Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu síðan klukkan tíu í morgun. Tíminn vinnur ekki með samningsaðilum; VR, samfloti iðn- og tæknifólks og Samtökum atvinnulífsins, sem hafa nú verið í fjölmiðlabanni að skipan ríkissáttasemjara í meira en sólarhring. Viðræður eru á afar viðkvæmu stigi og við verðum í beinni úr Karphúsinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Sjómaður sem berjast þurfti fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt vonar að frásögn hans valdi viðhorfsbreytingu. Sjómenn eigi ekki að þurfa að harka öll áföll af sér. Við ræðum við sjómanninn og eiginkonu hans, sem fundið hefur fyrir miklum stuðningi eftir að þau hjónin stigu fram.

Við segjum frá helstu vendingum stríðsins í Úkraínu en ein og hálf milljón manns í hafnarborginni Odesa eru án rafmagns eftir drónaárásir Rússa. 

Merkum flugsöguminjum, sem tengjast Geysisslysinu á Vatnajökli, hefur verið bjargað til byggða eftir að hafa legið uppi á hálendi í meira en sjötíu ár. Sonur Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða, sótti gripina núna í vetrarbyrjun ásamt félaga sínum í þriggja daga leiðangri að rótum Síðujökuls.

Þetta og margt, margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×