Í kjölfarið hafi vel gengið að ná niðurlögum eldsins.
Íbúar í Borgarnesi og fólk á þjóðvegi eitt varð vart við það upp úr klukkan tíu að slökkviliðsbílar þutu hver á fætur öðrum áleiðis inn í Borgarfjörð.
Bjarni segir að um tuttugu manns hafi komið að slökkvistarfinu vel heppnaða. Þá segir hann að enginn hafi verið í hættu og allir hans menn og aðrir séu heilir.
Hann gat ekki sagt til um hver staðan á sumarbústaðnum væri en ljóst væri að skemmdirnar væru einhverjar.
Fréttin hefur verið uppfærð.