Útilokar ekki að hafa átt óformleg samtöl vegna vanvirðandi framkomu ráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2022 08:16 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra virðist ekki útiloka það í svörum sínum við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, að starfsmenn Stjórnarráðsins hafi leitað til hennar óformlega vegna vanvirðandi framkomu af hálfu annarra ráðherra. Í fyrirspurninni spurði Helga Vala meðal annars að því hvert starfsmenn ráðuneyta gætu leitað ef þeir teldu sig hafa orðið fyrir vanvirðandi framkomu af hálfu ráðherra eða ráðuneytisstjóra, svo sem einelti, áreitni, eða annars konar ofbeldi. Í svörum forsætisráðherra var vísað til þess ferlis sem mál færu í samkvæmt fornvarna- og viðbragðsáætlun Stjórnarráðsins vegna EKKO (eineltis, kynbundins áreitis, kynferðislegrar áreitni, ofbeldis). Þá spurði Helga Vala einnig að því hvort forsætisráðherra hefði verið upplýst, formlega eða óformlega, um að ráðherrar hefðu sýnt af sér slíka háttsemi. Ef svo væri, hver viðbrögð ráðherrans hefðu verið og í hvaða farveg málin hefðu verið sett. Í svörum ráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um vanvirðandi háttsemi ráðherra. „Að því er varðar óformleg samskipti er til þess að líta að til Katrínar Jakobsdóttur er stundum leitað í krafti vináttu og persónulegra tengsla og á hún oft og tíðum trúnaðarsamtöl við fólk, m.a. um samskipti á jafn fjölmennum vinnustað og Stjórnarráð Íslands er,“ segir í svörunum. „Ráðherra hefur litið svo á að þegar leitað er til hennar sem trúnaðarvinar þá sé um persónuleg málefni að ræða sem alla jafna kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála, nema óskað sé eftir því. Sé hins vegar grunur um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi er leitast við að leiðbeina viðkomandi um réttan farveg þessara mála á grundvelli framangreindrar viðbragðsáætlunar Stjórnarráðsins um EKKO.“ Þá kemur fram í svörum ráðherra að forsætisráðuneytið greiddi 370 þúsund krónur vegna sálfræðiviðtala fyrir starfsmenn árið 2022, 650 þúsund krónur árið 2021 og 1,2 milljónir árið 2020. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Í fyrirspurninni spurði Helga Vala meðal annars að því hvert starfsmenn ráðuneyta gætu leitað ef þeir teldu sig hafa orðið fyrir vanvirðandi framkomu af hálfu ráðherra eða ráðuneytisstjóra, svo sem einelti, áreitni, eða annars konar ofbeldi. Í svörum forsætisráðherra var vísað til þess ferlis sem mál færu í samkvæmt fornvarna- og viðbragðsáætlun Stjórnarráðsins vegna EKKO (eineltis, kynbundins áreitis, kynferðislegrar áreitni, ofbeldis). Þá spurði Helga Vala einnig að því hvort forsætisráðherra hefði verið upplýst, formlega eða óformlega, um að ráðherrar hefðu sýnt af sér slíka háttsemi. Ef svo væri, hver viðbrögð ráðherrans hefðu verið og í hvaða farveg málin hefðu verið sett. Í svörum ráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um vanvirðandi háttsemi ráðherra. „Að því er varðar óformleg samskipti er til þess að líta að til Katrínar Jakobsdóttur er stundum leitað í krafti vináttu og persónulegra tengsla og á hún oft og tíðum trúnaðarsamtöl við fólk, m.a. um samskipti á jafn fjölmennum vinnustað og Stjórnarráð Íslands er,“ segir í svörunum. „Ráðherra hefur litið svo á að þegar leitað er til hennar sem trúnaðarvinar þá sé um persónuleg málefni að ræða sem alla jafna kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála, nema óskað sé eftir því. Sé hins vegar grunur um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi er leitast við að leiðbeina viðkomandi um réttan farveg þessara mála á grundvelli framangreindrar viðbragðsáætlunar Stjórnarráðsins um EKKO.“ Þá kemur fram í svörum ráðherra að forsætisráðuneytið greiddi 370 þúsund krónur vegna sálfræðiviðtala fyrir starfsmenn árið 2022, 650 þúsund krónur árið 2021 og 1,2 milljónir árið 2020.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira