Íslandsvinir ársins 2022: Rómantík í lóninu, spenna á Suðurnesi og heimsókn í Icelandverse Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. desember 2022 14:00 Idris Elba, Jodie Foster, Pussy Riot, Mark Zuckerberg og Lebron James voru meðal þeirra sem sóttu Ísland heim á árinu. Vísir Ferðaþjónustan komst skrefi nær því að komast í eðlilegt horf í ár eftir harðar samkomu- og ferðatakmarkanir árin 2020 og 2021. Öllum takmörkunum var aflétt hér á landi í febrúar og streymdu ferðamenn til landsins, þar á meðal fræga fólkið. Íslensk náttúra virðist áfram vera helsta aðdráttaraflið. Ísland hefur lengi verið vinsæll áfangastaður og fræga fólkið líkt og aðrir leitað hingað. Leikarar, raunveruleikastjörnur, listamenn og fleiri komu til landsins á árinu. Jodie Foster tók völdin og Idris Elba naut Valentínusardagsins Ferskast í minni fólks er eflaust koma leikkonunnar Jodie Foster og fylgdarliðs til Íslands í vetur en þau eru hér við tökur á fjórðu þáttaröð True Detective sem sýnd verður á HBO Max. Skautahöllin var meðal annars sett í bandarískan búning fyrir tökurnar. HBO Um er að ræða stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar en umfang þess er áætlað níu milljarðar króna. Framleiðendur tóku meðal annars yfir Voga á Vatnsleysuströnd og Skautahöllina í Reykjavík fyrir tökur á þáttunum. Við bíðum þó enn eftir mynd af Foster sjálfri í hasarnum. True Detective er þó ekki eina kvikmyndaverkefnið á Íslandi í ár. Stórleikarinn Idris Elba var við tökur á kvikmyndinni Luther á Svínafellsjökli en myndin, sem framleidd er af Netflix í samstarfi við BBC, er byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum. Elba var hér síðast í fyrra þegar tökur á Deeper, kvikmynd Baltasars Kormáks, fóru fram. Hann nýtti tækifærið í ár og dvaldi með eiginkonu sinni, Sabrinu Elba, á lúxushóteli Bláa lónsins á Valentínusardaginn og birti funheitt myndband af þeim saman á Instagram. Þá fóru hjónin á Demantaströndina svokölluðu við Jökulsárlón þaðan sem Sabrina birti sömuleiðis myndir. View this post on Instagram A post shared by Sabrina Dhowre Elba (@sabrinaelba) Þá voru fyrr á árinu tökur á verkefni Sony við Mývatn en samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða tökur fyrir kvikmyndina Kraven the Hunter. Leikarinn Aaron Taylor-Johnson og Russel Crowe leika í myndinni en hvort þeir hafi þó verið á landinu fyrir tökurnar liggur ekki fyrir. Tökur fyrir þáttaraðirnar Washington Black, með Thomas John Ellis sem þekktur er fyrir leik sinn í þáttunum Lucifer í aðalhlutverki, og Retreat, með Clive Owen og Emmu Corrin í aðalhlutverki, fóru sömuleiðis fram á Austurlandi. View this post on Instagram A post shared by Pablo Schreiber (@officialpabloschreiber) Leikarinn Pablo Schreiber var einnig staddur á landinu í haust en tökur á annarri þáttaröð Halo, þar sem Schreiber fer með hlutverk Master Chief, fóru fram í ár. Gamlir og nýir Íslandsvinir í hópi leikara Ýmsir aðrir leikarar komu til landsins í ár til skemmtunar frekar en til að vinna. Jake Whitehall kíkti á Hallgrímskirkju og fór í Bláa lónið, Breaking Bad stjarnan Bob Odenkirk fylgdi í fótspor meðleikara síns Brian Cranston, sem kom til landsins árið 2018, og sást spóka sig um í miðbæ Reykjavíkur, Maude Apatow og Anna Kendrick skelltu sér í fjórhjólaferð og Bláa lónið, og Rebel Wilson skellti sér ásamt kærustu sinni í miðnætursund og þyrluferð. View this post on Instagram A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson) John Travolta kom aftur til Íslands í sumar, í þetta sinn með fjölskyldu og vinum, og kíkti einnig við í Bláa lóninu. Hann kom fyrst til Íslands á níunda áratuginum og svo aftur árið 2018, þar sem hann lýsti meðal annars yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í miðri kosningabaráttu. Því miður missti hann rétt svo af sveitastjórnarkosningunum í ár og fengum við því ekki tækifærið til að skera úr um það hvort hann sé enn sömu skoðunar. View this post on Instagram A post shared by Sjálfstæðisflokkurinn (@sjalfstaedis) Ben Stiller kom þá aftur til Íslands í sumar þar sem hann sást snæða með Ólafi Darra í Flatey en þeir þeir hafa nokkrum sinnum leikið í kvikmyndum saman, þar á meðal The Secret Life of Walter Mitty, sem tekin var upp í Grundarfirði. Office stjarnan Rainn Wilson lét þá aftur sjá sig á Íslandi en hann ber Íslandsvina titilinn með rentu þar sem hann hefur ítrekað komið til landsins á síðustu árum. View this post on Instagram A post shared by RAINNFALL HEAT WAVE EXTREME WINTER WILSON (@rainnwilson) Hann spjallaði til að mynda við Stjörnu-Sævar um loftslagsvánna árið 2020 og lék í íslensku þáttunum Ráðherrann árið 2019, svo fátt eitt sé nefnt. Tónlistarmenn skemmtu landanum eftir langa bið Eftir viðburðarleysi síðustu tveggja ára fóru loksins fram nokkrir stórir tónleikar í ár. One Direction stjarnan Louis Tomlinson hélt tónleika í Origo höllinni í vor þar sem nokkrir spenntir aðdáendur biðu í þrjá sólarhringa í röð á meðan hann skellti sér í Sky Lagoon. View this post on Instagram A post shared by Louis Tomlinson (@louist91) Þá fékk R&B söngvarinn Khalid loksins að halda tónleika í Laugardalshöll í maí eftir að þeim hafði verið frestað um tvö ár, rapparinn Skepta tryllti landann í Valshöllinni í sumar, og breska rokksveitin Skunk Anansie hélt langþráða afmælistónleika í apríl. Fjöldi tónlistarmanna kom fram á Iceland Airwaves, þar á meðal úkraínsku Eurovision stjörnurnar í GO_A. Fleiri Eurovision stjörnur komu þá til landsins í ár en hinir sænsku Robin Bengtsson og Tusse komu fram á Söngvakeppninni í vor og hin portúgalska Maro kom fram með Systrum í Hörpu í haust. View this post on Instagram A post shared by Go_A (@go_a_band) Indie stjarnan Aldous Harding kom þá fram í Hljómahöllinni í ágúst og tónlistarmaðurinn Passenger var með tónleika í Hörpu í sumar. Rússneska pönksveitin Pussy Riot var hér á landi í nokkurn tíma í ár en þær flúðu Rússland þegar innrásin í Úkraínu hófst og héldu þær Masha, Taso, Olga og Diana sýningu í Þjóðleikhúsinu í lok nóvember. Um var að ræða sýningu sem þær flokkuðu sem tónleika, gjörningalist og pólitískan viðburð en sýningin var hluti af sýningarferð sem þær fara nú um Evrópu. Þó voru ekki allir tónlistarmenn sem komu til landsins í ár með tónleika fyrir almenning en söngkonan Dua Lipa kom til landsins í sumar þar sem hún virtist vera að vinna að einhvers konar verkefni. Þá var Katy Perry hér á landi í ágúst til að nefna skemmtiferðarskipið Norwegian Prima. Talaði hún um fegurð landsins og fékk sérhannaða skartgripi frá Aurum, meðal annars. View this post on Instagram A post shared by Aurum by Guðbjo rg Jewellery (@aurumjewellery) Þá er vert að minnast þeirra tónlistarmanna sem hefðu getað fengið Íslandsvinatitilinn en tveimur stórum tónleikum var aflýst í ár. Stúlknasveitin TLC átti að vera með tónleika í Laugardalshöll í júní en þeim var aflýst tveimur vikum áður en þeir áttu að fara fram vegna veikinda. Þá varð uppi fótur og fit þegar tónleikum hins skoska Lewis Capaldi var frestað, rúmum sólarhring áður en þeir áttu að fara fram. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin loksins á Íslandi Ísland fékk loksins þann heiður í síðustu viku að veita Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Hörpu en upprunalega stóð til að hátíðin yrði haldin í Reykjavík árið 2020, sem gekk ekki eftir vegna faraldursins. Hátt í þúsund manns ferðuðust til landsins til að taka þátt í hátíðinni, þar á meðal margir heimsþekktir leikstjórar og leikarar. Það var glatt á hjalla þegar evrópsku kvikmyndaverðlaunin fóru fram í Hörpu, í hið minnsta hjá leikstjóra og leikurum myndarinnar Triangle of Sadness. Mynd/Hulda Kvikmyndin Triangle of Sadness sankaði að sér verðlaunum og var leikstjórinn Ruben Östelund auk leikaranna Zlatko Buric, Sunnyi Melles og Vicki Berlin meðal viðstaddra. Íslandsvinurinn góðkunni Nikolaj Coster-Waldau og eiginkona hans, Nukâka Coster-Waldau, afhentu Buric verðlaun fyrir besta leikarann. Raunveruleikastjörnur, áhrifavaldar, íþróttamenn og stofnandi Facebook Það vakti mikla athygli í fyrra þegar Inspired by Iceland kom með auglýsingu þar sem gert var góðlátlegt grín að Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook. Var þar kynnt til sögunnar „the Icelandverse“ sem var augljóslega byggt á metaverse Zuckerbergs, sem hefur ekki beint slegið í gegn. Hann tók þó vel í grínið og sagðist hlakka til að heimsækja Icelandverse. Hann lét verða af því í ár þegar Zuckerberg kom til Íslands ásamt eiginkonu sinni, Priscillu Chan, og virtust þau njóta sín vel ef marka má myndirnar sem þau birtu. Þá komu til landsins þekktir íþróttamenn á borð við körfuboltagoðsögnina LeBron James, sem snæddi meðal annars íslensk lambakjöt með vinum sínum á ferðamannastaðinum Laugarvatnshellum, gisti á býli Depla á Norðurlandi og skellti sér í Drangey. Skíðakonan Lindsey Vonn, skellti sér þá á þyrluskíði um nótt á Norðurlandi, og hnefaleikamaðurinn Tyson Fury, kom til Íslands í til að skora Fjallið, Hafþór Júlíus Björnsson, á hólm. View this post on Instagram A post shared by L I N D S E Y V O N N (@lindseyvonn) Stór hópur Íslendinga horfir á raunveruleikaþætti á borð við Bachelor og Love Island en hádramatískur lokaþáttur Bachelor var líkt og mörgum er kunnugt tekinn upp hér á landi í fyrra og sýndur í mars á þessu ári. Fyrrum Bachelor og Bachelorette stjarnan Michelle Young ákvað að koma til Íslands eftir erfið sambandsslit og skellti sér í fjórhjólaferð um Sólheimasand á meðan Love Island stjarnan Molly-Mae Hague kom til Íslands fyrir myndatöku og skellti sér á Hamborgarabúlluna. View this post on Instagram A post shared by Michelle Young (@michelleyoung) Stjörnukokkurinn Gordon Ramsey gat ekki haldið sig frá Íslandi í ár og sást spóka sig um í miðbæ Reykjavíkur en hann hefur margsinnis komið til landsins, meðal annars fyrir tökur á sjónvarpsþáttum sínum. Grínistinn, leikarinn og rithöfundurinn David Walliams lét þá sjá sig með tilheyrandi lætum en það vakti athygli þegar gríðarleg röð myndaðist í Smáralind, þar sem hann var að árita nýjustu bók sína. Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó en óhætt er að segja að koma Peterson hafi verið umdeild. „Ef þú lítur á samfélagsmiðla er eins og það sé yfirgnæfandi mótstaða við mig,“ segir sálfræðingurinn í viðtali í Ísland í dag en tók fram að það væri ekki satt í raunheimunum og stóð á sínu. Stjórnmálaleiðtogar styrktu tengslin og krónprins fór að gosstöðvunum Að lokum komu nokkrir merkir stjórnmálamenn til landsins í ár. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, fundaði með Katrínu Jakobsdóttur og Finnlandsforseti kom við á Bessastöðum, með tilheyrandi umferðartöfum. Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hittust í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Svipuð staða var uppi þegar forsetar og utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna komu til landsins fyrir hátíðarfund í tilefni þesss að rúmir þrír áratugir voru liðnir frá því að Ísland viðurkenndi sjálfstæði þeirra. Þá fór forseti Íslands með krónprins Noregs að gosstöðvunum í Meradölum. Merkilega lítið fór annars fyrir gosstöðvunum annars í ár en flestir eflaust búnir að fá nóg eftir gosið í Geldingadölum í fyrra. Áhrifavaldurinn Jay Alvarez lét sig þó ekki vanta og birti myndband af sér ganga á reipi við eldgosið. Við ljúkum þessari yfirferð með því magnaða sjónarspili. View this post on Instagram A post shared by JAY (@jayalvarrez) Fréttir ársins 2022 Íslandsvinir Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Tónlist Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Ísland hefur lengi verið vinsæll áfangastaður og fræga fólkið líkt og aðrir leitað hingað. Leikarar, raunveruleikastjörnur, listamenn og fleiri komu til landsins á árinu. Jodie Foster tók völdin og Idris Elba naut Valentínusardagsins Ferskast í minni fólks er eflaust koma leikkonunnar Jodie Foster og fylgdarliðs til Íslands í vetur en þau eru hér við tökur á fjórðu þáttaröð True Detective sem sýnd verður á HBO Max. Skautahöllin var meðal annars sett í bandarískan búning fyrir tökurnar. HBO Um er að ræða stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar en umfang þess er áætlað níu milljarðar króna. Framleiðendur tóku meðal annars yfir Voga á Vatnsleysuströnd og Skautahöllina í Reykjavík fyrir tökur á þáttunum. Við bíðum þó enn eftir mynd af Foster sjálfri í hasarnum. True Detective er þó ekki eina kvikmyndaverkefnið á Íslandi í ár. Stórleikarinn Idris Elba var við tökur á kvikmyndinni Luther á Svínafellsjökli en myndin, sem framleidd er af Netflix í samstarfi við BBC, er byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum. Elba var hér síðast í fyrra þegar tökur á Deeper, kvikmynd Baltasars Kormáks, fóru fram. Hann nýtti tækifærið í ár og dvaldi með eiginkonu sinni, Sabrinu Elba, á lúxushóteli Bláa lónsins á Valentínusardaginn og birti funheitt myndband af þeim saman á Instagram. Þá fóru hjónin á Demantaströndina svokölluðu við Jökulsárlón þaðan sem Sabrina birti sömuleiðis myndir. View this post on Instagram A post shared by Sabrina Dhowre Elba (@sabrinaelba) Þá voru fyrr á árinu tökur á verkefni Sony við Mývatn en samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða tökur fyrir kvikmyndina Kraven the Hunter. Leikarinn Aaron Taylor-Johnson og Russel Crowe leika í myndinni en hvort þeir hafi þó verið á landinu fyrir tökurnar liggur ekki fyrir. Tökur fyrir þáttaraðirnar Washington Black, með Thomas John Ellis sem þekktur er fyrir leik sinn í þáttunum Lucifer í aðalhlutverki, og Retreat, með Clive Owen og Emmu Corrin í aðalhlutverki, fóru sömuleiðis fram á Austurlandi. View this post on Instagram A post shared by Pablo Schreiber (@officialpabloschreiber) Leikarinn Pablo Schreiber var einnig staddur á landinu í haust en tökur á annarri þáttaröð Halo, þar sem Schreiber fer með hlutverk Master Chief, fóru fram í ár. Gamlir og nýir Íslandsvinir í hópi leikara Ýmsir aðrir leikarar komu til landsins í ár til skemmtunar frekar en til að vinna. Jake Whitehall kíkti á Hallgrímskirkju og fór í Bláa lónið, Breaking Bad stjarnan Bob Odenkirk fylgdi í fótspor meðleikara síns Brian Cranston, sem kom til landsins árið 2018, og sást spóka sig um í miðbæ Reykjavíkur, Maude Apatow og Anna Kendrick skelltu sér í fjórhjólaferð og Bláa lónið, og Rebel Wilson skellti sér ásamt kærustu sinni í miðnætursund og þyrluferð. View this post on Instagram A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson) John Travolta kom aftur til Íslands í sumar, í þetta sinn með fjölskyldu og vinum, og kíkti einnig við í Bláa lóninu. Hann kom fyrst til Íslands á níunda áratuginum og svo aftur árið 2018, þar sem hann lýsti meðal annars yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í miðri kosningabaráttu. Því miður missti hann rétt svo af sveitastjórnarkosningunum í ár og fengum við því ekki tækifærið til að skera úr um það hvort hann sé enn sömu skoðunar. View this post on Instagram A post shared by Sjálfstæðisflokkurinn (@sjalfstaedis) Ben Stiller kom þá aftur til Íslands í sumar þar sem hann sást snæða með Ólafi Darra í Flatey en þeir þeir hafa nokkrum sinnum leikið í kvikmyndum saman, þar á meðal The Secret Life of Walter Mitty, sem tekin var upp í Grundarfirði. Office stjarnan Rainn Wilson lét þá aftur sjá sig á Íslandi en hann ber Íslandsvina titilinn með rentu þar sem hann hefur ítrekað komið til landsins á síðustu árum. View this post on Instagram A post shared by RAINNFALL HEAT WAVE EXTREME WINTER WILSON (@rainnwilson) Hann spjallaði til að mynda við Stjörnu-Sævar um loftslagsvánna árið 2020 og lék í íslensku þáttunum Ráðherrann árið 2019, svo fátt eitt sé nefnt. Tónlistarmenn skemmtu landanum eftir langa bið Eftir viðburðarleysi síðustu tveggja ára fóru loksins fram nokkrir stórir tónleikar í ár. One Direction stjarnan Louis Tomlinson hélt tónleika í Origo höllinni í vor þar sem nokkrir spenntir aðdáendur biðu í þrjá sólarhringa í röð á meðan hann skellti sér í Sky Lagoon. View this post on Instagram A post shared by Louis Tomlinson (@louist91) Þá fékk R&B söngvarinn Khalid loksins að halda tónleika í Laugardalshöll í maí eftir að þeim hafði verið frestað um tvö ár, rapparinn Skepta tryllti landann í Valshöllinni í sumar, og breska rokksveitin Skunk Anansie hélt langþráða afmælistónleika í apríl. Fjöldi tónlistarmanna kom fram á Iceland Airwaves, þar á meðal úkraínsku Eurovision stjörnurnar í GO_A. Fleiri Eurovision stjörnur komu þá til landsins í ár en hinir sænsku Robin Bengtsson og Tusse komu fram á Söngvakeppninni í vor og hin portúgalska Maro kom fram með Systrum í Hörpu í haust. View this post on Instagram A post shared by Go_A (@go_a_band) Indie stjarnan Aldous Harding kom þá fram í Hljómahöllinni í ágúst og tónlistarmaðurinn Passenger var með tónleika í Hörpu í sumar. Rússneska pönksveitin Pussy Riot var hér á landi í nokkurn tíma í ár en þær flúðu Rússland þegar innrásin í Úkraínu hófst og héldu þær Masha, Taso, Olga og Diana sýningu í Þjóðleikhúsinu í lok nóvember. Um var að ræða sýningu sem þær flokkuðu sem tónleika, gjörningalist og pólitískan viðburð en sýningin var hluti af sýningarferð sem þær fara nú um Evrópu. Þó voru ekki allir tónlistarmenn sem komu til landsins í ár með tónleika fyrir almenning en söngkonan Dua Lipa kom til landsins í sumar þar sem hún virtist vera að vinna að einhvers konar verkefni. Þá var Katy Perry hér á landi í ágúst til að nefna skemmtiferðarskipið Norwegian Prima. Talaði hún um fegurð landsins og fékk sérhannaða skartgripi frá Aurum, meðal annars. View this post on Instagram A post shared by Aurum by Guðbjo rg Jewellery (@aurumjewellery) Þá er vert að minnast þeirra tónlistarmanna sem hefðu getað fengið Íslandsvinatitilinn en tveimur stórum tónleikum var aflýst í ár. Stúlknasveitin TLC átti að vera með tónleika í Laugardalshöll í júní en þeim var aflýst tveimur vikum áður en þeir áttu að fara fram vegna veikinda. Þá varð uppi fótur og fit þegar tónleikum hins skoska Lewis Capaldi var frestað, rúmum sólarhring áður en þeir áttu að fara fram. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin loksins á Íslandi Ísland fékk loksins þann heiður í síðustu viku að veita Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Hörpu en upprunalega stóð til að hátíðin yrði haldin í Reykjavík árið 2020, sem gekk ekki eftir vegna faraldursins. Hátt í þúsund manns ferðuðust til landsins til að taka þátt í hátíðinni, þar á meðal margir heimsþekktir leikstjórar og leikarar. Það var glatt á hjalla þegar evrópsku kvikmyndaverðlaunin fóru fram í Hörpu, í hið minnsta hjá leikstjóra og leikurum myndarinnar Triangle of Sadness. Mynd/Hulda Kvikmyndin Triangle of Sadness sankaði að sér verðlaunum og var leikstjórinn Ruben Östelund auk leikaranna Zlatko Buric, Sunnyi Melles og Vicki Berlin meðal viðstaddra. Íslandsvinurinn góðkunni Nikolaj Coster-Waldau og eiginkona hans, Nukâka Coster-Waldau, afhentu Buric verðlaun fyrir besta leikarann. Raunveruleikastjörnur, áhrifavaldar, íþróttamenn og stofnandi Facebook Það vakti mikla athygli í fyrra þegar Inspired by Iceland kom með auglýsingu þar sem gert var góðlátlegt grín að Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook. Var þar kynnt til sögunnar „the Icelandverse“ sem var augljóslega byggt á metaverse Zuckerbergs, sem hefur ekki beint slegið í gegn. Hann tók þó vel í grínið og sagðist hlakka til að heimsækja Icelandverse. Hann lét verða af því í ár þegar Zuckerberg kom til Íslands ásamt eiginkonu sinni, Priscillu Chan, og virtust þau njóta sín vel ef marka má myndirnar sem þau birtu. Þá komu til landsins þekktir íþróttamenn á borð við körfuboltagoðsögnina LeBron James, sem snæddi meðal annars íslensk lambakjöt með vinum sínum á ferðamannastaðinum Laugarvatnshellum, gisti á býli Depla á Norðurlandi og skellti sér í Drangey. Skíðakonan Lindsey Vonn, skellti sér þá á þyrluskíði um nótt á Norðurlandi, og hnefaleikamaðurinn Tyson Fury, kom til Íslands í til að skora Fjallið, Hafþór Júlíus Björnsson, á hólm. View this post on Instagram A post shared by L I N D S E Y V O N N (@lindseyvonn) Stór hópur Íslendinga horfir á raunveruleikaþætti á borð við Bachelor og Love Island en hádramatískur lokaþáttur Bachelor var líkt og mörgum er kunnugt tekinn upp hér á landi í fyrra og sýndur í mars á þessu ári. Fyrrum Bachelor og Bachelorette stjarnan Michelle Young ákvað að koma til Íslands eftir erfið sambandsslit og skellti sér í fjórhjólaferð um Sólheimasand á meðan Love Island stjarnan Molly-Mae Hague kom til Íslands fyrir myndatöku og skellti sér á Hamborgarabúlluna. View this post on Instagram A post shared by Michelle Young (@michelleyoung) Stjörnukokkurinn Gordon Ramsey gat ekki haldið sig frá Íslandi í ár og sást spóka sig um í miðbæ Reykjavíkur en hann hefur margsinnis komið til landsins, meðal annars fyrir tökur á sjónvarpsþáttum sínum. Grínistinn, leikarinn og rithöfundurinn David Walliams lét þá sjá sig með tilheyrandi lætum en það vakti athygli þegar gríðarleg röð myndaðist í Smáralind, þar sem hann var að árita nýjustu bók sína. Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó en óhætt er að segja að koma Peterson hafi verið umdeild. „Ef þú lítur á samfélagsmiðla er eins og það sé yfirgnæfandi mótstaða við mig,“ segir sálfræðingurinn í viðtali í Ísland í dag en tók fram að það væri ekki satt í raunheimunum og stóð á sínu. Stjórnmálaleiðtogar styrktu tengslin og krónprins fór að gosstöðvunum Að lokum komu nokkrir merkir stjórnmálamenn til landsins í ár. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, fundaði með Katrínu Jakobsdóttur og Finnlandsforseti kom við á Bessastöðum, með tilheyrandi umferðartöfum. Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hittust í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Svipuð staða var uppi þegar forsetar og utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna komu til landsins fyrir hátíðarfund í tilefni þesss að rúmir þrír áratugir voru liðnir frá því að Ísland viðurkenndi sjálfstæði þeirra. Þá fór forseti Íslands með krónprins Noregs að gosstöðvunum í Meradölum. Merkilega lítið fór annars fyrir gosstöðvunum annars í ár en flestir eflaust búnir að fá nóg eftir gosið í Geldingadölum í fyrra. Áhrifavaldurinn Jay Alvarez lét sig þó ekki vanta og birti myndband af sér ganga á reipi við eldgosið. Við ljúkum þessari yfirferð með því magnaða sjónarspili. View this post on Instagram A post shared by JAY (@jayalvarrez)
Fréttir ársins 2022 Íslandsvinir Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Tónlist Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira