„Náttúran nýtur ekki vafans“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. desember 2022 21:19 Fiskeldi við Fáskrúðsfjörð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Stjórn Landverndar hvetur matvælaráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegt umhverfisslys við Örlygshöfn og styrkja og bæta allt regluverk fyrir fiskeldi í opnum sjávarkvíum. Þá eru ráðherrarnir hvattir til banna frekari vöxt fiskeldis þar til þekking um langtímaáhrif þess eldis sem þegar er komið af stað á Íslandi er fyrir hendi. Í bréfi Landverndar til Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að ekki sé um það deilt að fiskeldi í opnum sjókvíum geti valdið margvíslegum neikvæðum umhverfisáhrifum. Sífellt komi upp ný dæmi um það á Íslandi. „Áhrifin eru bæði bein og óbein, þ.e. tengjast allri virðiskeðjunni frá öflun fóðurs, flutninga og notkunar lyfja og bóluefna og sleppinga á fiski sem geta haft áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika. Þekking á langtímaáhrifum við Ísland er takmörkuð og lög og reglur virðast ekki þróast í sama takti og ör vöxtur greinarinnar.“ Stjórn Landverndar segir jafnframt óhætt að fullyrða að núverandi fyrirkomulag og rekstur fiskeldis í opnum sjókvíum sélangt frá því að uppfylla almenn skilyrði um „sjálfbærni“. Stjórn Landverndar telur því afar varhugavert að halda áfram á sömu braut vaxtar í fiskeldi í opnum sjókvíum. „Nú er tímabært að staldra við, meta stöðuna og áhrifin á náttúru og umhverfi og bæta lög og reglur og styrkja eftirlit.“ Segja áhrif forsvarsmanna meiri en eðlilegt getur talist Fram kemur í bréfinu að ákvarðanir um styttri hvíldartíma, úr sex mánuðum í þrjá, þrátt fyrir viðvarandi sérfræðinga séu annað dæmi óeðlileg áhrif fiskeldisfyrirtækja og takmarkað getu stjórnvalda að standast áhlaup forsvarsmanna greinarinnar. Náttúran fá ekki að njóta vafans. Þá segir einnig að svo virðist sem áhrif forsvarsmanna greinarinnar á stjórnsýslu og stefnu í málafloknum séu meiri en eðlilegt getur talist í ríki sem kennir sig við lýðræðisleg vinnubrögðum og jafnræði á meðal þegna landsins. „Nýjasta dæmið um þetta er gerð strandskipulags við Vestfirði og Austfirði þar sem öll önnur nýting virðist víkja fyrir áformum fiskeldisfyrirtækja. Annað dæmi um óeðlileg áhrif fiskeldishagsmuna birtist þegar fiskeldisfyrirtækin eru uppvís að því að nota hættuleg efni í sinni starfsemi, sem ekki er heimild fyrir í starfsleyfi, eins og t.d. koparoxíð, er þeim ekki refsað. Í stað eðlilegrar refsinga bregðast stjórnvöld við með því að breyta starfsleyfinu fyrirtækinu í hag og náttúru og umhverfi í óhag, og í tráss við leiðbeiningar stofnunar sem býr yfir sérþekkingu á viðkomandi sviði. Landvernd hefur gert athugasemdir til Umhverfisstofnunar við slíka málsmeðferð en hefur ekki fengið viðhlítandi skýringar.“ Bréf Landverndar í heild sinni. Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Í bréfi Landverndar til Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að ekki sé um það deilt að fiskeldi í opnum sjókvíum geti valdið margvíslegum neikvæðum umhverfisáhrifum. Sífellt komi upp ný dæmi um það á Íslandi. „Áhrifin eru bæði bein og óbein, þ.e. tengjast allri virðiskeðjunni frá öflun fóðurs, flutninga og notkunar lyfja og bóluefna og sleppinga á fiski sem geta haft áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika. Þekking á langtímaáhrifum við Ísland er takmörkuð og lög og reglur virðast ekki þróast í sama takti og ör vöxtur greinarinnar.“ Stjórn Landverndar segir jafnframt óhætt að fullyrða að núverandi fyrirkomulag og rekstur fiskeldis í opnum sjókvíum sélangt frá því að uppfylla almenn skilyrði um „sjálfbærni“. Stjórn Landverndar telur því afar varhugavert að halda áfram á sömu braut vaxtar í fiskeldi í opnum sjókvíum. „Nú er tímabært að staldra við, meta stöðuna og áhrifin á náttúru og umhverfi og bæta lög og reglur og styrkja eftirlit.“ Segja áhrif forsvarsmanna meiri en eðlilegt getur talist Fram kemur í bréfinu að ákvarðanir um styttri hvíldartíma, úr sex mánuðum í þrjá, þrátt fyrir viðvarandi sérfræðinga séu annað dæmi óeðlileg áhrif fiskeldisfyrirtækja og takmarkað getu stjórnvalda að standast áhlaup forsvarsmanna greinarinnar. Náttúran fá ekki að njóta vafans. Þá segir einnig að svo virðist sem áhrif forsvarsmanna greinarinnar á stjórnsýslu og stefnu í málafloknum séu meiri en eðlilegt getur talist í ríki sem kennir sig við lýðræðisleg vinnubrögðum og jafnræði á meðal þegna landsins. „Nýjasta dæmið um þetta er gerð strandskipulags við Vestfirði og Austfirði þar sem öll önnur nýting virðist víkja fyrir áformum fiskeldisfyrirtækja. Annað dæmi um óeðlileg áhrif fiskeldishagsmuna birtist þegar fiskeldisfyrirtækin eru uppvís að því að nota hættuleg efni í sinni starfsemi, sem ekki er heimild fyrir í starfsleyfi, eins og t.d. koparoxíð, er þeim ekki refsað. Í stað eðlilegrar refsinga bregðast stjórnvöld við með því að breyta starfsleyfinu fyrirtækinu í hag og náttúru og umhverfi í óhag, og í tráss við leiðbeiningar stofnunar sem býr yfir sérþekkingu á viðkomandi sviði. Landvernd hefur gert athugasemdir til Umhverfisstofnunar við slíka málsmeðferð en hefur ekki fengið viðhlítandi skýringar.“ Bréf Landverndar í heild sinni.
Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira