Mótið var hið glæsilegasta og fór fram í Bankanum vinnustofu á Selfossi. Það var veitingamaðurinn Tómas Þóroddsson sem fjármagnaði mótið, en úttsendingin var í umsjón Chess After Dark og Ingvars Þórs Jóhannessonar og var sýnt í beinni útsendingu hér á Vísi
Íslandsmeistaratitillinn í atskák er sá næst stærsti sem hægt er að vinna á Íslandi á eftir Íslandsmeistaratitlinum í kappskák.
Eins og áður segir var það Hjörvar Steinn Pétursson sem sigraði mótið. Dagur Ragnarsson hafnaði í öðru sæti og Jóhann Hjartarson varð í þriðja sæti.
Efsta konan á mótinu var Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, en hún var einnig sá keppandi sem varð efstur með 2000 stig eða minna. Brynjar Bjarkason varð efstur keppenda með 1600 stig eða minna.