Mikið var skorað í fyrri hálfleik en liðin héldust í hendur framan af leik. Mest náðu heimamenn, sem voru þó gestalið í leik dagsins, upp tveggja marka forystu um miðbik fyrri hálfleiks en þegar jafnt var til loka fyrri hálfleiks var ÍBV óvænt komið yfir.
Dukla Prag skoraði hins vegar síðustu tvö mörkin og var einu marki yfir í hálfleik. Sá munur varð að tveimur mörkum snemma í síðari hálfleik en eftir það var leikurinn í járnum. Það var svo Svanur Páll Ísfeld Vilhjálmsson sem skoraði sigurmark ÍBV í síðustu sókn leiksins, lokatölur 34-33.
Sveinn José Rivera var markahæstur í liði ÍBV með sjö mörk. Þar á eftir kom Rúnar Kárason með fimm mörk.