„Mikill fjöldi er að taka smálán“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. desember 2022 18:40 Guðný Helena Guðmundsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir marga leita til þeirra fyrir jólin. Vísir/Egill Töluvert fleiri hafa sótt um jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar nú fyrir jólin en undanfarin ár. Félagsráðgjafi segir neyðina mikla og erfiða stöðu á húsnæðismarkaði hafa mikið að segja. Þá leiti nú fjölmargir skjólstæðingar hjálparstarfsins í smálán til að reyna að bjarga sér. Hjálparsamtök hér á landi bjóða mörg hver þeim sem búa við kröpp kjör upp á aðstoð til að halda jólin hátíðleg ár hvert. Þeirra á meðal er Hjálparstarf kirkjunnar. Þar hefur nú verið tekið á móti umsóknum síðustu tvær vikurnar. Hægt er að sækja um á netinu út morgundaginn en þegar hafa fleiri sótt um en síðustu árin. Þannig er nú áætlað að umsóknir frá yfir tvö þúsund fjölskyldum hafi þegar borist en í fyrra voru þær innan við sextán hundruð. „Það er bara gríðarlegur fjöldi fólks sem er að koma. Bæði er að koma og þá sem hafa þegar sótt um þetta er bara mun meira heldur en hefur verið síðastliðin tvö ár,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir þá sem leita til þeirra bæði vera Íslendinga og fólk af erlendum uppruna. Margir sjái ekki fram á góð jól. „Þetta er bara gríðarlega mikil neyð hjá öllum.“ Hópurinn sem leiti til Hjálparstarfs kirkjunnar hafi alla jafnan lítið á milli handanna og þurfi að neita sér um margt. Hún segir marga illa stadda og nýta ýmsar leiðir til að reyna að bjarga sér þegar staðan er hvað verst. „Mikill fjöldi er að taka smálán og greiðsludreifingar allskonar frá þessum lánum sem eru kannski ekki með hagstæðustu vextina.“ Þá hafi erfið staða á húsnæðismarkaðnum mikil áhrif á fjölda fólks. „Það hefur allt hækkað. Húsaleiga. Húsnæði. Það er erfitt að fá húsnæði. Lág laun. Mjög margir eru annaðhvort öryrkjar, í láglaunastarfi eða hjá Félagsþjónustunni. Það náttúrlega er ekki mikill peningur þar og svo ertu að leigja á venjulegum markaði og það er náttúrulega bara mjög mjög há leiga þar. Dæmið er ekkert að ganga upp. Svo ertu kannski með mörg börn. Þú kemur alltaf út í mínus.“ Hjálparstarf Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Hjálparsamtök hér á landi bjóða mörg hver þeim sem búa við kröpp kjör upp á aðstoð til að halda jólin hátíðleg ár hvert. Þeirra á meðal er Hjálparstarf kirkjunnar. Þar hefur nú verið tekið á móti umsóknum síðustu tvær vikurnar. Hægt er að sækja um á netinu út morgundaginn en þegar hafa fleiri sótt um en síðustu árin. Þannig er nú áætlað að umsóknir frá yfir tvö þúsund fjölskyldum hafi þegar borist en í fyrra voru þær innan við sextán hundruð. „Það er bara gríðarlegur fjöldi fólks sem er að koma. Bæði er að koma og þá sem hafa þegar sótt um þetta er bara mun meira heldur en hefur verið síðastliðin tvö ár,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir þá sem leita til þeirra bæði vera Íslendinga og fólk af erlendum uppruna. Margir sjái ekki fram á góð jól. „Þetta er bara gríðarlega mikil neyð hjá öllum.“ Hópurinn sem leiti til Hjálparstarfs kirkjunnar hafi alla jafnan lítið á milli handanna og þurfi að neita sér um margt. Hún segir marga illa stadda og nýta ýmsar leiðir til að reyna að bjarga sér þegar staðan er hvað verst. „Mikill fjöldi er að taka smálán og greiðsludreifingar allskonar frá þessum lánum sem eru kannski ekki með hagstæðustu vextina.“ Þá hafi erfið staða á húsnæðismarkaðnum mikil áhrif á fjölda fólks. „Það hefur allt hækkað. Húsaleiga. Húsnæði. Það er erfitt að fá húsnæði. Lág laun. Mjög margir eru annaðhvort öryrkjar, í láglaunastarfi eða hjá Félagsþjónustunni. Það náttúrlega er ekki mikill peningur þar og svo ertu að leigja á venjulegum markaði og það er náttúrulega bara mjög mjög há leiga þar. Dæmið er ekkert að ganga upp. Svo ertu kannski með mörg börn. Þú kemur alltaf út í mínus.“
Hjálparstarf Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent