Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. desember 2022 10:30 Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís. Vaxandi andstaða við inngöngu í Evrópusambandið hefur þannig mælst í skoðanakönnunum á meðal þeirra sem segjast styðja Samfylkinguna á sama tíma og fylgi flokksins hefur aukizt. Með öðrum orðum telur ljóslega stór hópur kjósenda, sem andvígur er því að Ísland gangi í sambandið, að hann geti nú stutt Samfylkinguna í trausti þess að flokkurinn muni þrátt fyrir óbreytta stefnu ekki beita sér fyrir inngöngu í það. Hafa ekki minnzt á Evrópusambandið Fylgi Viðreisnar, hins stjórnmálaflokksins á Alþingi sem hlynntur er inngöngu í Evrópusambandið, er á sama tíma á hliðstæðum nótum nú og í þingkosningunum og hefur þannig lítið breytzt á undanförnum mánuðum þrátt fyrir aukna áherzlu flokksins á málið í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar. Miðað við síðustu könnun Gallups er fylgi flokksins raunar talsvert minna nú en það var í kosningunum. Með öðrum orðum liggur beinast við að draga þá ályktun að áherzla á inngöngu Íslands í Evrópusambandið sé ekki ávísun á fylgisaukningu. Þvert á móti. Forystumenn Viðreisnar virðast hafa áttað sig á þessu og hafa þannig að undanförnu sent frá sér greinar um mál, sem þeir hafa áður ekki fjallað um án þess að tengja þau með beinum hætti við inngöngu í Evrópusambandið, án þess að minnast einu orði á sambandið. Viðreisn í eðli sínu eins máls flokkur Mikilvægt er að hafa í huga að grundvallarmunur er á Samfylkingunni og Viðreisn í þessu sambandi. Viðreisn var þannig beinlínis stofnuð í kringum það stefnumál að ganga í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál flokksins taka í raun mið af því. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi ekki í vegi þess að af henni geti orðið. Viðreisn er þannig í eðli sínu eins máls flokkur. Hins vegar var Samfylkingin aldrei stofnuð í kringum inngöngu í Evrópusambandið. Málið var þvert á móti lagt til hliðar þegar flokkurinn var stofnaður fyrir bráðum aldarfjórðungi síðan. Innganga í sambandið varð ekki að stefnu hans fyrr en nokkrum árum síðar. Flokkarnir hafa báðir reynt að leggja áherzlu á önnur mál að undanförnu en trúverðugleiki Samfylkingarinnar er fyrir vikið langtum meiri en Viðreisnar. Stefna Samfylkingarinnar er óbreytt Hitt er svo annað mál að full ástæða er til þess að setja eðlilegan fyrirvara við breytta áherzlu Samfylkingarinnar enda er stefna flokksins eftir sem áður innganga í Evrópusambandið. Miðað við stefnuræðu Kristrúnar í haust er markmiðið, með því að leggja ekki áherzlu á málið, fyrst og fremst það að auka fylgi Samfylkingarinnar og nýta fylgisaukninguna meðal annars í þágu inngöngu í sambandið „þegar tækifærið gefst.“ Fyrir vikið er alls óvíst hvort breytt áherzla Samfylkingarinnar dugi þegar upp verður staðið til þess að sannfæra vinstrisinnaða kjósendur, sem andvígir eru inngöngu í Evrópusambandið, um það að óhætt sé að kjósa flokkinn og að atkvæði þeirra verði ekki notuð til þess að taka skref í átt að inngöngu í sambandið. Á meðan stefna Samfylkingarinnar er óbreytt er að öllum líkindum ekki hægt að stóla á það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Samfylkingin Viðreisn Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís. Vaxandi andstaða við inngöngu í Evrópusambandið hefur þannig mælst í skoðanakönnunum á meðal þeirra sem segjast styðja Samfylkinguna á sama tíma og fylgi flokksins hefur aukizt. Með öðrum orðum telur ljóslega stór hópur kjósenda, sem andvígur er því að Ísland gangi í sambandið, að hann geti nú stutt Samfylkinguna í trausti þess að flokkurinn muni þrátt fyrir óbreytta stefnu ekki beita sér fyrir inngöngu í það. Hafa ekki minnzt á Evrópusambandið Fylgi Viðreisnar, hins stjórnmálaflokksins á Alþingi sem hlynntur er inngöngu í Evrópusambandið, er á sama tíma á hliðstæðum nótum nú og í þingkosningunum og hefur þannig lítið breytzt á undanförnum mánuðum þrátt fyrir aukna áherzlu flokksins á málið í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar. Miðað við síðustu könnun Gallups er fylgi flokksins raunar talsvert minna nú en það var í kosningunum. Með öðrum orðum liggur beinast við að draga þá ályktun að áherzla á inngöngu Íslands í Evrópusambandið sé ekki ávísun á fylgisaukningu. Þvert á móti. Forystumenn Viðreisnar virðast hafa áttað sig á þessu og hafa þannig að undanförnu sent frá sér greinar um mál, sem þeir hafa áður ekki fjallað um án þess að tengja þau með beinum hætti við inngöngu í Evrópusambandið, án þess að minnast einu orði á sambandið. Viðreisn í eðli sínu eins máls flokkur Mikilvægt er að hafa í huga að grundvallarmunur er á Samfylkingunni og Viðreisn í þessu sambandi. Viðreisn var þannig beinlínis stofnuð í kringum það stefnumál að ganga í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál flokksins taka í raun mið af því. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi ekki í vegi þess að af henni geti orðið. Viðreisn er þannig í eðli sínu eins máls flokkur. Hins vegar var Samfylkingin aldrei stofnuð í kringum inngöngu í Evrópusambandið. Málið var þvert á móti lagt til hliðar þegar flokkurinn var stofnaður fyrir bráðum aldarfjórðungi síðan. Innganga í sambandið varð ekki að stefnu hans fyrr en nokkrum árum síðar. Flokkarnir hafa báðir reynt að leggja áherzlu á önnur mál að undanförnu en trúverðugleiki Samfylkingarinnar er fyrir vikið langtum meiri en Viðreisnar. Stefna Samfylkingarinnar er óbreytt Hitt er svo annað mál að full ástæða er til þess að setja eðlilegan fyrirvara við breytta áherzlu Samfylkingarinnar enda er stefna flokksins eftir sem áður innganga í Evrópusambandið. Miðað við stefnuræðu Kristrúnar í haust er markmiðið, með því að leggja ekki áherzlu á málið, fyrst og fremst það að auka fylgi Samfylkingarinnar og nýta fylgisaukninguna meðal annars í þágu inngöngu í sambandið „þegar tækifærið gefst.“ Fyrir vikið er alls óvíst hvort breytt áherzla Samfylkingarinnar dugi þegar upp verður staðið til þess að sannfæra vinstrisinnaða kjósendur, sem andvígir eru inngöngu í Evrópusambandið, um það að óhætt sé að kjósa flokkinn og að atkvæði þeirra verði ekki notuð til þess að taka skref í átt að inngöngu í sambandið. Á meðan stefna Samfylkingarinnar er óbreytt er að öllum líkindum ekki hægt að stóla á það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun