Búinn að heyra í formanni samninganefndar Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. desember 2022 21:23 Friðrik Jónsson er formaður Bandalags háskólamanna. Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, gerir ráð fyrir því að funda með Kristínu Lindu Árnadóttur, formanni samninganefndar ríkisins í vikunni. Hann fagnar því að tekist hafi að semja í dag en segist ekki vita hvort félagsmenn BHM sætti sig við svipaðan samning. Friðrik sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann hvatti Kristínu Lindu til að boða tafarlaust til funda. Tilefni yfirlýsingar Friðriks var undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttarsemjara í dag, á almennum vinnumarkaði. Hann sagði að samningar til lengri tíma væru jafnan æskilegri en skammtímasamningur sé skynsamlegur og eðlileg niðurstaða á þessum tímapunkti. Mikilvægt væri að fá stjórnvöld að borðinu til að kanna möguleikann á að flýta viðræðum. Hvers vegna ertu að kalla stjórnvöld að borðinu núna? „Það er af tvennum ástæðum: Annars vegar erum við að upplifa þennan tvöfalda kjarabruna vegna verðbólgu og vaxtahækkana, þannig að það að sækja kjarabætur sem fyrst fyrir okkar umbjóðendur væri að mínu mati æskilegt. Og hitt er auðvitað, að þetta er sameiginlegt verkefni allra á markaði, hvort sem það eru launagreiðendur eða vinnuaflið; að reyna að tryggja sem mestan stöðugleika og frið á vinnumarkaði - sérstaklega í núverandi ástandi,“ segir Friðrik. Aðspurður segist hann ekki vita hvort félagsmenn BHM myndu sætta sig við svipaðan samning og undirritaður var í dag en kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun. „Ég held aðallega að hinar góðu fréttir séu þær að fólk er að takast að semja. Nú er búið að semja við þessa stóru hópa á almennum markaði, á annað hundrað þúsund manns sem þarna eru að semja, og það eru hinar góðu fréttir. Og miðað við hvar við vorum fyrir þremur árum síðan þegar stemningin virtist vera meira í átt að átökum og ósætti, þá er þetta gríðarlega jákvætt,“ segir Friðrik. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Friðrik vill fund nú þegar Friðrik Jónsson formaður BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, til að boða tafarlaust til fundar. 12. desember 2022 14:42 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Friðrik sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann hvatti Kristínu Lindu til að boða tafarlaust til funda. Tilefni yfirlýsingar Friðriks var undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttarsemjara í dag, á almennum vinnumarkaði. Hann sagði að samningar til lengri tíma væru jafnan æskilegri en skammtímasamningur sé skynsamlegur og eðlileg niðurstaða á þessum tímapunkti. Mikilvægt væri að fá stjórnvöld að borðinu til að kanna möguleikann á að flýta viðræðum. Hvers vegna ertu að kalla stjórnvöld að borðinu núna? „Það er af tvennum ástæðum: Annars vegar erum við að upplifa þennan tvöfalda kjarabruna vegna verðbólgu og vaxtahækkana, þannig að það að sækja kjarabætur sem fyrst fyrir okkar umbjóðendur væri að mínu mati æskilegt. Og hitt er auðvitað, að þetta er sameiginlegt verkefni allra á markaði, hvort sem það eru launagreiðendur eða vinnuaflið; að reyna að tryggja sem mestan stöðugleika og frið á vinnumarkaði - sérstaklega í núverandi ástandi,“ segir Friðrik. Aðspurður segist hann ekki vita hvort félagsmenn BHM myndu sætta sig við svipaðan samning og undirritaður var í dag en kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun. „Ég held aðallega að hinar góðu fréttir séu þær að fólk er að takast að semja. Nú er búið að semja við þessa stóru hópa á almennum markaði, á annað hundrað þúsund manns sem þarna eru að semja, og það eru hinar góðu fréttir. Og miðað við hvar við vorum fyrir þremur árum síðan þegar stemningin virtist vera meira í átt að átökum og ósætti, þá er þetta gríðarlega jákvætt,“ segir Friðrik.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Friðrik vill fund nú þegar Friðrik Jónsson formaður BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, til að boða tafarlaust til fundar. 12. desember 2022 14:42 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Friðrik vill fund nú þegar Friðrik Jónsson formaður BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, til að boða tafarlaust til fundar. 12. desember 2022 14:42
Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23
Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01