Lýsti fyrir dómi hvernig hún varð fyrir skotárás af hendi Tory Lanez Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2022 09:10 Megan Thee Stallion sló í gegn árið 2020 með plötunni Good News. AP Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion lýsti fyrir kviðdómi í gær áfallinu sem hún varð fyrir þegar rapparinn Tory Lanez skaut hana í fótinn í júlí 2020. „Ég trúi því ekki að ég þurfi að koma hingað og gera þetta,“ sagði Megan Thee Stallion, sem unnið hefur til Grammy-verðlauna, í réttarsal í Los Angeles í gær. Megan Thee Stallion lýst því hvernig Tory Lanez skaut hana í fótinn að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. Í frétt BBC segir að fram hafi komið að hin 27 ára Megan Thee Stallion, sem heitir Megan Pete réttu nafni, hafi móðgað meintan árásarmann, gert lítið úr tónlistarhæfileikum hans, áður en hún krafðist þess að verða hleypt út úr glæsikerru. Hin þrítugi Tory Lanez, sem heitir Daystar Peterson réttu nafni, á svo að hafa skipað henni „dansa“ og skotið fimm skotum að henni. Tory Lanez neitar sök í málinu, en verði hann fundinn sekur kann hann að eiga yfir höfði sér allt að 23 ára fangelsi. Daystar Peterson, betur þekktur sem Tory Lanez, í Los Angeles í september síðastliðinn.EPA „Ég er í áfalli. Ég er hrædd. Ég heyri að byssunni er hleypt af, ég trúi því ekki að hann sé að skjóta á mig,“ sagði Megan Thee Stallion í réttarsal í gær, að því er fram kemur í LA Times. „Ég óska þess að hann hefði bara skotið mig og drepið ef ég hefði vitað að ég hefði þurft að ganga í gegnum þennan hrylling.“ Megan Thee Stallion sagði einnig að Tory Lanez hafi boðið henni milljón dala greiðslu gegn því að tilkynna ekki um árásina, þar sem hann hafi verið á skilorði vegna vopnalagabrots á þessum tíma. Megan Thee Stallion greindi lögreglu upphaflega frá því að hún hafi skorið sig á glerbroti og að það skýrði sárin á fætinum. Í gær sagðist hún hins vegar hafa logið til að byrja með þar sem hún hafi haft áhyggjur af viðbrögðum lögreglu, sér í lagi vegna umræðunnar um kynþáttahatur innan lögreglunnar sumarið 2020. Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Megan Thee Stallion stal senunni í Encanto atriði Lagið We Don't Talk About Bruno úr Encanto var flutt á hátíðinni í gær í sérstakri Óskarsútgáfu. Megan Thee Stallion fór þar á kostum. 28. mars 2022 17:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
„Ég trúi því ekki að ég þurfi að koma hingað og gera þetta,“ sagði Megan Thee Stallion, sem unnið hefur til Grammy-verðlauna, í réttarsal í Los Angeles í gær. Megan Thee Stallion lýst því hvernig Tory Lanez skaut hana í fótinn að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. Í frétt BBC segir að fram hafi komið að hin 27 ára Megan Thee Stallion, sem heitir Megan Pete réttu nafni, hafi móðgað meintan árásarmann, gert lítið úr tónlistarhæfileikum hans, áður en hún krafðist þess að verða hleypt út úr glæsikerru. Hin þrítugi Tory Lanez, sem heitir Daystar Peterson réttu nafni, á svo að hafa skipað henni „dansa“ og skotið fimm skotum að henni. Tory Lanez neitar sök í málinu, en verði hann fundinn sekur kann hann að eiga yfir höfði sér allt að 23 ára fangelsi. Daystar Peterson, betur þekktur sem Tory Lanez, í Los Angeles í september síðastliðinn.EPA „Ég er í áfalli. Ég er hrædd. Ég heyri að byssunni er hleypt af, ég trúi því ekki að hann sé að skjóta á mig,“ sagði Megan Thee Stallion í réttarsal í gær, að því er fram kemur í LA Times. „Ég óska þess að hann hefði bara skotið mig og drepið ef ég hefði vitað að ég hefði þurft að ganga í gegnum þennan hrylling.“ Megan Thee Stallion sagði einnig að Tory Lanez hafi boðið henni milljón dala greiðslu gegn því að tilkynna ekki um árásina, þar sem hann hafi verið á skilorði vegna vopnalagabrots á þessum tíma. Megan Thee Stallion greindi lögreglu upphaflega frá því að hún hafi skorið sig á glerbroti og að það skýrði sárin á fætinum. Í gær sagðist hún hins vegar hafa logið til að byrja með þar sem hún hafi haft áhyggjur af viðbrögðum lögreglu, sér í lagi vegna umræðunnar um kynþáttahatur innan lögreglunnar sumarið 2020.
Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Megan Thee Stallion stal senunni í Encanto atriði Lagið We Don't Talk About Bruno úr Encanto var flutt á hátíðinni í gær í sérstakri Óskarsútgáfu. Megan Thee Stallion fór þar á kostum. 28. mars 2022 17:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Megan Thee Stallion stal senunni í Encanto atriði Lagið We Don't Talk About Bruno úr Encanto var flutt á hátíðinni í gær í sérstakri Óskarsútgáfu. Megan Thee Stallion fór þar á kostum. 28. mars 2022 17:00