Þetta staðfestir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtalið við Fótbolti.net.
„Þeir gerðu samkomulag við okkur um að gera upp fyrir 15. desember, svo virðist belgíska sambandið vera grjóthart, þetta er inn í TMS [alþjóðakerfi fyrir kaup og sölur], og það kemur upp að það sé ógreidd við okkur og liði í Grikklandi [Panetolikos].“
Belgíska sambandið hefur sett Beerschot í félagaskiptabann vegna þessa en félagið sjálft hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að allar skuldir verði borgaður áður en árið er úti.
„Þeir hafa ekkert greitt okkur ennþá, því miður,“ sagði Sævar ásamt því að staðfesta að upphaflega hafi Beerschot ætlað að greiða um miðjan september en beðið um frest til 15. desember.
Nökkvi Þeyr hefur staðið sig með prýði síðan hann fór til Belgíu. Hann hefur spilað 15 leiki, skorað sex mörk og gefið eina stoðsendingu. Beerschot er á toppi belgísku B-deildarinnar og stefnir á að leika í úrvalsdeildinni þar í landi á næstu leiktíð.
Viðtal Sævars má lesa í heild sinni á vef Fótbolti.net.