Biðu eftir björgunarsveitum á þaki bíls í Krossá í tvo tíma Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. desember 2022 15:53 Það er talsvert frost í Þórsmörk en sem betur fer blotnaði fólkið ekki, sem hefði bætt gráu ofan í svart. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir á Hvolsvelli og Hellu voru kallaðar út í dag eftir að tveir erlendir ferðamenn með leiðsögumanni í för festu bíl sinn í Krossá. Fólkið þurfti að bíða á þaki bílsins í tvo klukkutíma þar til hjálp bar að garði. Að því er kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu barst björgunarsveitum hjálparbeiðnin klukkan eitt eftir hádegi. Björgunarsveitin Dagreinnig á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitin á Hellu fóru inn í Þórsmörk til aðstoðar. Bíll frá ferðaþjónustufyrirtækinu var þá kominn á staðinn og yfir Krossá en fólkið var komið upp á þak bílsins og höfðu þau beðið þar í um tvo klukkutíma. Fólkið blotnaði ekki við það að fara út úr bílnum en þeim var kalt þegar björgunarsveitirnar komu, enda talsvert frost í Þórsmörk. Þegar búið var að tryggja aðstæður var fólkinu komið í land og bíllinn, sem var óskemmdur, í kjölfarið dreginn upp úr ánni. Aðgerðum lauk rétt fyrir 15 í dag. Eftir að hafa hlýjað sér inni í heitum bíl hélt fólkið för sinni áfram ásamt leiðsögumanninum. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Tengdar fréttir Komu ökumanni sem sat fastur í Krossá til bjargar Skálaverðir og björgunarsveitarmenn komu ökumanni til bjargar í morgun þegar bíll hans festist í Krossá í Þórsmörk. Þyrla Landhelgisgæslunnar var í æfingarflugi á svæðinu en ekki reyndist þörf á aðstoð þeirra. 7. október 2022 12:04 Festu bíl úti í miðri Steinsholtsá Björgunarsveitir og skálaverðir í Langadal í Þórsmörk voru kallaðir út rétt fyrir klukkan sex í kvöld þegar tilkynnt var um fastan bíl úti í miðri Steinsholtsá. Tveir menn voru inni í bílnum og þurfti að sækja þá á dráttarvél. 10. júlí 2022 19:21 Hjálparsveit skáta í æfingaferð bjargaði ferðamönnum úr Krossá Ferðamenn á ferð um Þórsmörk komust í hann krappan í morgun þegar tilraun til þess að þvera Krossá fór forgörðum. Bíllinn reyndist ekki ráða við ána og staðnæmdist í Krossá miðri. 12. október 2019 13:14 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu barst björgunarsveitum hjálparbeiðnin klukkan eitt eftir hádegi. Björgunarsveitin Dagreinnig á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitin á Hellu fóru inn í Þórsmörk til aðstoðar. Bíll frá ferðaþjónustufyrirtækinu var þá kominn á staðinn og yfir Krossá en fólkið var komið upp á þak bílsins og höfðu þau beðið þar í um tvo klukkutíma. Fólkið blotnaði ekki við það að fara út úr bílnum en þeim var kalt þegar björgunarsveitirnar komu, enda talsvert frost í Þórsmörk. Þegar búið var að tryggja aðstæður var fólkinu komið í land og bíllinn, sem var óskemmdur, í kjölfarið dreginn upp úr ánni. Aðgerðum lauk rétt fyrir 15 í dag. Eftir að hafa hlýjað sér inni í heitum bíl hélt fólkið för sinni áfram ásamt leiðsögumanninum.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Tengdar fréttir Komu ökumanni sem sat fastur í Krossá til bjargar Skálaverðir og björgunarsveitarmenn komu ökumanni til bjargar í morgun þegar bíll hans festist í Krossá í Þórsmörk. Þyrla Landhelgisgæslunnar var í æfingarflugi á svæðinu en ekki reyndist þörf á aðstoð þeirra. 7. október 2022 12:04 Festu bíl úti í miðri Steinsholtsá Björgunarsveitir og skálaverðir í Langadal í Þórsmörk voru kallaðir út rétt fyrir klukkan sex í kvöld þegar tilkynnt var um fastan bíl úti í miðri Steinsholtsá. Tveir menn voru inni í bílnum og þurfti að sækja þá á dráttarvél. 10. júlí 2022 19:21 Hjálparsveit skáta í æfingaferð bjargaði ferðamönnum úr Krossá Ferðamenn á ferð um Þórsmörk komust í hann krappan í morgun þegar tilraun til þess að þvera Krossá fór forgörðum. Bíllinn reyndist ekki ráða við ána og staðnæmdist í Krossá miðri. 12. október 2019 13:14 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Komu ökumanni sem sat fastur í Krossá til bjargar Skálaverðir og björgunarsveitarmenn komu ökumanni til bjargar í morgun þegar bíll hans festist í Krossá í Þórsmörk. Þyrla Landhelgisgæslunnar var í æfingarflugi á svæðinu en ekki reyndist þörf á aðstoð þeirra. 7. október 2022 12:04
Festu bíl úti í miðri Steinsholtsá Björgunarsveitir og skálaverðir í Langadal í Þórsmörk voru kallaðir út rétt fyrir klukkan sex í kvöld þegar tilkynnt var um fastan bíl úti í miðri Steinsholtsá. Tveir menn voru inni í bílnum og þurfti að sækja þá á dráttarvél. 10. júlí 2022 19:21
Hjálparsveit skáta í æfingaferð bjargaði ferðamönnum úr Krossá Ferðamenn á ferð um Þórsmörk komust í hann krappan í morgun þegar tilraun til þess að þvera Krossá fór forgörðum. Bíllinn reyndist ekki ráða við ána og staðnæmdist í Krossá miðri. 12. október 2019 13:14