar tekjur, á sama tíma og ráðist er í uppbyggingu Hvammsvirkjunar, stækkun eldri virkjana og undirbúning vindlunda, styrkir orkufyrirtæki þjóðarinnar mjög. Verðmæti fimmtugfaldast Verðmæti upprunaábyrgða hafa fimmtugfaldast frá því að kerfinu var komið á fyrir 14 árum. Neytendur gera sífellt auknar kröfur um græna orku. Sá þrýstingur eykur kaup á upprunaábyrgðum og kaupverðið rennur beint til orkufyrirtækja sem framleiða orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Auknar tekjur hvetja þau fyrirtæki til dáða, um leið og þær hvetja önnur fyrirtæki til að taka upp grænni hætti. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim auðlindum sem þjóðin hefur trúað henni fyrir. Þess vegna seljum við upprunaábyrgðir, líkt og önnur evrópsk fyrirtæki sem vinna græna orku. Niðurstaðan er grænni heimur fyrir okkur öll. Valur er forstöðumaður á sviði sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Halldór Kári er viðskiptastjóri á sama sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Sala á upprunaábyrgðum endurnýjanlegu raforkunnar okkar skilar Landsvirkjun tveimur milljörðum króna á árinu sem er að líða, tvöfalt hærri upphæð en á síðasta ári. Kerfi upprunaábyrgða er loks farið að virka eins og til var ætlast, tryggja þeim sem vinna endurnýjanlega orku hærra verð en ella og styðja þannig við orkuskipti hér og á meginlandi Evrópu. Verð upprunaábyrgða hefur hækkað mikið. Haldist það í þeim hæðum gæti árlegt verðmæti ábyrgða sem Landsvirkjun selur numið um 15 milljörðum kr. Verðmætið fyrir öll orkufyrirtæki landsins gæti orðið um 20 milljarðar kr. á ári. Þar sem Ísland á aðild að EES-samningum er skylt að gefa raforkusölum hér á landi kost á að fá útgefnar upprunaábyrgðir og taka þátt í viðskiptum með þær, samkvæmt því evrópska kerfi sem komið var á fyrir 14 árum og 28 lönd eiga nú aðild að. Upprunaábyrgð er staðfesting á því að raforka hafi verið framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Upprunaábyrgðir eru sjálfstæð söluvara, óháð afhendingu á raforkunni sjálfri. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar geta með kaupum á upprunaábyrgðum vottað raforkukaup sín og stutt endurnýjanlega orkuframleiðslu. Orkan er jafn hrein Kaupendur ábyrgðanna af Landsvirkjun eru að mestu almennir notendur á Íslandi og í Evrópu sem vilja styðja við uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta. Þær raddir heyrast stundum, að með sölu á upprunaábyrgðum til erlendra aðila sé verið að stofna orðspori okkar í hættu, því orkan okkar sé þá ekki lengur skráð 100% endurnýjanleg. Þetta er fjarri lagi. Orkan okkar er jafn hrein sem fyrr. Kerfi upprunaábyrgða er fyrst og fremst bókhaldskerfi. Þeir notendur sem eiga ekki kost á að nota endurnýjanlega orkugjafa greiða sérstaklega til þeirra sem vinna slíka orku. Landsvirkjun – ásamt öðrum orkufyrirtækjum sem vinna endurnýjanlega orku – er því sérstaklega umbunað umfram aðra. Þessi fyrirtæki fá hærra verð en aðrir fyrir orkuna. Hærra verð þýðir hreinan viðbótarhagnað. Á undanförnum árum hefur Landsvirkjun greitt sífellt hærri arð til eiganda síns, íslensku þjóðarinnar. Þjóðin hefur sett sér markmið um orkuskipti, til að berjast gegn loftslagsvánni. Auknar tekjur Landsvirkjunar greiða fyrir frekari uppbyggingu orkuvinnslu. Það blasir við að milljarðar króna í auknar tekjur, á sama tíma og ráðist er í uppbyggingu Hvammsvirkjunar, stækkun eldri virkjana og undirbúning vindlunda, styrkir orkufyrirtæki þjóðarinnar mjög. Verðmæti fimmtugfaldast Verðmæti upprunaábyrgða hafa fimmtugfaldast frá því að kerfinu var komið á fyrir 14 árum. Neytendur gera sífellt auknar kröfur um græna orku. Sá þrýstingur eykur kaup á upprunaábyrgðum og kaupverðið rennur beint til orkufyrirtækja sem framleiða orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Auknar tekjur hvetja þau fyrirtæki til dáða, um leið og þær hvetja önnur fyrirtæki til að taka upp grænni hætti. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim auðlindum sem þjóðin hefur trúað henni fyrir. Þess vegna seljum við upprunaábyrgðir, líkt og önnur evrópsk fyrirtæki sem vinna græna orku. Niðurstaðan er grænni heimur fyrir okkur öll. Valur er forstöðumaður á sviði sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Halldór Kári er viðskiptastjóri á sama sviði.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun