Sprengingin átti sér stað í gærmorgun við höfnina í St. Helier á Jersey. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni en íbúar um eyjuna alla fundu fyrir henni.
Jersey er staðsett rétt fyrir utan Normandí í Frakklandi en tilheyrir samt sem áður Bretlandi. Eyjan er 118 ferkílómetrar, tíu sinnum stærri en Heimaey. Þar búa tæplega hundrað þúsund manns.
Leitarsérfræðingar og leitarhundar eru nú á svæðinu og freista þess að finna fólkið sem ekki hefur enn fundist. Að sögn slökkviliðsstjórans á eyjunni, Paul Brown, munu viðbragðsaðilar halda áfram að leita þar til allir eru fundnir.