Erlent

Suður-Kóreu­menn yngjast um eitt til tvö ár á blaði

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þessi afmælisstelpa verður enn yngri eftir breytinguna.
Þessi afmælisstelpa verður enn yngri eftir breytinguna. Getty

Með breyttum reglum um aldur fólks í Suður-Kóreu eiga íbúar landsins von á því að verða einu til tveimur árum yngri í opinberum skjölum. Breytingin mun taka gildi í júní á næsta ári og er gerð til þess að draga úr misskilningi.

Hingað til hefur kerfi sem kallað hefur verið „Kóreu-aldur“ verið við gildi í landinu. Með því kerfi fæðist manneskja eins árs og svo bætist við eitt ár 1. janúar. Manneskja sem fæðist 31. desember er því í rauninni á sama tíma einungis eins dags gömul en samt tveggja ára samkvæmt opinberum skjölum. 

Frá og með júní árið 2023 munu Suður-Kóreumenn þó taka upp það hefðbundna aldurskerfi sem allir aðrir í heiminum nota. Þú fæðist og verður eins árs 365 dögum síðar (366 dögum síðar ef hlaupár er í spilinu).

Í grein BBC um breytinguna segir að kerfið hafi í gegnum árin oft skapað mikinn misskilning, til dæmis lagalega séð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×