Voru herbergisfélagar í tuttugu ár: „Eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2022 09:00 Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson eru jafnaldrar (fæddir 1984) og héldust í hendur í gegnum allan ferilinn. vísir/vilhelm Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason urðu samferða í gegnum handboltaferilinn og vinátta þeirra er einstök. Ásgeir og Arnór voru aðalmennirnir í íslenska U-18 ára landsliðinu sem varð Evrópumeistari 2004. Þeir spiluðu svo lengi saman í A-landsliðinu, meðal annars á Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Ísland vann til silfurverðlauna. Ásgeir var gestur Stefáns Árna Pálssonar í þriðja þætti Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaröð um silfurliðið í Peking. Þar ræddi Ásgeir meðal annars um vináttu sína og Arnórs. „Við erum frábærir vinir. Við byrjuðum á því að keppa á móti hvor öðrum og væntanlega þola ekki hvor annan. Svo vorum við báðir teknir inn í unglingalandslið með mönnum tveimur árum eldri en við. Þá byrjuðum við á að vera herbergisfélagar og vorum það í tuttugu ár,“ sagði Ásgeir. „Við upplifðum allt saman. Alls konar vandræði, gleði og sorg. Við eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband. Maður var heppinn að það var manneskja þarna á sama tíma og maður fær að fara í gegnum þetta ferðalag með honum. Ég hefði ekki getað verið heppnari.“ Ásgeir og Arnór hafa eytt rosalega miklum tíma saman, álíka miklum og með mökum sínum. „Fyrir utan konuna hefur enginn sofið oftar með mér en Arnór. Þetta voru sex vikur á ári í næstum því tuttugu ár,“ sagði Ásgeir. „Þetta líf er mikið hangs, vera inni á herbergi. Við getum talað um hvað sem er, hvenær sem er.“ Hlusta má á þriðja þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01 Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01 Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Ásgeir og Arnór voru aðalmennirnir í íslenska U-18 ára landsliðinu sem varð Evrópumeistari 2004. Þeir spiluðu svo lengi saman í A-landsliðinu, meðal annars á Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Ísland vann til silfurverðlauna. Ásgeir var gestur Stefáns Árna Pálssonar í þriðja þætti Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaröð um silfurliðið í Peking. Þar ræddi Ásgeir meðal annars um vináttu sína og Arnórs. „Við erum frábærir vinir. Við byrjuðum á því að keppa á móti hvor öðrum og væntanlega þola ekki hvor annan. Svo vorum við báðir teknir inn í unglingalandslið með mönnum tveimur árum eldri en við. Þá byrjuðum við á að vera herbergisfélagar og vorum það í tuttugu ár,“ sagði Ásgeir. „Við upplifðum allt saman. Alls konar vandræði, gleði og sorg. Við eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband. Maður var heppinn að það var manneskja þarna á sama tíma og maður fær að fara í gegnum þetta ferðalag með honum. Ég hefði ekki getað verið heppnari.“ Ásgeir og Arnór hafa eytt rosalega miklum tíma saman, álíka miklum og með mökum sínum. „Fyrir utan konuna hefur enginn sofið oftar með mér en Arnór. Þetta voru sex vikur á ári í næstum því tuttugu ár,“ sagði Ásgeir. „Þetta líf er mikið hangs, vera inni á herbergi. Við getum talað um hvað sem er, hvenær sem er.“ Hlusta má á þriðja þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01 Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01 Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01
Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01
Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða