Útilokar ekki að hafa átt óformleg samtöl vegna vanvirðandi framkomu ráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2022 08:16 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra virðist ekki útiloka það í svörum sínum við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, að starfsmenn Stjórnarráðsins hafi leitað til hennar óformlega vegna vanvirðandi framkomu af hálfu annarra ráðherra. Í fyrirspurninni spurði Helga Vala meðal annars að því hvert starfsmenn ráðuneyta gætu leitað ef þeir teldu sig hafa orðið fyrir vanvirðandi framkomu af hálfu ráðherra eða ráðuneytisstjóra, svo sem einelti, áreitni, eða annars konar ofbeldi. Í svörum forsætisráðherra var vísað til þess ferlis sem mál færu í samkvæmt fornvarna- og viðbragðsáætlun Stjórnarráðsins vegna EKKO (eineltis, kynbundins áreitis, kynferðislegrar áreitni, ofbeldis). Þá spurði Helga Vala einnig að því hvort forsætisráðherra hefði verið upplýst, formlega eða óformlega, um að ráðherrar hefðu sýnt af sér slíka háttsemi. Ef svo væri, hver viðbrögð ráðherrans hefðu verið og í hvaða farveg málin hefðu verið sett. Í svörum ráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um vanvirðandi háttsemi ráðherra. „Að því er varðar óformleg samskipti er til þess að líta að til Katrínar Jakobsdóttur er stundum leitað í krafti vináttu og persónulegra tengsla og á hún oft og tíðum trúnaðarsamtöl við fólk, m.a. um samskipti á jafn fjölmennum vinnustað og Stjórnarráð Íslands er,“ segir í svörunum. „Ráðherra hefur litið svo á að þegar leitað er til hennar sem trúnaðarvinar þá sé um persónuleg málefni að ræða sem alla jafna kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála, nema óskað sé eftir því. Sé hins vegar grunur um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi er leitast við að leiðbeina viðkomandi um réttan farveg þessara mála á grundvelli framangreindrar viðbragðsáætlunar Stjórnarráðsins um EKKO.“ Þá kemur fram í svörum ráðherra að forsætisráðuneytið greiddi 370 þúsund krónur vegna sálfræðiviðtala fyrir starfsmenn árið 2022, 650 þúsund krónur árið 2021 og 1,2 milljónir árið 2020. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Sjá meira
Í fyrirspurninni spurði Helga Vala meðal annars að því hvert starfsmenn ráðuneyta gætu leitað ef þeir teldu sig hafa orðið fyrir vanvirðandi framkomu af hálfu ráðherra eða ráðuneytisstjóra, svo sem einelti, áreitni, eða annars konar ofbeldi. Í svörum forsætisráðherra var vísað til þess ferlis sem mál færu í samkvæmt fornvarna- og viðbragðsáætlun Stjórnarráðsins vegna EKKO (eineltis, kynbundins áreitis, kynferðislegrar áreitni, ofbeldis). Þá spurði Helga Vala einnig að því hvort forsætisráðherra hefði verið upplýst, formlega eða óformlega, um að ráðherrar hefðu sýnt af sér slíka háttsemi. Ef svo væri, hver viðbrögð ráðherrans hefðu verið og í hvaða farveg málin hefðu verið sett. Í svörum ráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um vanvirðandi háttsemi ráðherra. „Að því er varðar óformleg samskipti er til þess að líta að til Katrínar Jakobsdóttur er stundum leitað í krafti vináttu og persónulegra tengsla og á hún oft og tíðum trúnaðarsamtöl við fólk, m.a. um samskipti á jafn fjölmennum vinnustað og Stjórnarráð Íslands er,“ segir í svörunum. „Ráðherra hefur litið svo á að þegar leitað er til hennar sem trúnaðarvinar þá sé um persónuleg málefni að ræða sem alla jafna kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála, nema óskað sé eftir því. Sé hins vegar grunur um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi er leitast við að leiðbeina viðkomandi um réttan farveg þessara mála á grundvelli framangreindrar viðbragðsáætlunar Stjórnarráðsins um EKKO.“ Þá kemur fram í svörum ráðherra að forsætisráðuneytið greiddi 370 þúsund krónur vegna sálfræðiviðtala fyrir starfsmenn árið 2022, 650 þúsund krónur árið 2021 og 1,2 milljónir árið 2020.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Sjá meira