Svartsýnni nú en fyrir helgi Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 10. desember 2022 12:10 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir enn svartsýnni á árangur í kjaraviðræðum í dag en hann var í gær. Viðræður virðast hreinlega ekkert þokast. Samflot VR og iðnaðarmanna fundar nú áfram með samtökum atvinnulífsins, fundur stóð fram eftir kvöldi í gær, en helgin mun ráða úrslitum um það hvort skammtímasamningur sé mögulegur. Fundarhöld halda áfram í karphúsinu í dag og hófst fundurinn núna klukkan ellefu þegar VR og samflot iðn- og tæknifólks mættu til áframhaldandi viðræðna við samtök atvinnulífsins. Fréttastofa náði tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR nú í morgun. Hann segist ekki endilega búast við miklum árangri í dag. „Ég myndi segja að ég væri töluvert svartsýnni en í gær. Við virðumst ekkert komast áfram í þessu. Einhver mál sem mjakast eitthvað áfram en önnur aftur og við einhvern veginn endum alltaf í sama farinu svo ég er frekar svartsýnni heldur en hitt. Þó svo ég hafi farið inn í þetta nokkuð hlutlaus.“ Starfsgreinasambandið samdi við SA um síðustu helgi og hafa þeir samningar verið gagnrýndir af öðrum verkalýðsfélögum. „Það er alveg ljóst að samningarnir sem er búið að undirrita eru að trufla okkar vinnu það er ekkert hægt að segja annað. Þeir trufla mig persónulega ekki en þeir virðast gera það já, trufla Samtök atvinnulífsins í þessari vinnu.“ Ef skammtímasamningar nást ekki um helgina eru allar líkur á því að sú lausn sé útaf borðinu. „Við erum að gera atlögu að þessu núna en ef það nær ekki saman að þa augljóslega þurfum við að hugsa þetta út frá öðrum vinkli og það er þá langtímasamning sem við förum að hugsa útfrá og munum nálgast vinnuna þannig. Aðspurður segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins, hlutina vera að þokast áfram. „Það gerði það, en það er hins vegar talsvert eftir enn þá og við þurfum að nýta þessa helgi vel ef þetta á að nást.“ En hvað með daginn í dag? „Ég held að dagurinn í dag snúist um að við verðum ráðagóð á raunastund“, sagði Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu nú fyrir skömmu. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Fundarhöld halda áfram í karphúsinu í dag og hófst fundurinn núna klukkan ellefu þegar VR og samflot iðn- og tæknifólks mættu til áframhaldandi viðræðna við samtök atvinnulífsins. Fréttastofa náði tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR nú í morgun. Hann segist ekki endilega búast við miklum árangri í dag. „Ég myndi segja að ég væri töluvert svartsýnni en í gær. Við virðumst ekkert komast áfram í þessu. Einhver mál sem mjakast eitthvað áfram en önnur aftur og við einhvern veginn endum alltaf í sama farinu svo ég er frekar svartsýnni heldur en hitt. Þó svo ég hafi farið inn í þetta nokkuð hlutlaus.“ Starfsgreinasambandið samdi við SA um síðustu helgi og hafa þeir samningar verið gagnrýndir af öðrum verkalýðsfélögum. „Það er alveg ljóst að samningarnir sem er búið að undirrita eru að trufla okkar vinnu það er ekkert hægt að segja annað. Þeir trufla mig persónulega ekki en þeir virðast gera það já, trufla Samtök atvinnulífsins í þessari vinnu.“ Ef skammtímasamningar nást ekki um helgina eru allar líkur á því að sú lausn sé útaf borðinu. „Við erum að gera atlögu að þessu núna en ef það nær ekki saman að þa augljóslega þurfum við að hugsa þetta út frá öðrum vinkli og það er þá langtímasamning sem við förum að hugsa útfrá og munum nálgast vinnuna þannig. Aðspurður segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins, hlutina vera að þokast áfram. „Það gerði það, en það er hins vegar talsvert eftir enn þá og við þurfum að nýta þessa helgi vel ef þetta á að nást.“ En hvað með daginn í dag? „Ég held að dagurinn í dag snúist um að við verðum ráðagóð á raunastund“, sagði Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu nú fyrir skömmu.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira