Afhendingaröryggi heits vatns Ó. Ingi Tómasson skrifar 14. desember 2022 14:00 Í yfirstandandi kuldakasti flagga Veitur viðvörun um hugsanlegan skort á heitu vatni og væntanlegri lokun sundlauga. Á undanförnum árum hafa Veitur og fleiri aðilar bent á að hitaveitur víða um land séu komnar að þolmörkum og að á höfuðborgarsvæðinu er spáð að hitaveitueftirspurn gæti tvöfaldast á næstu 40 árum. Einnig má geta þess að afhendingaröryggi heits vatns getur rofnað af öðrum orsökum t.d. vegna náttúruhamfara en stutt er síðan umræða um slíkt var vegna eldgoss á Reykjanesskaga. Krýsuvík Í febrúar 2021 skrifaði ég grein í Fréttablaðið „Þegar innviðir hitaveitunnar rofna – í kuldakasti“ Í þessu samhengi þurfum við að líta til fleiri staða en nú er til öflunar á heitu vatni, nærtækast er að horfa til háhitasvæðisins í Krýsuvík. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 27. sept. sl. viljayfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar og HS Orku „Um samstarf um rannsóknir og nýtingu ferskvatns og jarðhita í Krýsuvík“ sem m.a. fellst í að vinna áfram að hugmyndum um nýtingu auðlinda á svæðinu, öflunar jarðhita og ferskvatns. Umhverfis- og framkvæmdaráð tók málið fyrir í morgun (14.12.) þar sem var m.a. bókað: „Umhverfis- og framkvæmdaráð vekur athygli á að Krýsuvík sé kostur til virkjunar, með því væri komin tenging við kerfi Veitna sem dregur úr álagi á virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum. Því er enn meiri ástæða til að flýta rannsóknum til nýtingar á jarðvarma á því svæði. Með nýtingu jarðvarma í Krýsuvík væru komin tvö samtengd kerfi sem gætu aukið öryggi og fyrirsjáanleika afhendingaröryggis á heitu vatni inn á höfuðborgarsvæðið“. Læt ég lokaorð greinar minnar frá því febrúar 2021 verða lokaorðin hér: „heita vatnið er ekki óþrjótandi auðlind sem endurnýjar sig eftir því sem á hana er gengið, því þarf að dreifa álaginu og huga að öðrum svæðum þar sem þessa auðlind er að finna“. Höfundur situr í umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veður Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í yfirstandandi kuldakasti flagga Veitur viðvörun um hugsanlegan skort á heitu vatni og væntanlegri lokun sundlauga. Á undanförnum árum hafa Veitur og fleiri aðilar bent á að hitaveitur víða um land séu komnar að þolmörkum og að á höfuðborgarsvæðinu er spáð að hitaveitueftirspurn gæti tvöfaldast á næstu 40 árum. Einnig má geta þess að afhendingaröryggi heits vatns getur rofnað af öðrum orsökum t.d. vegna náttúruhamfara en stutt er síðan umræða um slíkt var vegna eldgoss á Reykjanesskaga. Krýsuvík Í febrúar 2021 skrifaði ég grein í Fréttablaðið „Þegar innviðir hitaveitunnar rofna – í kuldakasti“ Í þessu samhengi þurfum við að líta til fleiri staða en nú er til öflunar á heitu vatni, nærtækast er að horfa til háhitasvæðisins í Krýsuvík. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 27. sept. sl. viljayfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar og HS Orku „Um samstarf um rannsóknir og nýtingu ferskvatns og jarðhita í Krýsuvík“ sem m.a. fellst í að vinna áfram að hugmyndum um nýtingu auðlinda á svæðinu, öflunar jarðhita og ferskvatns. Umhverfis- og framkvæmdaráð tók málið fyrir í morgun (14.12.) þar sem var m.a. bókað: „Umhverfis- og framkvæmdaráð vekur athygli á að Krýsuvík sé kostur til virkjunar, með því væri komin tenging við kerfi Veitna sem dregur úr álagi á virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum. Því er enn meiri ástæða til að flýta rannsóknum til nýtingar á jarðvarma á því svæði. Með nýtingu jarðvarma í Krýsuvík væru komin tvö samtengd kerfi sem gætu aukið öryggi og fyrirsjáanleika afhendingaröryggis á heitu vatni inn á höfuðborgarsvæðið“. Læt ég lokaorð greinar minnar frá því febrúar 2021 verða lokaorðin hér: „heita vatnið er ekki óþrjótandi auðlind sem endurnýjar sig eftir því sem á hana er gengið, því þarf að dreifa álaginu og huga að öðrum svæðum þar sem þessa auðlind er að finna“. Höfundur situr í umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar