Réðst á barnsmóður og 28 daga gamalt barn sitt: „Hræðilegt að sjá hana“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. desember 2022 11:54 Fyrir dómi sagði konan að þetta hefði verið einhver versti dagur sem hún hefði lifað. Sagði hún atvikið sitja fast í sér og hún hefði átt mjög erfitt eftir þetta. Vísir/Getty Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 12 mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð þáverandi kærustu sinnar og barnsmóður og 28 daga gamallar dóttur þeirra. Fram kemur í dómnum að konan hafi sætt margvíslegu ofbeldi af hálfu mannsins um langt skeið og þá hafi maðurinn haldið áfram að ásækja hana eftir að umrædd árás átti sér stað. Fram kemur að maðurinn hafi að morgni 2. desember 2020 ruðst inn á heimili sitt og konunnar og kýlt hana hnefahögg í andlit þar sem hún stóð með dóttur þeirra í fanginu. Hélt hann síðan árásinni áfram og kýldi konuna ítrekað í andlitið. Konan féll því næst fram fyrir sig á stofugólf með barnið í fanginu en sleppti þar takinu af henni og ýtti henni eftir gólfi undan árásinni. Maðurinn hélt árásinni áfram með því að rífa í hár konunnar og þá kýldi hann og sparkaði ítrekað í líkama hennar. Afleiðingarnar voru þær að konan hlaut glóðurauga undir hægra auga, sár á enni og hægra kinnbeini og eymsli í hársverði, við rifbein og yfir háls-og brjósthrygg. Í mati læknis kemur fram að mikil mildi sé að ekki hafi farið verr, sérstaklega hvað varðar barnið. Illa útleikin og meidd Lögreglumenn sem komu á vettvang þessa nótt lýstu því þannig að konan hefði verið mjög skelfd og illa leikin. Nágrannar konunnar báru einnig vitni fyrir dómi. Eitt vitnið sagðist hafa heyrt mikið öskur í konu og læti eins og barsmíðar, sem hafi virst koma frá íbúð konunnar. Annað vitnið sagðist hafa heyrt háan hurðaskell og öskur í konu eins og hún væri hrædd. Þriðja vitnið sagðist hafa heyrt mikil læti og öskur og greinilegt að mikið hafi verið um að vera. Þá sagðist vitnið hafa séð konuna illa útleikna og meidda í andliti og að það hefði verið „hræðilegt að sjá hana.“ Fram kemur í niðurstöðu dómsins að konan hafi verið í samtalsmeðferð fyrir konur sem eiga að baki áfallasögu sem tengist ofbeldi. Samkvæmt vottorði og framburði sálfræðings tengir konan það sérstaklega við hinn ákærða og ber auk þess einkenni áfallastreitu. Í vottorði sálfræðingsins er lýst frásögnum konunnar um margháttað og langvarandi ofbeldi í hennar garð af hálfu mannsins, bæði andlegu og líkamlegu. Fyrir dómi sagði konan að þetta hefði verið einhver versti dagur sem hún hefði lifað. Sagði hún atvikið sitja fast í sér og hún hefði átt mjög erfitt eftir þetta. Þá sagði konan að eftir umrætt atvik hefði maðurinn verið með hótanir í hennar garð, sent henni ógeðslegar orðasendingar og lagt hendur á hana aftur. Auk þess hefðu tveir menn menn ráðist inn heimili hennar, barið hana og misnotað en hún vissi þó ekki hvort að hinn ákærði hefði staðið að baki því og fram kom að það mál væri nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þá kom fram í vitnisburði konunnar að í dag væri staðan sú að maðurinn væri með óþverraskap við hana þangað til hann „væri orðinn lítill í sér og játaði ást sína til hennar.“ Þá sagði hún manninn hafa reynt að sannfæra hana um að mæta ekki fyrir dóm og flýja land með sér. Þá sagði hún manninn ekki vera í neinu sambandi við dóttur þeirra. Dóttir þeirra væri smeyk við hann og yrði hrædd þegar dyrabjöllunni væri hringt. Sagðist hafa verið í miklu rugli Fyrir dómi neitaði maðurinn sök að öðru leyti en því að hann játaði að hafa slegið konuna „tvö til þrjú högg í andlitið. Hann kannaðist ekki við að konan hefði haldið á barninu og hafði heldur engar skýringar á áverkum hennar. Kvaðst hann í raun ekki hafa séð neina áverka á henni. Þá sagðist hann hafa verið „í miklu rugli“ þegar þessi atvik gerðust og hann myndi lítið eftir þessu. Sagði hann konuna hafa viljað að hann kæmi heim þegar þetta var en það þótti afar ótrúverðugt þar sem rafræn samskipti sem lögð voru fram fyrir dómi sýndu fram á að konan vildi ekki að hann kæmi og hún treysti honum ekki. Dómurinn mat hins vegar að framburður konunnar væri afar trúverðugur og einlægur og í samræmi við annað sem fram kom í málinu, bæði í framburði vitna, sem og í skriflegum gögnum. Tvisvar áður dæmdur fyrir ofbeldisbrot Í rannsóknargögnum kemur fram að ofangreindan dag, þ.e. 2. desember 2020, var manninum gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni vegna ofangreinds og var það ákveðið með hennar vilja. Hins vegar kom konan á lögreglustöð 30. desember 2020 og óskaði eftir að nálgunarbannið yrði fellt úr gildi, en öðru leyti stóð framburður hennar óbreyttur og þá hélt hún kæru sinni til streitu. Var nálgunarbannið fellt úr gildi með ákvörðun lögreglustjóra 31. desember 2020. Þá kom konan á lögreglustöð þann 12. janúar 2021 og óskaði eftir að draga refsikröfu sína í málinu til baka og kvaðst ekki vilja gera bótakröfu. Aðspurð um fyrri framburð sinn kvaðst hún vilja nýta rétt sinn til að tjá sig ekki, en óskaði ekki eftir að draga framburð sinn til baka. Maðurinn hefur áður unnið sér til refsingar en samkvæmt sakavottorði hefur honum átta sinnum áður verið gerð refsing og þar af tvívegis fyrir ofbeldisbrot. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að árás mannsins hafi verið með öllu tilefnislaus og framin inni á sameiginlegu heimili þeirra. Skeytti maðurinn ekkert um hvaða afleiðingar árásin gæti haft fyrir konuna og barnið. Mat dómurinn það svo að maðurinn ætti sér engar málsbætur. Því þótti hæfileg refsing vera fangelsi í 12 mánuði og kemur ekki til álita að skilorðsbinda hana að neinu leyti. Auk þess er manninum gert að greiða konunni og barni þeirra samtals 2,5 milljónir í miskabætur. Hér má finna dóm Héraðsdóms Suðurlands í heild sinni. Heimilisofbeldi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Fram kemur að maðurinn hafi að morgni 2. desember 2020 ruðst inn á heimili sitt og konunnar og kýlt hana hnefahögg í andlit þar sem hún stóð með dóttur þeirra í fanginu. Hélt hann síðan árásinni áfram og kýldi konuna ítrekað í andlitið. Konan féll því næst fram fyrir sig á stofugólf með barnið í fanginu en sleppti þar takinu af henni og ýtti henni eftir gólfi undan árásinni. Maðurinn hélt árásinni áfram með því að rífa í hár konunnar og þá kýldi hann og sparkaði ítrekað í líkama hennar. Afleiðingarnar voru þær að konan hlaut glóðurauga undir hægra auga, sár á enni og hægra kinnbeini og eymsli í hársverði, við rifbein og yfir háls-og brjósthrygg. Í mati læknis kemur fram að mikil mildi sé að ekki hafi farið verr, sérstaklega hvað varðar barnið. Illa útleikin og meidd Lögreglumenn sem komu á vettvang þessa nótt lýstu því þannig að konan hefði verið mjög skelfd og illa leikin. Nágrannar konunnar báru einnig vitni fyrir dómi. Eitt vitnið sagðist hafa heyrt mikið öskur í konu og læti eins og barsmíðar, sem hafi virst koma frá íbúð konunnar. Annað vitnið sagðist hafa heyrt háan hurðaskell og öskur í konu eins og hún væri hrædd. Þriðja vitnið sagðist hafa heyrt mikil læti og öskur og greinilegt að mikið hafi verið um að vera. Þá sagðist vitnið hafa séð konuna illa útleikna og meidda í andliti og að það hefði verið „hræðilegt að sjá hana.“ Fram kemur í niðurstöðu dómsins að konan hafi verið í samtalsmeðferð fyrir konur sem eiga að baki áfallasögu sem tengist ofbeldi. Samkvæmt vottorði og framburði sálfræðings tengir konan það sérstaklega við hinn ákærða og ber auk þess einkenni áfallastreitu. Í vottorði sálfræðingsins er lýst frásögnum konunnar um margháttað og langvarandi ofbeldi í hennar garð af hálfu mannsins, bæði andlegu og líkamlegu. Fyrir dómi sagði konan að þetta hefði verið einhver versti dagur sem hún hefði lifað. Sagði hún atvikið sitja fast í sér og hún hefði átt mjög erfitt eftir þetta. Þá sagði konan að eftir umrætt atvik hefði maðurinn verið með hótanir í hennar garð, sent henni ógeðslegar orðasendingar og lagt hendur á hana aftur. Auk þess hefðu tveir menn menn ráðist inn heimili hennar, barið hana og misnotað en hún vissi þó ekki hvort að hinn ákærði hefði staðið að baki því og fram kom að það mál væri nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þá kom fram í vitnisburði konunnar að í dag væri staðan sú að maðurinn væri með óþverraskap við hana þangað til hann „væri orðinn lítill í sér og játaði ást sína til hennar.“ Þá sagði hún manninn hafa reynt að sannfæra hana um að mæta ekki fyrir dóm og flýja land með sér. Þá sagði hún manninn ekki vera í neinu sambandi við dóttur þeirra. Dóttir þeirra væri smeyk við hann og yrði hrædd þegar dyrabjöllunni væri hringt. Sagðist hafa verið í miklu rugli Fyrir dómi neitaði maðurinn sök að öðru leyti en því að hann játaði að hafa slegið konuna „tvö til þrjú högg í andlitið. Hann kannaðist ekki við að konan hefði haldið á barninu og hafði heldur engar skýringar á áverkum hennar. Kvaðst hann í raun ekki hafa séð neina áverka á henni. Þá sagðist hann hafa verið „í miklu rugli“ þegar þessi atvik gerðust og hann myndi lítið eftir þessu. Sagði hann konuna hafa viljað að hann kæmi heim þegar þetta var en það þótti afar ótrúverðugt þar sem rafræn samskipti sem lögð voru fram fyrir dómi sýndu fram á að konan vildi ekki að hann kæmi og hún treysti honum ekki. Dómurinn mat hins vegar að framburður konunnar væri afar trúverðugur og einlægur og í samræmi við annað sem fram kom í málinu, bæði í framburði vitna, sem og í skriflegum gögnum. Tvisvar áður dæmdur fyrir ofbeldisbrot Í rannsóknargögnum kemur fram að ofangreindan dag, þ.e. 2. desember 2020, var manninum gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni vegna ofangreinds og var það ákveðið með hennar vilja. Hins vegar kom konan á lögreglustöð 30. desember 2020 og óskaði eftir að nálgunarbannið yrði fellt úr gildi, en öðru leyti stóð framburður hennar óbreyttur og þá hélt hún kæru sinni til streitu. Var nálgunarbannið fellt úr gildi með ákvörðun lögreglustjóra 31. desember 2020. Þá kom konan á lögreglustöð þann 12. janúar 2021 og óskaði eftir að draga refsikröfu sína í málinu til baka og kvaðst ekki vilja gera bótakröfu. Aðspurð um fyrri framburð sinn kvaðst hún vilja nýta rétt sinn til að tjá sig ekki, en óskaði ekki eftir að draga framburð sinn til baka. Maðurinn hefur áður unnið sér til refsingar en samkvæmt sakavottorði hefur honum átta sinnum áður verið gerð refsing og þar af tvívegis fyrir ofbeldisbrot. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að árás mannsins hafi verið með öllu tilefnislaus og framin inni á sameiginlegu heimili þeirra. Skeytti maðurinn ekkert um hvaða afleiðingar árásin gæti haft fyrir konuna og barnið. Mat dómurinn það svo að maðurinn ætti sér engar málsbætur. Því þótti hæfileg refsing vera fangelsi í 12 mánuði og kemur ekki til álita að skilorðsbinda hana að neinu leyti. Auk þess er manninum gert að greiða konunni og barni þeirra samtals 2,5 milljónir í miskabætur. Hér má finna dóm Héraðsdóms Suðurlands í heild sinni.
Heimilisofbeldi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira