Þumalputtareglan að svara gagnrýni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. desember 2022 22:40 Andrés Jónsson almannatengill ræddi málin í Reykjavík síðdegis. Vísir/Vilhelm Almannatengill segir almennt ekki vænlegt til árangurs að bíða opinbera gagnrýni af sér, þegjandi og hljóðalaust. Yfirleitt sé betra að svara eða sýna að verið sé að hlusta. Reglan er þó ekki undantekningarlaus. Andrés Jónsson almannatengill ræddi krísustjórnun á almennum nótum í Reykjavík síðdegis í dag. Eðli málsins samkvæmt gat hann ekki rætt einstök mál efnislega en tilefni viðtalsins er meðal annars vegna einhliða yfirlýsinga fyrirtækja, sem gagnrýndar hafa verið undanfarið. Forstjóri Brims vísaði til að mynda einungis til yfirlýsingar fyrr í dag, sem samin var af almannatengslafyrirtæki, og vildi engu við hana bæta. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins ræddi málið einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði að samfélagið þyrfti að stöðva þessa þróun. Andrés segir málið ekki klippt og skorið. „Almenna þumalputtareglan er að svara gagnrýni og bregðast við, og leiðrétta ef eitthvað er, eða segja alla vega: Við erum að hlusta, við vitum af þessu, við skiljum af hverju þið eruð að varpa þessum spurningum fram. Og sýna, ef við erum ekki með svörin, þá munum við koma með þau um leið og við erum búin að skoða málið betur,“ segir Andrés. Stundum gildar ástæður Hann bætir við að með þessari aðferð sé hægt að ná betur utan um umræðuna og því eðlilegt að svara eftir atvikum. Eins og með allflestar reglur, er hún þó ekki undantekningarlaus. „Það eru stundum gildar ástæður. Það eru alls konar ástæður fyrir því að fólk kannski bregst seint við eða treystir sér ekki til að fara í viðtal eða annað. Stundum er það þannig að mál verða bara verri, það er kannski eitthvað sem við ekki vitum sem tengist þessu sem þú getur ekki sagt. Og ef þú myndir segja það þá yrði útkoman jafnvel enn verri í umræðunni heldur en að láta yfir sig ganga einhverja svona öldu,“ segir Andrés. Hann segir að málin geti jafnan verið flókin, sérstaklega þegar tilfinningar eru í spilinu. „Öll þessi mál geta snúist mjög hratt og það er mjög auðvelt að gera mistök. Ég hef unnið með fullt af aðilum sem hafa mikið traust og eru góðir í samskiptum. Flest fyrirtæki á Íslandi, flestar stofnanir þurfa að viðhalda trausti almennings. Það er mikilvægt að vera góður í að svara, það er verra að vera með enga góða talsmenn og fara aldrei í viðtöl, og hlaupa undan slæmum málum, af því það rýrir traustið. En það er samt engin trygging. Það er mjög auðvelt að verða fótaskortur á þessu svelli og ég bið kannski fólk að hafa aðeins í huga að það eru ekki allir vitleysingar og það eru ekki allir illgjarnir.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Fjölmiðlar Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Andrés Jónsson almannatengill ræddi krísustjórnun á almennum nótum í Reykjavík síðdegis í dag. Eðli málsins samkvæmt gat hann ekki rætt einstök mál efnislega en tilefni viðtalsins er meðal annars vegna einhliða yfirlýsinga fyrirtækja, sem gagnrýndar hafa verið undanfarið. Forstjóri Brims vísaði til að mynda einungis til yfirlýsingar fyrr í dag, sem samin var af almannatengslafyrirtæki, og vildi engu við hana bæta. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins ræddi málið einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði að samfélagið þyrfti að stöðva þessa þróun. Andrés segir málið ekki klippt og skorið. „Almenna þumalputtareglan er að svara gagnrýni og bregðast við, og leiðrétta ef eitthvað er, eða segja alla vega: Við erum að hlusta, við vitum af þessu, við skiljum af hverju þið eruð að varpa þessum spurningum fram. Og sýna, ef við erum ekki með svörin, þá munum við koma með þau um leið og við erum búin að skoða málið betur,“ segir Andrés. Stundum gildar ástæður Hann bætir við að með þessari aðferð sé hægt að ná betur utan um umræðuna og því eðlilegt að svara eftir atvikum. Eins og með allflestar reglur, er hún þó ekki undantekningarlaus. „Það eru stundum gildar ástæður. Það eru alls konar ástæður fyrir því að fólk kannski bregst seint við eða treystir sér ekki til að fara í viðtal eða annað. Stundum er það þannig að mál verða bara verri, það er kannski eitthvað sem við ekki vitum sem tengist þessu sem þú getur ekki sagt. Og ef þú myndir segja það þá yrði útkoman jafnvel enn verri í umræðunni heldur en að láta yfir sig ganga einhverja svona öldu,“ segir Andrés. Hann segir að málin geti jafnan verið flókin, sérstaklega þegar tilfinningar eru í spilinu. „Öll þessi mál geta snúist mjög hratt og það er mjög auðvelt að gera mistök. Ég hef unnið með fullt af aðilum sem hafa mikið traust og eru góðir í samskiptum. Flest fyrirtæki á Íslandi, flestar stofnanir þurfa að viðhalda trausti almennings. Það er mikilvægt að vera góður í að svara, það er verra að vera með enga góða talsmenn og fara aldrei í viðtöl, og hlaupa undan slæmum málum, af því það rýrir traustið. En það er samt engin trygging. Það er mjög auðvelt að verða fótaskortur á þessu svelli og ég bið kannski fólk að hafa aðeins í huga að það eru ekki allir vitleysingar og það eru ekki allir illgjarnir.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Fjölmiðlar Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira