Fimmtán mánaða fangelsi og 142 milljóna sekt fyrir meiri háttar skattalagabrot Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2022 08:11 Maðurinn hlaut sjö mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm árið 2012 fyrir skattsvik og mat dómari hæfilega refsingu nú vera fimmtán mánaða fangelsi, auk greiðslu sektar. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi og til greiðslu rúmlega 142 milljóna króna í sekt fyrir að hafa skilað röngum skattframtölum og ekki talið fram tekjur frá einkahlutafélaginu Smíðalandi á þriggja ára tímabili. Manninum var gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar á árunum 2016 til 2018 um 162 milljónir króna og þannig komið sér hjá því að greiða 71 milljón króna í tekjur og útsvar. Maðurinn millifærði frá reikningi fyrirtækisins og inn á eigin reikning um 322 milljónir króna, en skattrannsóknarstjóri taldi að um væri að ræða vanframtaldar launatekjur, að því er fram kemur í ákæru. Fram kemur í dómi að skattrannsóknarstjóri hafi hafið formlega rannsókn á tekjum og skattskilum mannsins árið 2018. Var niðurstaðan sú að skattframtölin hafi verið efnislega röng þannig að hann hafi vantalið tekjur frá fyrirtækinu samtals að fjárhæð 321 milljón króna. Þær tekjur hefði átt að skattleggja. Greiddi yfirvinnu starfsmanna í reiðufé Maðurinn, sem sagði eina hlutverk sitt hjá Smíðalandi hafa verið að gefa út reikninga, viðurkenndi að hafa tekið við töluverðum fjármunum frá fyrirtækinu og ráðstafað í eigin þágu á þess að hafa gert grein fyrir því á skattframtölum. Hann mótmælti þó að um væri að ræða þá fjárhæð sem ákært var fyrir. Sagði hann að hann hafi greitt yfirvinnu starfsmanna á vegum starfsmannaleigu að hluta með reiðufé sem tekið var út af reikningnum hans. Fram kemur að maðurinn hafi hins vegar ekki getað gert fullnægjandi grein fyrir því hvernig öllum þeim fjármunum sem félagið hafi greitt inn á bankareikninga hans á árunum 2016 til 2018 hafi verið ráðstafað. Stórkostlegt hirðuleysi Í dómi segir að framtalsskylda hafi hvílt á manninum, en að hann hafi ekki skýrt rétt frá tekjum og eignum og hafi hann þannig gerst sekur um „stórkostlegt hirðuleysi“. Um leið og hann hafi skilað efnislega röngum skattframtölum hafi brot hans verið fullframið. Maðurinn hlaut sjö mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm árið 2012 fyrir skattsvik og mat dómari hæfilega refsingu nú vera fimmtán mánaða fangelsi, auk greiðslu sektar. Fresta skal fullnustu fangelsisvistarinnar og hún látin niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Forsvarsmaðurinn hefur einnig hlotið dóm Forsvarsmaður umrædda fyrirtækis, sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2019, hefur einnig verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldslögum sem og peningaþvætti. Hann var á síðasta ári sakfelldur fyrir hættubrot við rekstur starfsmannaleigunnar 2findjob ehf., sem áður var minnst á, með því að hafa látið starfsmenn búa í vistarverum við Smiðshöfða sem lýst var sem hættulegum „svefnskápum“. Hlaut hann fimm mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brotin. Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Tengdar fréttir Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. júní 2021 15:04 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Manninum var gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar á árunum 2016 til 2018 um 162 milljónir króna og þannig komið sér hjá því að greiða 71 milljón króna í tekjur og útsvar. Maðurinn millifærði frá reikningi fyrirtækisins og inn á eigin reikning um 322 milljónir króna, en skattrannsóknarstjóri taldi að um væri að ræða vanframtaldar launatekjur, að því er fram kemur í ákæru. Fram kemur í dómi að skattrannsóknarstjóri hafi hafið formlega rannsókn á tekjum og skattskilum mannsins árið 2018. Var niðurstaðan sú að skattframtölin hafi verið efnislega röng þannig að hann hafi vantalið tekjur frá fyrirtækinu samtals að fjárhæð 321 milljón króna. Þær tekjur hefði átt að skattleggja. Greiddi yfirvinnu starfsmanna í reiðufé Maðurinn, sem sagði eina hlutverk sitt hjá Smíðalandi hafa verið að gefa út reikninga, viðurkenndi að hafa tekið við töluverðum fjármunum frá fyrirtækinu og ráðstafað í eigin þágu á þess að hafa gert grein fyrir því á skattframtölum. Hann mótmælti þó að um væri að ræða þá fjárhæð sem ákært var fyrir. Sagði hann að hann hafi greitt yfirvinnu starfsmanna á vegum starfsmannaleigu að hluta með reiðufé sem tekið var út af reikningnum hans. Fram kemur að maðurinn hafi hins vegar ekki getað gert fullnægjandi grein fyrir því hvernig öllum þeim fjármunum sem félagið hafi greitt inn á bankareikninga hans á árunum 2016 til 2018 hafi verið ráðstafað. Stórkostlegt hirðuleysi Í dómi segir að framtalsskylda hafi hvílt á manninum, en að hann hafi ekki skýrt rétt frá tekjum og eignum og hafi hann þannig gerst sekur um „stórkostlegt hirðuleysi“. Um leið og hann hafi skilað efnislega röngum skattframtölum hafi brot hans verið fullframið. Maðurinn hlaut sjö mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm árið 2012 fyrir skattsvik og mat dómari hæfilega refsingu nú vera fimmtán mánaða fangelsi, auk greiðslu sektar. Fresta skal fullnustu fangelsisvistarinnar og hún látin niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Forsvarsmaðurinn hefur einnig hlotið dóm Forsvarsmaður umrædda fyrirtækis, sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2019, hefur einnig verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldslögum sem og peningaþvætti. Hann var á síðasta ári sakfelldur fyrir hættubrot við rekstur starfsmannaleigunnar 2findjob ehf., sem áður var minnst á, með því að hafa látið starfsmenn búa í vistarverum við Smiðshöfða sem lýst var sem hættulegum „svefnskápum“. Hlaut hann fimm mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brotin.
Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Tengdar fréttir Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. júní 2021 15:04 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. júní 2021 15:04