Algjört klúður Tottenham: Auglýstu sýningu á undanúrslitaleik Englands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2022 08:31 Harry Kane svekkir sig á vítaklúðrinu í átta liða úrslitunum á meðan Frakkarnir fagna. AP/Hassan Ammar Tottenham leikmaður klúðraði ekki bara vítaspyrnu á úrslitastund sem eyðilagði HM-draum Englendinga í Katar heldur bauð félagið einnig upp á vandræðalegt klúður í kjölfar leiksins. Tottenham voru svo vissir um sigur enska landsliðsins á móti Frökkum í átta liða úrslitum HM á laugardagskvöldið að sendu tölvupóst þar sem kom fram að þeir ætluðu að sýna undanúrslitaleik enska landsliðsins beint á Tottenham leikvanginum. Tottenham left red-faced after sending invitation to watch England World Cup semihttps://t.co/Jpr5p4ajeG— Express Sport (@DExpress_Sport) December 11, 2022 Enska landsliðið tapaði 2-1 á móti Frökkum á laugardagskvöldið og er því úr leik á HM. Tottenham maðurinn Harry Kane klúðraði leiknum með því að skjóta yfir úr vítaspyrnu á lokakafla leiksins þegar hann jafnað metin í 2-2. Í marki Frakka stóð Hugo Lloris, annar leikmaður Tottenham. Lloris og félagar í franska landsliðinu mæta Marokkó í seinni undanúrslitaleiknum á miðvikudagskvöldið. Stuttu eftir tapleik Englendinga á móti Frökkum þá sendi Tottenham stuðningsmönnum félagsins tölvupóst það sem þeim var boðið að horfa á undanúrslitaleik enska landsliðsins í beinni útsendingu á stóra skjánum á Tottenham leikvanginum. Tottenham Hotspur's marketing team, Sent out emails on Sunday inviting fans to watch England's semi-final at the Tottenham Hotspur Stadium. [@MailSport] pic.twitter.com/ScsCjv3lFr— That's Football! (@ThatsFootballTV) December 11, 2022 Enskir blaðamenn komust yfir þennan tölvupóst en auðvitað verður enska landsliðið hvergi sjáanlegt á Al Bayt leikvanginum á miðvikudagskvöldið þegar Frakkar spila við Marokkó um sæti í úrslitaleik HM. „Upplifið spennuna og dramatíkina í undanúrslitaleik HM á Tottenham Hotspur Stadium. Sæti í úrslitaleiknum er í boði þegar enska landsliðið mætir til leiks miðvikudaginn 14. desember. Geta strákarnir hans Gareth Southgate komist í fyrsta úrslitlaiekinn á HM síðan 1966?,“ stóð meðal annars í tölvupóstinum. Augljóslega er um mistök að ræða sem urðu enn kjánalegri af því að að það var Tottenham leikmaður sem klúðraði þessu fyrir enska landsliðið. Þótt að Tottenham maðurinn Hugo Lloris standi í marki franska landsliðsins í þessum leik þá eru litlar sem engar líkur að stuðningsmenn Tottenham myndi mæta til að horfa á leikinn á stóra skjánum á Tottenham leikvanginum. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira
Tottenham voru svo vissir um sigur enska landsliðsins á móti Frökkum í átta liða úrslitum HM á laugardagskvöldið að sendu tölvupóst þar sem kom fram að þeir ætluðu að sýna undanúrslitaleik enska landsliðsins beint á Tottenham leikvanginum. Tottenham left red-faced after sending invitation to watch England World Cup semihttps://t.co/Jpr5p4ajeG— Express Sport (@DExpress_Sport) December 11, 2022 Enska landsliðið tapaði 2-1 á móti Frökkum á laugardagskvöldið og er því úr leik á HM. Tottenham maðurinn Harry Kane klúðraði leiknum með því að skjóta yfir úr vítaspyrnu á lokakafla leiksins þegar hann jafnað metin í 2-2. Í marki Frakka stóð Hugo Lloris, annar leikmaður Tottenham. Lloris og félagar í franska landsliðinu mæta Marokkó í seinni undanúrslitaleiknum á miðvikudagskvöldið. Stuttu eftir tapleik Englendinga á móti Frökkum þá sendi Tottenham stuðningsmönnum félagsins tölvupóst það sem þeim var boðið að horfa á undanúrslitaleik enska landsliðsins í beinni útsendingu á stóra skjánum á Tottenham leikvanginum. Tottenham Hotspur's marketing team, Sent out emails on Sunday inviting fans to watch England's semi-final at the Tottenham Hotspur Stadium. [@MailSport] pic.twitter.com/ScsCjv3lFr— That's Football! (@ThatsFootballTV) December 11, 2022 Enskir blaðamenn komust yfir þennan tölvupóst en auðvitað verður enska landsliðið hvergi sjáanlegt á Al Bayt leikvanginum á miðvikudagskvöldið þegar Frakkar spila við Marokkó um sæti í úrslitaleik HM. „Upplifið spennuna og dramatíkina í undanúrslitaleik HM á Tottenham Hotspur Stadium. Sæti í úrslitaleiknum er í boði þegar enska landsliðið mætir til leiks miðvikudaginn 14. desember. Geta strákarnir hans Gareth Southgate komist í fyrsta úrslitlaiekinn á HM síðan 1966?,“ stóð meðal annars í tölvupóstinum. Augljóslega er um mistök að ræða sem urðu enn kjánalegri af því að að það var Tottenham leikmaður sem klúðraði þessu fyrir enska landsliðið. Þótt að Tottenham maðurinn Hugo Lloris standi í marki franska landsliðsins í þessum leik þá eru litlar sem engar líkur að stuðningsmenn Tottenham myndi mæta til að horfa á leikinn á stóra skjánum á Tottenham leikvanginum.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira