Vaxandi verðmæti grænnar auðlindar Valur Ægisson og Halldór Kári Sigurðarson skrifa 7. desember 2022 10:00 Sala á upprunaábyrgðum endurnýjanlegu raforkunnar okkar skilar Landsvirkjun tveimur milljörðum króna á árinu sem er að líða, tvöfalt hærri upphæð en á síðasta ári. Kerfi upprunaábyrgða er loks farið að virka eins og til var ætlast, tryggja þeim sem vinna endurnýjanlega orku hærra verð en ella og styðja þannig við orkuskipti hér og á meginlandi Evrópu. Verð upprunaábyrgða hefur hækkað mikið. Haldist það í þeim hæðum gæti árlegt verðmæti ábyrgða sem Landsvirkjun selur numið um 15 milljörðum kr. Verðmætið fyrir öll orkufyrirtæki landsins gæti orðið um 20 milljarðar kr. á ári. Þar sem Ísland á aðild að EES-samningum er skylt að gefa raforkusölum hér á landi kost á að fá útgefnar upprunaábyrgðir og taka þátt í viðskiptum með þær, samkvæmt því evrópska kerfi sem komið var á fyrir 14 árum og 28 lönd eiga nú aðild að. Upprunaábyrgð er staðfesting á því að raforka hafi verið framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Upprunaábyrgðir eru sjálfstæð söluvara, óháð afhendingu á raforkunni sjálfri. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar geta með kaupum á upprunaábyrgðum vottað raforkukaup sín og stutt endurnýjanlega orkuframleiðslu. Orkan er jafn hrein Kaupendur ábyrgðanna af Landsvirkjun eru að mestu almennir notendur á Íslandi og í Evrópu sem vilja styðja við uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta. Þær raddir heyrast stundum, að með sölu á upprunaábyrgðum til erlendra aðila sé verið að stofna orðspori okkar í hættu, því orkan okkar sé þá ekki lengur skráð 100% endurnýjanleg. Þetta er fjarri lagi. Orkan okkar er jafn hrein sem fyrr. Kerfi upprunaábyrgða er fyrst og fremst bókhaldskerfi. Þeir notendur sem eiga ekki kost á að nota endurnýjanlega orkugjafa greiða sérstaklega til þeirra sem vinna slíka orku. Landsvirkjun – ásamt öðrum orkufyrirtækjum sem vinna endurnýjanlega orku – er því sérstaklega umbunað umfram aðra. Þessi fyrirtæki fá hærra verð en aðrir fyrir orkuna. Hærra verð þýðir hreinan viðbótarhagnað. Á undanförnum árum hefur Landsvirkjun greitt sífellt hærri arð til eiganda síns, íslensku þjóðarinnar. Þjóðin hefur sett sér markmið um orkuskipti, til að berjast gegn loftslagsvánni. Auknar tekjur Landsvirkjunar greiða fyrir frekari uppbyggingu orkuvinnslu. Það blasir við að milljarðar króna í auknar tekjur, á sama tíma og ráðist er í uppbyggingu Hvammsvirkjunar, stækkun eldri virkjana og undirbúning vindlunda, styrkir orkufyrirtæki þjóðarinnar mjög. Verðmæti fimmtugfaldast Verðmæti upprunaábyrgða hafa fimmtugfaldast frá því að kerfinu var komið á fyrir 14 árum. Neytendur gera sífellt auknar kröfur um græna orku. Sá þrýstingur eykur kaup á upprunaábyrgðum og kaupverðið rennur beint til orkufyrirtækja sem framleiða orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Auknar tekjur hvetja þau fyrirtæki til dáða, um leið og þær hvetja önnur fyrirtæki til að taka upp grænni hætti. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim auðlindum sem þjóðin hefur trúað henni fyrir. Þess vegna seljum við upprunaábyrgðir, líkt og önnur evrópsk fyrirtæki sem vinna græna orku. Niðurstaðan er grænni heimur fyrir okkur öll. Valur er forstöðumaður á sviði sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Halldór Kári er viðskiptastjóri á sama sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Sala á upprunaábyrgðum endurnýjanlegu raforkunnar okkar skilar Landsvirkjun tveimur milljörðum króna á árinu sem er að líða, tvöfalt hærri upphæð en á síðasta ári. Kerfi upprunaábyrgða er loks farið að virka eins og til var ætlast, tryggja þeim sem vinna endurnýjanlega orku hærra verð en ella og styðja þannig við orkuskipti hér og á meginlandi Evrópu. Verð upprunaábyrgða hefur hækkað mikið. Haldist það í þeim hæðum gæti árlegt verðmæti ábyrgða sem Landsvirkjun selur numið um 15 milljörðum kr. Verðmætið fyrir öll orkufyrirtæki landsins gæti orðið um 20 milljarðar kr. á ári. Þar sem Ísland á aðild að EES-samningum er skylt að gefa raforkusölum hér á landi kost á að fá útgefnar upprunaábyrgðir og taka þátt í viðskiptum með þær, samkvæmt því evrópska kerfi sem komið var á fyrir 14 árum og 28 lönd eiga nú aðild að. Upprunaábyrgð er staðfesting á því að raforka hafi verið framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Upprunaábyrgðir eru sjálfstæð söluvara, óháð afhendingu á raforkunni sjálfri. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar geta með kaupum á upprunaábyrgðum vottað raforkukaup sín og stutt endurnýjanlega orkuframleiðslu. Orkan er jafn hrein Kaupendur ábyrgðanna af Landsvirkjun eru að mestu almennir notendur á Íslandi og í Evrópu sem vilja styðja við uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta. Þær raddir heyrast stundum, að með sölu á upprunaábyrgðum til erlendra aðila sé verið að stofna orðspori okkar í hættu, því orkan okkar sé þá ekki lengur skráð 100% endurnýjanleg. Þetta er fjarri lagi. Orkan okkar er jafn hrein sem fyrr. Kerfi upprunaábyrgða er fyrst og fremst bókhaldskerfi. Þeir notendur sem eiga ekki kost á að nota endurnýjanlega orkugjafa greiða sérstaklega til þeirra sem vinna slíka orku. Landsvirkjun – ásamt öðrum orkufyrirtækjum sem vinna endurnýjanlega orku – er því sérstaklega umbunað umfram aðra. Þessi fyrirtæki fá hærra verð en aðrir fyrir orkuna. Hærra verð þýðir hreinan viðbótarhagnað. Á undanförnum árum hefur Landsvirkjun greitt sífellt hærri arð til eiganda síns, íslensku þjóðarinnar. Þjóðin hefur sett sér markmið um orkuskipti, til að berjast gegn loftslagsvánni. Auknar tekjur Landsvirkjunar greiða fyrir frekari uppbyggingu orkuvinnslu. Það blasir við að milljarðar króna í auknar tekjur, á sama tíma og ráðist er í uppbyggingu Hvammsvirkjunar, stækkun eldri virkjana og undirbúning vindlunda, styrkir orkufyrirtæki þjóðarinnar mjög. Verðmæti fimmtugfaldast Verðmæti upprunaábyrgða hafa fimmtugfaldast frá því að kerfinu var komið á fyrir 14 árum. Neytendur gera sífellt auknar kröfur um græna orku. Sá þrýstingur eykur kaup á upprunaábyrgðum og kaupverðið rennur beint til orkufyrirtækja sem framleiða orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Auknar tekjur hvetja þau fyrirtæki til dáða, um leið og þær hvetja önnur fyrirtæki til að taka upp grænni hætti. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim auðlindum sem þjóðin hefur trúað henni fyrir. Þess vegna seljum við upprunaábyrgðir, líkt og önnur evrópsk fyrirtæki sem vinna græna orku. Niðurstaðan er grænni heimur fyrir okkur öll. Valur er forstöðumaður á sviði sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Halldór Kári er viðskiptastjóri á sama sviði.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun