Frétti frá dönskum blaðamönnum eftir sigur að liðið hans væri farið á hausinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2022 10:01 Arnór Atlason í hinum alræmda ermalausa búningi AG Kaupmannahafnar. getty/Jan Christensen Danskir fréttamenn reyndust boðberar válegra tíðinda fyrir Arnór Atlason eftir góðan sigur Íslands á Túnis á Ólympíuleikunum í London 2012. Þeir tilkynntu honum nefnilega að lið hans, AG Kaupmannahöfn, væri farið á hausinn. Arnór var gestur fjórða þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Í fjórða þættinum var fjallað um jafntefli Íslands og Danmerkur í riðlakeppninni, 32-32. Þeir Stefán Árni og Arnór fóru um víðan völl í viðtalinu og ræddu meðal annars um tímann hjá danska ofurliðinu AG Kaupmannahöfn sem Arnór lék með á árunum 2010-12. AG vann dönsku deildina bæði tímabil Arnórs hjá því og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2012. Skömmu síðar varð AG svo gjaldþrota. „Það var rosalega erfitt. Þarna um vorið skrifaði ég undir þriggja ára framlengingu á samningi við AG. Svo erum við á Ólympíuleikunum í London og spilum aftur morgunleik gegn Túnis. Þetta var 1. ágúst 2012. Ég man mjög vel eftir þessu,“ sagði Arnór. „Það komu einhverjar fréttir um að framkvæmdastjórinn okkar hefði hætt í lok júlí og við Snorri [Steinn Guðjónsson] hugsuðum hvort eitthvað væri að gerast. Við fengum alltaf sms þegar launin okkar komu. Þau komu inn um mánaðarmótin og ég hugsaði að við værum á lífi.“ En annað kom á daginn og Arnór frétti af gjaldþroti AG á nokkuð óvenjulegan hátt. „Við fórum í morgunleik 1. ágúst, unnum og eftir leikinn mættu fréttamenn og sögðu jæja Arnór, hvernig líst þér á fréttirnar? Hvaða fréttir? spurði ég. AG er farið á hausinn. Það var risa sjokk, ég viðurkenni það alveg og átti nokkra erfiða daga í London með að meðtaka,“ sagði Arnór. Hann og kona hans voru búin að koma sér vel fyrir í Kaupmannahöfn, fyrsta barn þeirra á leið í 1. bekk og annað á leiðinni. „Þetta var rosa erfitt og eins og fyrir konurnar okkar. Meðan þær horfðu á leikinn í Danmörku kom allt í einu gulur borði á skjáinn að AG Kaupmannahöfn væri farið á hausinn. Þetta voru ansi erfiðir dagar og sem betur fer náðum við að einbeita okkur að leikunum,“ sagði Arnór sem gekk í raðir Flensburg eftir Ólympíuleikana í London. Hlusta má á fjórða þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Danski handboltinn Stórasta landið Tengdar fréttir Voru herbergisfélagar í tuttugu ár: „Eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband“ Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason urðu samferða í gegnum handboltaferilinn og vinátta þeirra er einstök. 10. desember 2022 09:00 Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti Ásgeir Örn Hallgrímsson er allur lurkum laminn eftir handboltaferilinn. Hans bíða mjaðmaskipti á næsta ári. 9. desember 2022 09:01 Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01 Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01 Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Arnór var gestur fjórða þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Í fjórða þættinum var fjallað um jafntefli Íslands og Danmerkur í riðlakeppninni, 32-32. Þeir Stefán Árni og Arnór fóru um víðan völl í viðtalinu og ræddu meðal annars um tímann hjá danska ofurliðinu AG Kaupmannahöfn sem Arnór lék með á árunum 2010-12. AG vann dönsku deildina bæði tímabil Arnórs hjá því og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2012. Skömmu síðar varð AG svo gjaldþrota. „Það var rosalega erfitt. Þarna um vorið skrifaði ég undir þriggja ára framlengingu á samningi við AG. Svo erum við á Ólympíuleikunum í London og spilum aftur morgunleik gegn Túnis. Þetta var 1. ágúst 2012. Ég man mjög vel eftir þessu,“ sagði Arnór. „Það komu einhverjar fréttir um að framkvæmdastjórinn okkar hefði hætt í lok júlí og við Snorri [Steinn Guðjónsson] hugsuðum hvort eitthvað væri að gerast. Við fengum alltaf sms þegar launin okkar komu. Þau komu inn um mánaðarmótin og ég hugsaði að við værum á lífi.“ En annað kom á daginn og Arnór frétti af gjaldþroti AG á nokkuð óvenjulegan hátt. „Við fórum í morgunleik 1. ágúst, unnum og eftir leikinn mættu fréttamenn og sögðu jæja Arnór, hvernig líst þér á fréttirnar? Hvaða fréttir? spurði ég. AG er farið á hausinn. Það var risa sjokk, ég viðurkenni það alveg og átti nokkra erfiða daga í London með að meðtaka,“ sagði Arnór. Hann og kona hans voru búin að koma sér vel fyrir í Kaupmannahöfn, fyrsta barn þeirra á leið í 1. bekk og annað á leiðinni. „Þetta var rosa erfitt og eins og fyrir konurnar okkar. Meðan þær horfðu á leikinn í Danmörku kom allt í einu gulur borði á skjáinn að AG Kaupmannahöfn væri farið á hausinn. Þetta voru ansi erfiðir dagar og sem betur fer náðum við að einbeita okkur að leikunum,“ sagði Arnór sem gekk í raðir Flensburg eftir Ólympíuleikana í London. Hlusta má á fjórða þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Danski handboltinn Stórasta landið Tengdar fréttir Voru herbergisfélagar í tuttugu ár: „Eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband“ Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason urðu samferða í gegnum handboltaferilinn og vinátta þeirra er einstök. 10. desember 2022 09:00 Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti Ásgeir Örn Hallgrímsson er allur lurkum laminn eftir handboltaferilinn. Hans bíða mjaðmaskipti á næsta ári. 9. desember 2022 09:01 Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01 Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01 Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Voru herbergisfélagar í tuttugu ár: „Eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband“ Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason urðu samferða í gegnum handboltaferilinn og vinátta þeirra er einstök. 10. desember 2022 09:00
Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti Ásgeir Örn Hallgrímsson er allur lurkum laminn eftir handboltaferilinn. Hans bíða mjaðmaskipti á næsta ári. 9. desember 2022 09:01
Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01
Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01
Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00