Lögmál leiksins um örvæntingafullt lið Lakers: „Verða ekki meistarar eins og liðið er uppsett núna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2022 09:31 Farið var yfir hvort stjórn Lakers ætti að rífa í gikkinn og skipta út leikmanni eða leikmanni í von um að styrkja liðið. Tim Nwachukwu/Getty Images Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta. Að þessu sinni var farið yfir hvort gott gengi Brooklyn Nets gæti haldið áfram, hvort Miami Heat þyrfti ekki að fara hafa áhyggjur, hvort Los Angeles Lakers gæti orðið NBA meistari og hvor yrði bestur af Cade Cunningham, Evan Mobley og Jalen Green. Í „Nei eða Já“ setur Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, fram fullyrðingu fyrir sérfræðinga þáttarins og þurfa þeir að svara henni játandi eða neitandi, og svo rökstyðja svör sín. „Brooklyn Nets hefur heldur betur klifrað upp töfluna, vinnur nú hvern leikinn á fætur öðrum og er einum – einum og hálfum – leik á eftir Cleveland Cavaliers,“ sagði Kjartan Atli áður en hann beindi fyrstu fullyrðingunni að Tómasi Steindórssyni. Fyrsta mál á dagskrá: Brooklyn Nets mun á endanum ná Cleveland og enda fyrir ofan Cavaliers, í fjórða sætinu Maður veit aldrei hvað maður fær frá Brooklyn Nets.Jacob Kupferman/Getty Images „Nei ég held ekki. Þetta er tíu manna rótering hjá þeim, þeir eru dálítið meiddir. Ná sjaldan að spila allir saman og munu tapa leikjum þó þeir séu fínir núna. Var ótrúlegur leikur á móti Indiana Pacers í vikunni þar sem þeir sigruðu 136-133 og ég kannaðist við einn leikmann í byrjunarliðinu, ég er ekki einu sinn að grínast. Það vantaði allt byrjunarliðið.“ Hörður Unnsteinsson tók í sama streng. „Held þeir verði í sjötta, sjöunda eða áttunda – á svipuðum stað og þeir voru í fyrra.“ Önnur fullyrðing: Þetta er byrjað að vera áhyggjuefni fyrir Miami Heat „Já. 27 leikir, það er búinn einn þriðji af tímabilinu og þá er orðið mikið áhyggjuefni ef þú ert þremur leikjum fyrir neðan 50 prósent sigurhlutfall. Lið sem við ætluðum að væri að berjast um efsta sætið í Austrinu. Voru topp 3-4 allavega.“ „Þeir eiga að hafa áhyggjur,“ sagði Tómas hreinskilinn. Jimmy Butler og félagar eru í basli.Getty/Cole Burston Þriðja fullyrðing: Stjórn Lakers þarf að taka í gikkinn þegar kemur að leikmannaskiptum „Okkar maður er á því að Los Angeles Lakers getur orðið NBA-meistari þrátt fyrir að vera 11-15. Hann telur að liðið sé vel upp sett, mér finnst það alveg pæling. Anthony Davis er búinn að vera frábær. Liðið er samt sem áður enn fyrir utan útsláttarkeppnina, þarf stjórnin að fara taka í gikkinn þegar kemur að leikmannaskiptum eða eiga þeir og vona að þetta haldi áfram í rétta átt,“ spurði Kjartan Atli. „Ef þeir geta gert eitthvað með Russell Westbrook og fengið þá í staðinn 2-3 leikmenn. Ég myndi ekki taka leikmann fyrir leikmann skipti. Ef þeir gætu fengið aðeins meiri breidd í þetta þá myndi ég rífa í gikkinn þó Westbrook sé búinn að vera þokkalegur upp á síðakastið. Það vantar leikmenn fjögur til sjö sem geta eitthvað,“ sagði Tómas. Westbrook hefur verið skömminni skárri þegar hann kemur inn af bekknum.AP Photo/Godofredo A. Vásquez „Það er algjörlega klárt að þeir verða ekki meistarar eins og liðið er uppsett núna. Auðvitað ættu þeir að vera löngu búnir að taka í gikkinn, áður en það verður of seint. Þeir verða klárlega ekki meistarar ef þetta lið þarf að fara í gegnum umspilsleiki og spila erfiða fyrstu seríu við ungt og ferskt lið. Það verður erfitt fyrir þetta aldna og laskaða Lakers-lið.“ Fjórða og síðasta fullyrðingin: Cade Cunningham verður betri en Evan Mobley og Jalen Green „Akkúrat núna er þetta Mobley, Cade og Green. Eins og staðan er núna. Held að Cade sé með öll verkfærin og líklegastur til að verða heildstæðasti leikmaðurinn af þeim þremur,“ sagði Hörður. Sjá má „Nei eða Já“ í heild sinni hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins um Lakers: Klukkan er korter í fjögur og það er búið að kveikja ljósin Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Í „Nei eða Já“ setur Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, fram fullyrðingu fyrir sérfræðinga þáttarins og þurfa þeir að svara henni játandi eða neitandi, og svo rökstyðja svör sín. „Brooklyn Nets hefur heldur betur klifrað upp töfluna, vinnur nú hvern leikinn á fætur öðrum og er einum – einum og hálfum – leik á eftir Cleveland Cavaliers,“ sagði Kjartan Atli áður en hann beindi fyrstu fullyrðingunni að Tómasi Steindórssyni. Fyrsta mál á dagskrá: Brooklyn Nets mun á endanum ná Cleveland og enda fyrir ofan Cavaliers, í fjórða sætinu Maður veit aldrei hvað maður fær frá Brooklyn Nets.Jacob Kupferman/Getty Images „Nei ég held ekki. Þetta er tíu manna rótering hjá þeim, þeir eru dálítið meiddir. Ná sjaldan að spila allir saman og munu tapa leikjum þó þeir séu fínir núna. Var ótrúlegur leikur á móti Indiana Pacers í vikunni þar sem þeir sigruðu 136-133 og ég kannaðist við einn leikmann í byrjunarliðinu, ég er ekki einu sinn að grínast. Það vantaði allt byrjunarliðið.“ Hörður Unnsteinsson tók í sama streng. „Held þeir verði í sjötta, sjöunda eða áttunda – á svipuðum stað og þeir voru í fyrra.“ Önnur fullyrðing: Þetta er byrjað að vera áhyggjuefni fyrir Miami Heat „Já. 27 leikir, það er búinn einn þriðji af tímabilinu og þá er orðið mikið áhyggjuefni ef þú ert þremur leikjum fyrir neðan 50 prósent sigurhlutfall. Lið sem við ætluðum að væri að berjast um efsta sætið í Austrinu. Voru topp 3-4 allavega.“ „Þeir eiga að hafa áhyggjur,“ sagði Tómas hreinskilinn. Jimmy Butler og félagar eru í basli.Getty/Cole Burston Þriðja fullyrðing: Stjórn Lakers þarf að taka í gikkinn þegar kemur að leikmannaskiptum „Okkar maður er á því að Los Angeles Lakers getur orðið NBA-meistari þrátt fyrir að vera 11-15. Hann telur að liðið sé vel upp sett, mér finnst það alveg pæling. Anthony Davis er búinn að vera frábær. Liðið er samt sem áður enn fyrir utan útsláttarkeppnina, þarf stjórnin að fara taka í gikkinn þegar kemur að leikmannaskiptum eða eiga þeir og vona að þetta haldi áfram í rétta átt,“ spurði Kjartan Atli. „Ef þeir geta gert eitthvað með Russell Westbrook og fengið þá í staðinn 2-3 leikmenn. Ég myndi ekki taka leikmann fyrir leikmann skipti. Ef þeir gætu fengið aðeins meiri breidd í þetta þá myndi ég rífa í gikkinn þó Westbrook sé búinn að vera þokkalegur upp á síðakastið. Það vantar leikmenn fjögur til sjö sem geta eitthvað,“ sagði Tómas. Westbrook hefur verið skömminni skárri þegar hann kemur inn af bekknum.AP Photo/Godofredo A. Vásquez „Það er algjörlega klárt að þeir verða ekki meistarar eins og liðið er uppsett núna. Auðvitað ættu þeir að vera löngu búnir að taka í gikkinn, áður en það verður of seint. Þeir verða klárlega ekki meistarar ef þetta lið þarf að fara í gegnum umspilsleiki og spila erfiða fyrstu seríu við ungt og ferskt lið. Það verður erfitt fyrir þetta aldna og laskaða Lakers-lið.“ Fjórða og síðasta fullyrðingin: Cade Cunningham verður betri en Evan Mobley og Jalen Green „Akkúrat núna er þetta Mobley, Cade og Green. Eins og staðan er núna. Held að Cade sé með öll verkfærin og líklegastur til að verða heildstæðasti leikmaðurinn af þeim þremur,“ sagði Hörður. Sjá má „Nei eða Já“ í heild sinni hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins um Lakers: Klukkan er korter í fjögur og það er búið að kveikja ljósin
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira