Erlent

De Santis með forskot á Trump

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ron DeSantis hefur gegnt embætti ríkisstjóra Flórída frá í janúar 2019.
Ron DeSantis hefur gegnt embætti ríkisstjóra Flórída frá í janúar 2019. EPA

Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum bendir til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Florída hafi nú verulegt forskot á Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kapphlaupinu um útnefningu Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar sem fram fara að ári.

Fjölmiðillinn USA Today framkvæmdi könnun með Suffolk-háskóla sem greint var frá í gærkvöld þar sem fólk sem segist kjósa Repúblikana var spurt hvern þeir vilja sjá sem næsta frambjóðanda flokksins.

Fram kemur í frétt Guardian um málið að 56 prósent hafi nefnt DeSantis í könnuninni en þriðjungur aðspurðra sögðu Trump.

Þessi könnun er þó aðeins ein af mörgum sem teknar hafa verið síðustu daga og Trump getur huggað sig við það að í annarri könnun sem einnig var skýrt frá í gær var hann með átján prósentustiga forskot á DeSantis.

Umsjónarmenn könnunar USA Today segja þó ljóst að stuðningur við Trump fari dvínandi og að margir kjósenda séu komnir á þá skoðun að vilja Trumpisma, en án Trumps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×