Sport

Dag­skráin í dag: Evrópu­ævin­týri Vals, Loka­sóknin og Stjórinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson og aðstoðarmaður hans, Óskar Bjarni Óskarsson, hafa gert stórkostlega hluti á Hlíðarenda.
Snorri Steinn Guðjónsson og aðstoðarmaður hans, Óskar Bjarni Óskarsson, hafa gert stórkostlega hluti á Hlíðarenda. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Handbolti er í fyrirrúmi á Stöð 2 Sport í dag en Íslandsmeistarar Vals mæta sænska liðinu Ystad á Hlíðarenda í Evrópukeppni karla í kvöld.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.15 hefst útsending frá leik Vals og Ystad að Hlíðarenda. Klukkan 21.15 verður kvöldið í Evrópukeppninni gert upp.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 17.40 er leikur Benidorm og PAUC á dagskrá. Bæði lið eru með Val í riðli í Evrópukeppninni. Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson spilar með PAUC.

Klukkan 19.10 er Lokasóknin á dagskrá. Þar gerir Andri Ólafsson upp síðustu umferð NFL deildarinnar.

Stöð 2 Esport

Klukkan 21.00 er Stjórinn á dagskrá. Í Stjóranum mætast Hjálmar Örn og Óli Jóels í Football Manager og berjast þar um hvor lendir ofar í 4. deildinni á Englandi. Stjórarnir verða settir undir tímapressu og þurfa að taka allskyns fjölbreyttar áskoranir.


Tengdar fréttir

Valsmenn án lykilmanna á morgun

Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.

„Þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt“

Bjarni Ófeigur Valdimarsson, leikmaður Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta, var á línunni hjá hlaðvarpi Seinni bylgjunnar á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars um viðureign Vals og Ystads sem framundan er í Evrópudeildinni í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×