Völva Seinni bylgjunnar: „Verða rosalega tæpir en munu ekki komast í úrslitakeppnina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2022 22:30 Jóhann Gunnar fær upplýsingar frá Völvunni og Logi Geirsson skemmtir sér konunglega. Seinni bylgjan Það gerðist margt og mikið í jólaþætti Seinni bylgjunnar. Jóhann Gunnar Einarsson, Jói Kling, mætti á svæðið og spáði fyrir um hvað myndi gerast í Olís deild karla eftir áramót. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, nefndi að hann hefði unnið með Siggu Kling áður og gaf því Jóhanni Gunnari viðurnefni Jói Kling. Téður Jóhann var lengi að koma sér í stellingar en náði á endanum að losa bindið, sem gæti hafa truflað spádómshæfileikana, og bað svo um þögn í salinn. „Heyrðu Völva, kemur Erlingur í viðtal við okkur eftir áramót,“ spurði Stefán Árni en fékk engin svör áður en hann sagði einfaldlega: „Þetta er framtíðarspá Jóhanns Gunnars, gjörið svo vel.“ Hörður „Þögn í salinn, ég er að tengja ég er að tengja. Hörður kemur til mín fyrst, ég fæ fallbeygingu. Fólk kann ekki að fallbeygja: Hörður um Hörð frá Herði til Harðar. Svo fæ ég enskar árstíðir: summer, winter, fall og spring. Jólalag kemur til mín: Snjókorn falla á allt og alla. Svo kemur allt í einu Fallen, myndin með Denzel Washington.“ „Heyrðu já ég er búinn að setja þetta saman; þeir eru að fara falla. Vinna samt sinn fyrsta leik en sé ekki á móti hverjum,“ „Þetta bara kemur svona til þín,“ sagði Stefán Árni hlæjandi. ÍR „Verða enn betri eftir áramót en munu bara fá fimm stig. Enda því með 10 stig, það mun ekki duga til að bjarga sér frá falli. Bjarni skiptir um gír í bókaskrifum, skrifar bók sem mun heita Því ég gekk á vatni og gerði kraftaverk með ÍR. Hún mun ekki seljast vel. Þeir munu reyna að fá gamla ÍR-inga til sín. Það fer enginn í ÍR. Þeir falla.“ KA „KA lendir í meiðslavandræðum og reyna að kalla gamla stjörnu til sín, Gulla Arnars. Hann snýr sig á ökkla á æfingu því hann er of þungur. Þeir hringja í Sverre Andreas Jakobsen til að loka vörninni. Hann segir Nei; ég reima ekki á mig skónna fyrir minna en 300 þúsund kall. Munið þið ekki að ég er silfurdrengur segir hann. Svo hringja þeir í Ingimund Ingimundarson en hann vill ekki að flytja aftur norður og finnst leiðinlegt að moka.“ „Einar Rafn skorar aftur 17 mörk, sé ekki á móti hverjum. Bruno verður með 35 prósent markvörslu og lendir í slag við áhorfenda því einhver syngur lagið We don´t talk about Bruno og hann kýlir hann og segir „Ég er kominn með ógeð á þessu.“ Gróttu „Grótta mun bæta við sig dönskum leikmanni. Ég er með nafnið á honum, annað hvort Dennis Dick eða Lasse Lim. Verða rosalega tæpir en munu ekki komast í úrslitakeppnina. Detta út í síðasta leik, þjálfarinn brjálast og fær þriggja leikja bann … nei bíddu þetta er Völvan frá því í fyrra. En þeir komast ekki í úrslitakeppnina.“ Hér að neðan má sjá stórskemmtilega Völvuspá Jóhanns Gunnars sem og viðbrögð þeirra Stefáns Árna, Loga Geirssonar og Þorgríms Smára Ólafssonar Klippa: Seinni bylgjan: Völvuspá Jóhanns Gunnars Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, nefndi að hann hefði unnið með Siggu Kling áður og gaf því Jóhanni Gunnari viðurnefni Jói Kling. Téður Jóhann var lengi að koma sér í stellingar en náði á endanum að losa bindið, sem gæti hafa truflað spádómshæfileikana, og bað svo um þögn í salinn. „Heyrðu Völva, kemur Erlingur í viðtal við okkur eftir áramót,“ spurði Stefán Árni en fékk engin svör áður en hann sagði einfaldlega: „Þetta er framtíðarspá Jóhanns Gunnars, gjörið svo vel.“ Hörður „Þögn í salinn, ég er að tengja ég er að tengja. Hörður kemur til mín fyrst, ég fæ fallbeygingu. Fólk kann ekki að fallbeygja: Hörður um Hörð frá Herði til Harðar. Svo fæ ég enskar árstíðir: summer, winter, fall og spring. Jólalag kemur til mín: Snjókorn falla á allt og alla. Svo kemur allt í einu Fallen, myndin með Denzel Washington.“ „Heyrðu já ég er búinn að setja þetta saman; þeir eru að fara falla. Vinna samt sinn fyrsta leik en sé ekki á móti hverjum,“ „Þetta bara kemur svona til þín,“ sagði Stefán Árni hlæjandi. ÍR „Verða enn betri eftir áramót en munu bara fá fimm stig. Enda því með 10 stig, það mun ekki duga til að bjarga sér frá falli. Bjarni skiptir um gír í bókaskrifum, skrifar bók sem mun heita Því ég gekk á vatni og gerði kraftaverk með ÍR. Hún mun ekki seljast vel. Þeir munu reyna að fá gamla ÍR-inga til sín. Það fer enginn í ÍR. Þeir falla.“ KA „KA lendir í meiðslavandræðum og reyna að kalla gamla stjörnu til sín, Gulla Arnars. Hann snýr sig á ökkla á æfingu því hann er of þungur. Þeir hringja í Sverre Andreas Jakobsen til að loka vörninni. Hann segir Nei; ég reima ekki á mig skónna fyrir minna en 300 þúsund kall. Munið þið ekki að ég er silfurdrengur segir hann. Svo hringja þeir í Ingimund Ingimundarson en hann vill ekki að flytja aftur norður og finnst leiðinlegt að moka.“ „Einar Rafn skorar aftur 17 mörk, sé ekki á móti hverjum. Bruno verður með 35 prósent markvörslu og lendir í slag við áhorfenda því einhver syngur lagið We don´t talk about Bruno og hann kýlir hann og segir „Ég er kominn með ógeð á þessu.“ Gróttu „Grótta mun bæta við sig dönskum leikmanni. Ég er með nafnið á honum, annað hvort Dennis Dick eða Lasse Lim. Verða rosalega tæpir en munu ekki komast í úrslitakeppnina. Detta út í síðasta leik, þjálfarinn brjálast og fær þriggja leikja bann … nei bíddu þetta er Völvan frá því í fyrra. En þeir komast ekki í úrslitakeppnina.“ Hér að neðan má sjá stórskemmtilega Völvuspá Jóhanns Gunnars sem og viðbrögð þeirra Stefáns Árna, Loga Geirssonar og Þorgríms Smára Ólafssonar Klippa: Seinni bylgjan: Völvuspá Jóhanns Gunnars
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira