Hyggjast bregðast við ofbeldi meðal barna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. desember 2022 13:56 Fulltrúar Mosfellsbæjar, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Mosfellsbær Mosfellsbær, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ undirrituðu síðastliðinn föstudag viljayfirlýsingu um samstarf vegna barna í viðkvæmri stöðu. Brugðist verður við auknu og alvarlegra ofbeldi meðal barna með þverfaglegu samstarfi sem ætlað er að draga úr líkum á ofbeldisbrotum og stuðla að farsæld fyrir börn í viðkvæmri stöðu í Mosfellsbæ. Börn í viðkvæmri stöðu eru einstaklingar yngri en 18 ára sem eru þolendur og gerendur í ofbeldismálum og falla undir tilkynningarskyldu almennings samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga. Þar er til dæmis um að ræða börn sem búa við óviðunandi uppeldisaðstæður, verða fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða stofna heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Í tilkynningu frá Mosfellsbæ kemur fram að í lok mars síðastliðinn hafi verið haldin fjölmenn vinnustofa með fagfólki úr Mosfellsbæ til að safna saman ábendingum um hvernig megi þróa þverfaglegt samstarf þeirra sem eiga að vinna með börnum sem teljast í viðkvæmri stöðu vegna ýmis konar ofbeldis og vanrækslu. Á grunni ábendinganna frá vinnustofunni hafa samstarfsaðilar mótað sameiginlegt verklag og unnið að innleiðingu þess. Jafnframt hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu endurskoðað verklag sitt við rannsókn ofbeldisbrota barna og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu mótað reglur um vinnslu ágreiningsmála með áherslu á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Verkefnið er hluti af heildstæðri vinnu hjá lögreglunni við mótun á varanlegum stuðningi við börn í viðkvæmri stöðu til að draga úr líkum á ofbeldisbrotum þeirra, en verkefnið var styrkt af bæði félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra. Stefnt er að því að verklagið í Mosfellsbæ muni nýtast við mótun verklagsreglna ríkislögreglustjóra fyrir lögregluna vegna barna í viðkvæmri stöðu, þar með talið hlutverk lögreglu vegna laga um samþættingu þjónustu til farsældar barna, rannsókn ofbeldisbrota meðal barna og ungmenna og verklag um tilkynningar á milli lögreglu, barnaverndar og skóla þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Ofbeldi gegn börnum Mosfellsbær Framhaldsskólar Lögreglan Heilsugæsla Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Börn í viðkvæmri stöðu eru einstaklingar yngri en 18 ára sem eru þolendur og gerendur í ofbeldismálum og falla undir tilkynningarskyldu almennings samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga. Þar er til dæmis um að ræða börn sem búa við óviðunandi uppeldisaðstæður, verða fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða stofna heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Í tilkynningu frá Mosfellsbæ kemur fram að í lok mars síðastliðinn hafi verið haldin fjölmenn vinnustofa með fagfólki úr Mosfellsbæ til að safna saman ábendingum um hvernig megi þróa þverfaglegt samstarf þeirra sem eiga að vinna með börnum sem teljast í viðkvæmri stöðu vegna ýmis konar ofbeldis og vanrækslu. Á grunni ábendinganna frá vinnustofunni hafa samstarfsaðilar mótað sameiginlegt verklag og unnið að innleiðingu þess. Jafnframt hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu endurskoðað verklag sitt við rannsókn ofbeldisbrota barna og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu mótað reglur um vinnslu ágreiningsmála með áherslu á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Verkefnið er hluti af heildstæðri vinnu hjá lögreglunni við mótun á varanlegum stuðningi við börn í viðkvæmri stöðu til að draga úr líkum á ofbeldisbrotum þeirra, en verkefnið var styrkt af bæði félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra. Stefnt er að því að verklagið í Mosfellsbæ muni nýtast við mótun verklagsreglna ríkislögreglustjóra fyrir lögregluna vegna barna í viðkvæmri stöðu, þar með talið hlutverk lögreglu vegna laga um samþættingu þjónustu til farsældar barna, rannsókn ofbeldisbrota meðal barna og ungmenna og verklag um tilkynningar á milli lögreglu, barnaverndar og skóla þegar kemur að ofbeldi gegn börnum.
Ofbeldi gegn börnum Mosfellsbær Framhaldsskólar Lögreglan Heilsugæsla Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira