Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2022 14:30 Ragnar Þór undirritar kjarasamninginn í Karphúsinu á öðrum tímanum. Vísir/Vilhelm Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. Greint var frá því nokkuð óvænt á tólfta tímanum í dag að samningar hefðu náðst. Maraþonfundarhelgi lauk á fimmta tímanum í nótt og engar vísbendingar um að búið væri að nást samkomulag. Hálftíma eða svo tók að skrifa undir samningana í Karphúsinu. Bæði þarf að undirrita mörg skjöl og um leið margir að undirrita þessi sömu skjöl. Að því loknu voru forystusauðirnir boðaðir inn í annað herbergi með fjölda ljósmyndara til að taka hópmynd. Beðið var eftir því að Ragnar Þór mætti. „Hvar er Ragnar?“, „fór Ragnar beint í vöfflurnar?“ var spurt. Svo var ákveðið að ljósmyndaherinn tæki sínar myndir. Viðsemjendur brostu, gerðu grín og hlýddu tilmælum ljósmyndara varðandi uppstillingu. Ekkert sást þó til Ragnars Þórs en nokkru síðar sást hann á ganginum og hélt út úr húsakynnum Ríkissáttasemjara. Aðalsteinn S. Leifsson ríkisáttasemjari fær samninginn í hendurnar frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.Vísir/Vilhelm Beiðnum fjölmiðlamanna á staðnum um viðtal var hafnað. Þá hefur fréttastofa ekki náð tali af Ragnari síðan. Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. SA og SGS skrifuðu undir samning fyrir rúmri viku, samning sem formaður SGS fagnaði en Ragnar Þór gagnrýndi. Hann sagði samningsstöðu VR og annarra verkalýðsfélaga verri eftir undirritun þess samnings. „Eins og ég hef sagt þá hefði það verið óskastaðan ef hreyfingin hefði verið svona sameinaðari í þessarði nálgun. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að möguleikar okkar til þess að ná kannski meiri og betri eða stærri aðgerðapökkum frá stjórnvöldum og síðan önnur mál sem að geta verið öllum félögum mikilvæg, sameiginleg mál. Við hefðum átt meiri möguleika þar já,“ sagði Ragnar. Hann hefur enn ekki tjáð sig um ylvolga kjarasamninginn sem skrifað var undir á öðrum tímanum. Uppfært klukkan 15:35 Ragnar Þór tjáði fréttastofu rétt í þessu að hann ætlaði ekkert að tjá sig í dag. Hann væri varla búinn að sofa alla helgina og ætlaði að bíða með að ræða við fólk þangað til á morgun. Þá stóð í fyrri útgáfu fréttarinnar að þess hefði verið beðið að Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, varaformaður VR, kæmi í myndatökuna. Hún upplýsti fréttastofu síðar að hún hefði ekki verið boðuð í myndatökuna. Enda hefði hún annars að sjálfsögðu mætt í hana. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Greint var frá því nokkuð óvænt á tólfta tímanum í dag að samningar hefðu náðst. Maraþonfundarhelgi lauk á fimmta tímanum í nótt og engar vísbendingar um að búið væri að nást samkomulag. Hálftíma eða svo tók að skrifa undir samningana í Karphúsinu. Bæði þarf að undirrita mörg skjöl og um leið margir að undirrita þessi sömu skjöl. Að því loknu voru forystusauðirnir boðaðir inn í annað herbergi með fjölda ljósmyndara til að taka hópmynd. Beðið var eftir því að Ragnar Þór mætti. „Hvar er Ragnar?“, „fór Ragnar beint í vöfflurnar?“ var spurt. Svo var ákveðið að ljósmyndaherinn tæki sínar myndir. Viðsemjendur brostu, gerðu grín og hlýddu tilmælum ljósmyndara varðandi uppstillingu. Ekkert sást þó til Ragnars Þórs en nokkru síðar sást hann á ganginum og hélt út úr húsakynnum Ríkissáttasemjara. Aðalsteinn S. Leifsson ríkisáttasemjari fær samninginn í hendurnar frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.Vísir/Vilhelm Beiðnum fjölmiðlamanna á staðnum um viðtal var hafnað. Þá hefur fréttastofa ekki náð tali af Ragnari síðan. Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. SA og SGS skrifuðu undir samning fyrir rúmri viku, samning sem formaður SGS fagnaði en Ragnar Þór gagnrýndi. Hann sagði samningsstöðu VR og annarra verkalýðsfélaga verri eftir undirritun þess samnings. „Eins og ég hef sagt þá hefði það verið óskastaðan ef hreyfingin hefði verið svona sameinaðari í þessarði nálgun. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að möguleikar okkar til þess að ná kannski meiri og betri eða stærri aðgerðapökkum frá stjórnvöldum og síðan önnur mál sem að geta verið öllum félögum mikilvæg, sameiginleg mál. Við hefðum átt meiri möguleika þar já,“ sagði Ragnar. Hann hefur enn ekki tjáð sig um ylvolga kjarasamninginn sem skrifað var undir á öðrum tímanum. Uppfært klukkan 15:35 Ragnar Þór tjáði fréttastofu rétt í þessu að hann ætlaði ekkert að tjá sig í dag. Hann væri varla búinn að sofa alla helgina og ætlaði að bíða með að ræða við fólk þangað til á morgun. Þá stóð í fyrri útgáfu fréttarinnar að þess hefði verið beðið að Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, varaformaður VR, kæmi í myndatökuna. Hún upplýsti fréttastofu síðar að hún hefði ekki verið boðuð í myndatökuna. Enda hefði hún annars að sjálfsögðu mætt í hana.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira