Innlent

Eldur í ál­verinu í Straums­vík

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Mikill viðbúnaður var á vettvangi.
Mikill viðbúnaður var á vettvangi. Vísir/Sindri Jó

Eldur kviknaði í vinnuvél inni í skála í álverinu í Straumsvík klukkan 18:30. Fjórir dælubílar voru sendir á vettvang. 

Þetta staðfestir Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 

Hann segir jafnframt að verið sé að klára að slökkva eldinn sem stendur. Unnið verður að reykræstingu í kjölfarið.  

Lárus segir aðgerðirnar töluverðar. 

Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan var mikill viðbúnaður á svæðinu. 

Fréttin var uppfærð kl. 20:13. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×