Skallagrímsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu mest tíu stiga forskoti, en liðið leiddi óvænt með níu stigum að loknum fyrsta leikhluta, 16-25.
Heimamenn í Stjörnunni unni sig þó hægt og bítandi aftur inn í leikinn og voru búnir að jafna metin þegar þriðja leikhluta lauk. Stjörnumenn reyndust svo sterkari í fjórða og seinasta leikhlutanum og unnu að lokum góðan sex stiga sigur, 98-92.
Robert Turner var atkvæðamestur í liði Stjörnumanna með 29 stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar. Í liði Skallagríms var það Keith Jordan sem var stigahæstur með 30 stig.