Þrátt fyrir allt „nautheimsk vél“ með tilheyrandi göllum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2022 10:30 Gervigreind mun aldrei geta komið í staðinn fyrir mennska listamenn, að mati listamanns sem unnið hefur með slíka tækni. Nýr veruleiki blasi þó við - og hann hefur orðið var við áhyggjur af hinni ógurlega hröðu þróun í ákveðnum kreðsum. Við kynntum okkur nýjasta gervigreindaræðið á samfélagsmiðlum. Við fjölluðum um ótrúlega framþróun opinna myndgreiningarforrita, sem geta skilað af sér listaverkum af öllu sem hugurinn girnist á örfáum sekúndum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í lok mánaðar. Og nýtt æði, þessu skylt, hefur skekið samfélagsmiðla síðustu daga. Tímalínur landsmanna eru stútfullar af gervigreindarportrettum, þar sem viðfangsefnin eru túlkuð á afar fjölbreyttan hátt. Smáforritið sem notað er heitir Lensa. Greiða þarf fyrir notkun og svo hleður notandinn inn allt að tuttugu sjálfsmyndum sem gervigreind notar svo til að framkalla portrettin. Samtalið byrjað í sumum kreðsum Fréttamaður lét sjálfur reyna á gervigreindina og sýnir niðurstöður í fréttinni hér að ofan. Afurðirnar voru sannarlega misvel heppnaðar. En hvað þýðir þetta fyrir heim listarinnar? „Á einn hátt er þetta svolítið „video killed the radio star“. En á annan hátt þýðir þetta kannski ekki neitt,“ segir Anton Kaldal Ágústsson, myndlistar- og tónlistarmaður. Í því samhengi bendir hann á að gervigreindin sé þrátt fyrir allt nautheimsk vél - með tilheyrandi göllum. En það örli vissulega á áhyggjum af framtíðinni. „Erlendis er samtalið aðeins byrjað í einhverjum kreðsum. En tæknin er komin töluvert á undan lögfræðinni og höfundarréttinum.“ Með Lensa greiðir notandinn sjö Bandaríkjadali og fær fyrir fimmtíu portrett á örfáum mínútum. Ekki amalegur díll, þó að netverjar hafi raunar furðað sig á því í vikunni að fólk væri að borga fyrir portrettin. þið eruð raunverulega að borga peninga fyrir þessar ljótu myndir af ykkur?— Berglind Festival (@ergblind) December 8, 2022 Gæti þetta á endanum leyst listamenn af hólmi? „Alls ekki. Alls ekki,“ segir Anton. „Þetta er í raun, ef eitthvað þá er þetta tól. En auðvitað geri ég mér líka grein fyrir því að þetta er hröð þróun. En þú þarft alltaf manneskjuna til að fá hugmyndina.“ Tækni Samfélagsmiðlar Gervigreind Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Við fjölluðum um ótrúlega framþróun opinna myndgreiningarforrita, sem geta skilað af sér listaverkum af öllu sem hugurinn girnist á örfáum sekúndum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í lok mánaðar. Og nýtt æði, þessu skylt, hefur skekið samfélagsmiðla síðustu daga. Tímalínur landsmanna eru stútfullar af gervigreindarportrettum, þar sem viðfangsefnin eru túlkuð á afar fjölbreyttan hátt. Smáforritið sem notað er heitir Lensa. Greiða þarf fyrir notkun og svo hleður notandinn inn allt að tuttugu sjálfsmyndum sem gervigreind notar svo til að framkalla portrettin. Samtalið byrjað í sumum kreðsum Fréttamaður lét sjálfur reyna á gervigreindina og sýnir niðurstöður í fréttinni hér að ofan. Afurðirnar voru sannarlega misvel heppnaðar. En hvað þýðir þetta fyrir heim listarinnar? „Á einn hátt er þetta svolítið „video killed the radio star“. En á annan hátt þýðir þetta kannski ekki neitt,“ segir Anton Kaldal Ágústsson, myndlistar- og tónlistarmaður. Í því samhengi bendir hann á að gervigreindin sé þrátt fyrir allt nautheimsk vél - með tilheyrandi göllum. En það örli vissulega á áhyggjum af framtíðinni. „Erlendis er samtalið aðeins byrjað í einhverjum kreðsum. En tæknin er komin töluvert á undan lögfræðinni og höfundarréttinum.“ Með Lensa greiðir notandinn sjö Bandaríkjadali og fær fyrir fimmtíu portrett á örfáum mínútum. Ekki amalegur díll, þó að netverjar hafi raunar furðað sig á því í vikunni að fólk væri að borga fyrir portrettin. þið eruð raunverulega að borga peninga fyrir þessar ljótu myndir af ykkur?— Berglind Festival (@ergblind) December 8, 2022 Gæti þetta á endanum leyst listamenn af hólmi? „Alls ekki. Alls ekki,“ segir Anton. „Þetta er í raun, ef eitthvað þá er þetta tól. En auðvitað geri ég mér líka grein fyrir því að þetta er hröð þróun. En þú þarft alltaf manneskjuna til að fá hugmyndina.“
Tækni Samfélagsmiðlar Gervigreind Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira