Vindorka - árás á náttúru Íslands Andrés Skúlason skrifar 10. desember 2022 09:31 Því er gjarnan haldið á lofti að Ísland sé ríkasta land í heimi af svokölluðum endurnýjanlegum orkugjöfum og þjóðin hefur verið stolt af því. Við erum nefnilega heimsmeistarar í ansi mörgu. Þegar grannt er skoðað eigum við hins vegar bara eitt staðfest heimsmet á alþjóðlegum mælikvarða og það er mesta orkuframleiðsla í heimi á hvert mannsbarn og þar stökkvum við helmingi hærra en næsta ríki á eftir. Þá eru líkur á að við eigum annað heimsmet, „reyndar óstaðfest“ vegna skorts á rannsóknum, en það er mesta orkusóun á hvert mannsbarn. Við erum sömuleiðis ein þjóða heims að sólunda yfir 80% af orkuauðlindum okkar til orkufrekrar mengandi starfsemi og nú hefur bæst við hinn nýi óhefti- frjálsi orkugeiri með grænþvottarstimpilinn á lofti sem merkir sér allt sama hvaða ósómi er undir. Nú eigum við „grænasta ál“ í heimi, framleitt með „grænustu orku“ í heimi og svo eigum við auðvitað „grænustu gagnaver“ í heimi sem grafa eftir „grænustu rafmynt“ í heiminum, og svo eru áform um græna orkugarða sem ætti kannski að flokka frekar undir efnaverksmiðjur. Vindorkuáform sem nú þegar hafa verið sett á svið eru af áður óþekktri stærð, án þess að sýnt hafi verið fram á þörfina og allt er þetta undir grænum formerkjum þrátt fyrir að óafturkræf náttúruspjöll hafi verið sett á dagskrá með slíkum vindorkuverum. Ef markmiðið er að skapa sátt um vindorkuver hér á landi þá sýnist mér það því miður stefna í algjört óefni eins og staðan er. Atgangur orkugeirans er einfaldlega alltof mikill þegar vanmáttug sveitarfélög eru annarsvegar og ekki er til að dreifa haldbærum lögum eða reglum í málaflokknum. Núna þurfum við ekki á að halda erlendu stór-kapítali í bakgarðinn okkar sem er farið að kljúfa samfélög víða um land þar sem íbúum hefur verið stillt upp við vegg á íbúafundum og aðeins hlið orkugeirans er dregin upp. En fyrst og síðast er verið að ráðast hér að okkar verðmætustu auðlind með þeim grófustu iðnaðaráformum sem sett hafa verið á svið frá upphafi, gegn íslenskri náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Því er gjarnan haldið á lofti að Ísland sé ríkasta land í heimi af svokölluðum endurnýjanlegum orkugjöfum og þjóðin hefur verið stolt af því. Við erum nefnilega heimsmeistarar í ansi mörgu. Þegar grannt er skoðað eigum við hins vegar bara eitt staðfest heimsmet á alþjóðlegum mælikvarða og það er mesta orkuframleiðsla í heimi á hvert mannsbarn og þar stökkvum við helmingi hærra en næsta ríki á eftir. Þá eru líkur á að við eigum annað heimsmet, „reyndar óstaðfest“ vegna skorts á rannsóknum, en það er mesta orkusóun á hvert mannsbarn. Við erum sömuleiðis ein þjóða heims að sólunda yfir 80% af orkuauðlindum okkar til orkufrekrar mengandi starfsemi og nú hefur bæst við hinn nýi óhefti- frjálsi orkugeiri með grænþvottarstimpilinn á lofti sem merkir sér allt sama hvaða ósómi er undir. Nú eigum við „grænasta ál“ í heimi, framleitt með „grænustu orku“ í heimi og svo eigum við auðvitað „grænustu gagnaver“ í heimi sem grafa eftir „grænustu rafmynt“ í heiminum, og svo eru áform um græna orkugarða sem ætti kannski að flokka frekar undir efnaverksmiðjur. Vindorkuáform sem nú þegar hafa verið sett á svið eru af áður óþekktri stærð, án þess að sýnt hafi verið fram á þörfina og allt er þetta undir grænum formerkjum þrátt fyrir að óafturkræf náttúruspjöll hafi verið sett á dagskrá með slíkum vindorkuverum. Ef markmiðið er að skapa sátt um vindorkuver hér á landi þá sýnist mér það því miður stefna í algjört óefni eins og staðan er. Atgangur orkugeirans er einfaldlega alltof mikill þegar vanmáttug sveitarfélög eru annarsvegar og ekki er til að dreifa haldbærum lögum eða reglum í málaflokknum. Núna þurfum við ekki á að halda erlendu stór-kapítali í bakgarðinn okkar sem er farið að kljúfa samfélög víða um land þar sem íbúum hefur verið stillt upp við vegg á íbúafundum og aðeins hlið orkugeirans er dregin upp. En fyrst og síðast er verið að ráðast hér að okkar verðmætustu auðlind með þeim grófustu iðnaðaráformum sem sett hafa verið á svið frá upphafi, gegn íslenskri náttúru.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun